Bilaður kínasími

Svara

Höfundur
kassi
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mán 26. Jún 2006 22:16
Staða: Ótengdur

Bilaður kínasími

Póstur af kassi »

Keypti síma að Aliexpress sem restartar sér alltaf á hálftíma fresti!Sölu aðilinn vildi að ég setti inn nýtt firmware inn sem ég gerði þá fór skjárinn í rugl!Þegar maður ýtir á 9 þá kemur # og ýtir á back þá kemur 6 osfr semsagt allt í rugli Nú vill söluaðilinn að ég fari með hann í viðgerð hér! er einhver á hér á höfuðborgarsvæðinu sem lagar svona síma hér sem þið vitið um? Eins ef einhver veit hvað er best að gera ! eins ef einhver hefur hugmynd hvað er að símanum!

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður kínasími

Póstur af Dúlli »

Er dispute timinn liðinn ?

Ef svo getur þú ekkert gert neitt en ef þú átt en tíma þá gerir þú dispute og 100% endurgreitt.

Ekki fara með þetta á verkstæði. Hvernig sími er þetta ? Replica af eithverjum síma eða ?

Höfundur
kassi
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mán 26. Jún 2006 22:16
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður kínasími

Póstur af kassi »

Þetta er Umi Super á einn Umi Emax snilldar sími Dispute tíminn er ekki liðinn !Er búin að fara fram á endurgreiðslu þá vildi hann að ég færi með hann í viðgerð

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður kínasími

Póstur af Dúlli »

Neitar því, sendir myndir eða myndband sem sönnun um bilum fyrir endurgreiðslu.

Þarft svo að bíða í 10 daga. Hef lent í svipuðu, hlustar ekkert hvað þetta lið segir bara dispute ef þú ert með sönnun.

Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður kínasími

Póstur af Arena77 »

Lenti í svipuðu, keypti mér bílamyndavél (dashcam) sem virkaði ekki, hann bað mig endlaust að setja inn firmware, sem varð til þess að vélin fraus
og varð bara blackskjár, Leystum málið þannig að ég borgaði helminginn í nýrri vél og hann sendi mér aðra.
Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður kínasími

Póstur af Squinchy »

Tala við þá í dispute og sýna fram á bilun, talar svo við bankann þinn og óskar eftir endurkröfu og sýnir fram á að þú hafir talað við seljandann og hann sé ekki viljugur að aðstoða þig.

Dispute hefur ekkert vald til að láta seljanda endurgreiða, annað en að biðja hann um það, svo getur hann hreinlega neitað því eða hunsað það
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður kínasími

Póstur af Dúlli »

Squinchy skrifaði:Tala við þá í dispute og sýna fram á bilun, talar svo við bankann þinn og óskar eftir endurkröfu og sýnir fram á að þú hafir talað við seljandann og hann sé ekki viljugur að aðstoða þig.

Dispute hefur ekkert vald til að láta seljanda endurgreiða, annað en að biðja hann um það, svo getur hann hreinlega neitað því eða hunsað það
Dispute hefur mjög mikið vald. Seljandinn fær ekki peninginn fyrir en order time endar og ef kaupandandi gerir í millitíðinni dispute þá er hægt að fá 100% endurgreitt gegnum Ali.

Hef verslað heilan haug þar og þurft að nota oft dispute fyrir vörur frá 1$ upp í 500$ og hef ALLTAF fengið allt endurgreitt með því að sanna að varan sé gölluð, ónýtt eða engan vegin eins og hún hafi verið auglýst.

Ali er eins og milliliður með klukkan gengur.

Höfundur
kassi
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mán 26. Jún 2006 22:16
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður kínasími

Póstur af kassi »

Nú vill gaurinn að ég sendi símann til baka . En vill að ég borgi kosnaðinn við að senda hann til baka!Vildi líka að ég léti gera við hann á Íslandi! Mjög leiðinlegur gaur ég þarf alltaf að bíða í 3 daga eftir að hann svari hverjum póst! Hvað er best fyrir mig að gera núna?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður kínasími

Póstur af GuðjónR »

kassi skrifaði:Nú vill gaurinn að ég sendi símann til baka . En vill að ég borgi kosnaðinn við að senda hann til baka!Vildi líka að ég léti gera við hann á Íslandi! Mjög leiðinlegur gaur ég þarf alltaf að bíða í 3 daga eftir að hann svari hverjum póst! Hvað er best fyrir mig að gera núna?
Dispute, þú ert með buyes protection. Taktu video af símanum sem sýnir bilunina, uplodaðu á youtube og sendu linkinn. Þegar dispute tíminn er liðinn þá grípur Ali inní ferlið. Sendingarkostnaður frá Íslandi til Kína er líklega hærri en síminn kostaði með sendingarkostnaði frá Kína. Svo, gleymdu því.

Fautinn
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður kínasími

Póstur af Fautinn »

Ég keypti usb lykil átti að vera 64 gíg var 8 gíg. Gerði dispute, þeir vildu fá hann sendan, ég sagði nei og fékk allt endurgreitt.

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður kínasími

Póstur af Dúlli »

Neitar öllum sendir ekki og lagar hann ekki. Þegar þú gerir dispute þá fer klukka í gang sem eru 10 dagar sirka og ef hann er en þá með vesen þá, þá tekur Ali support við.

Tekur bara myndband eins og ég sagði við þig sem sýnir að síminn er ónýtur og þegar þú gerir dispute þá getur þú valið hvernig endurgreiðslu þú vilt og hvort þú viljir senda vöruna til baka eða ekki.
Svara