Ég myndi klárlega í þínum sporum skella mér á eitt 1070 og yfirklukka svo örgjörvann eins og þeir voru að tjá þér, drengirnir.
Og ég veit, Yfirklukkun hljómar eins og eitthvað svakalegt mál, en ég náði að fatta hvernig það virkar, svo þú ættir að geta það líka hahaha
Aðal stórmálið er að fatta þetta BIOS dót og að leggja það allt á minnið, hvar hvað er og svona. Annars er þetta bara að slá inn nokkrar tölur og svo stress prófa. Og aðal leiðindin við þetta er að þurfa alltaf að vera að kveikja og slökkva á vélinni... svo lendir maður í því að gleyma því að ýta á F10/F12/DEL og þá startar hún sér bara uppí Windows og maður þarf að endurræsa aftur. Brenndi mig alltof oft á því þegar ég var að yfirklukka mína hahaha
EDIT: Fór að lesa þráðinn, sé að þú ert kominn með kortið og vil bara segja; Innilega til hamingju með kaupin!
Það er eitthvað fátt sem á eftir að stoppa þig í 1080p leikjunum það sem eftir er hahahaha
Get ekki beðið eftir að fá 1080 í mína... Nema AMD komi með eitthvað flott á næstuni sem verður eitthvað varið í, annað en þetta RX debacle þeirra.
Mæli samt með að yfirklukka ef þú finnur þér eins og 3-6 tíma fría við tölvuna einhvern tímann á næstuni. Finndu bara á netinu leiðbeiningar fyrir þetta móðurborð t.d.;
https://www.youtube.com/watch?v=NxCPyF-1tTc
Og manst það að apparently þá er hver örgjörva flaga mismunandi og því ekkert endilega garanterað að þú náir sömu niðurstöðum og einhverjir gæjar á internetinu. Náði minni 3570k flögu t.d. í steady 4.59GHz en man ómögulega volta töluna, því miður, svo ég þarf líklegast að fara að giska eitthvað ef ég vil yfirklukkið aftur á. Og svo getur vel verið að voltin sem ég þarf fyrir mína flögu á þessum gígariðum sé of hátt eða of lágt fyrir þig og þína flögu. Þessvegna eru svona guide'ar eins og ég linkaði t.d. í bara til þess að sýna hvernig þú gerir þetta, hvernig á að work'a BIOS'ið þar að segja. Ekki taka neitt mark á neinum tölum, þú þarft að finna það allt út sjálfur.
Endilega njóttu fína nýja skjákortsins og ég mæli með að yfirklukka! úr 3.40 í 4.59GHz var einhver 30-36% aukning hjá mér. Og það bara getur ekki annað en skilað smá auka performance

Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.