Leikir og Multi core örgjörvanýting..

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Leikir og Multi core örgjörvanýting..

Póstur af Hnykill »

Ég efast að ég sé einn um þetta. en nú þegar örgjörvar eru með 4/6 og 8 kjarna eru PC leikir árum eftir á í nýtingu þeirra. ég spyr.. er kóðun á leikjum svo stuðluð að þetta er einhverskonar vandamál ? ..það virðist ekki skipta máli hvort það sé i7 6700K eða i7 6950X sem þú spilar á. bara sá örgjörvinn sem er með besta single core er besti leikjaörgjörvinn :/

Ég er farinn að halda að þetta sé vegna þessar "skömmtunarfræði" hjá framleiðendum tæknibúnaðar hér á jörðinni. tæknin sjálf er komin tugi ára fram í tíman. en með því að skammta okkur hlutina hægt og rólega tryggja þeir sér afkomu langt fram í tímann. þetta vita margir. .þeir eiga þetta til, en við þurfum jú öll að lifa og skapa okkur afkomu.

Eina ástæðan sem mér dettur í hug er að það er haldið aftur af þessu vegna þess að þegar leikir fara að nota marga kjarna, þá verða skyndilega 4 kjarna örgjörvarnir frá 2013 jafn góðir í leiki og þeir sem verða framleiddir 2020. og auðvitað þarftu ekki að uppfæra í nýjan fyrst svo er. þá verða enginn viðskipti og so on :/

Maður situr hér á öflugum vélbúnaði, en enginn virðist taka af skarið og fara í þessa hluti. ég er kominn á þá skoðun að geta Hardware's í tölvun er kominn langt á undan hugbúnaðinum sem keyrir það. og þetta er ekki stopp af skilnings eða getuleysi forritara. þetta er skömmtun.. ekkert annað.

Svo fór ég að hugsa. hvar er Bill Gates okkar tíma. jafn byltingakenndur í hugbúnaði og hann. ég vildi óska að það kæmi þannig fyrirtæki fram. þú átt jú allan vélbúnað sem þú hefur keypt. hvort sem það er Nvidia eða Intel. þú mátt hanna þín eigin forrit til að keyra þennan búnað. ef þú getur auðvitað. ég vildi einhver gerði það og myndi nýta svo druslurnar úr þeim vélbúnaði sem við værum með.. eins og 30 árum fram í tímann á móti þessu liði.

Því eldri sem ég verð, finn ég alltaf meir fyrir þessu. heimur skömmtunar. og ekki bara það. margir vilja en þeir hverfa fljótt. þetta er að verða eins og bensínvélar á móti rafmagni. þeir ætla svo sannarlega að sitja á sínu sem eiga :/
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Leikir og Multi core örgjörvanýting..

Póstur af Njall_L »

Er þetta ekki líka hugsað þannig af leikjaframleiðendum og öðrum sem að búa til hugbúnað að jú, þú og margir eru með virkilega vel speccaða vél en miklu stærra hlutfall þeirra sem að munu koma til með að kaupa hugbúnaðinn eru að keyra ódýra mid range vél sem að kemst ekki með tærnar þar sem að þín hefur hælana. Það væri því rugl fyrir framleiðandann að gefa út klikkað forrit eða leik sem að einungis lítið hlutfall notenda mun geta keyrt, þannig græða þeir ekki.
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Leikir og Multi core örgjörvanýting..

Póstur af Daz »

Örstutta svarið við þessum vangaveltum hlýtur að vera að leikur eru GPU takmarkaðir en ekki CPU takmarkaðir. GPUs hafa verið að marg kjarnast og þróast gríðarlega hratt síðustu árin, sem hefur skilað sér í stökki úr VGA í 4k á 20 árum.
Það sem að öflugri CPU mun skila er svolítið annaðhvort eða held ég. (Betra AI, fleiri entities í leikheiminum, osfrv).

Ef þú vilt fá betri nýtingu á margkjarna örgjörvann þinn verðurðu að finna þér verkefni sem nota CPU meira (rendering, conversion, osfrv). Þar geturðu séð stóran mun.
Skjámynd

Höfundur
Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Leikir og Multi core örgjörvanýting..

Póstur af Hnykill »

Það eru til 84 kjarna örgjörvar. frá bæði Intel og AMD. líklegast 28 Ghz eða svo. og þeir eru til núna í dag,, þeir eru alveg til og allt það. en það er ekki fyrr en 2035 sem við megum fá þá. ekki fyrr en þeir eru búnir að "skammta" okkur leiðina. hægt og rólega. það er ekki að hugbúnaðurinn nýti þá ekki beint.. bara hvernig það á að gefa okkur hlutina hægt og rólega. þó svo það sé til millon sinnum betra dót.. megum bara ekki fá það alveg strax :/.. manni líður bara eins og krakka hérna.. full vinnandi maður með öllu.. má bara ekki fá meira strax ? ... bara lítill strákur að borga fyrir góða dótið hægt og rólega.

2080 verð ég 100 ára. þá má ég kannski fá örgjörvan sem var framleiddur í fyrradag. hversu fúlt er það ? :/

Þetta er bara tecnhological survival. ekkert annað :/
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Staða: Ótengdur

Re: Leikir og Multi core örgjörvanýting..

Póstur af B0b4F3tt »

Hnykill skrifaði:Það eru til 84 kjarna örgjörvar. frá bæði Intel og AMD. líklegast 28 Ghz eða svo. og þeir eru til núna í dag,, þeir eru alveg til og allt það. en það er ekki fyrr en 2035 sem við megum fá þá. ekki fyrr en þeir eru búnir að "skammta" okkur leiðina. hægt og rólega. það er ekki að hugbúnaðurinn nýti þá ekki beint.. bara hvernig það á að gefa okkur hlutina hægt og rólega. þó svo það sé til millon sinnum betra dót.. megum bara ekki fá það alveg strax :/.. manni líður bara eins og krakka hérna.. full vinnandi maður með öllu.. má bara ekki fá meira strax ? ... bara lítill strákur að borga fyrir góða dótið hægt og rólega.

2080 verð ég 100 ára. þá má ég kannski fá örgjörvan sem var framleiddur í fyrradag. hversu fúlt er það ? :/

Þetta er bara tecnhological survival. ekkert annað :/

Ertu ekki til í að koma með heimild um þetta? Mér finnst þetta vera frekar far fetched hjá þér en ætla þó ekki að útiloka þetta ef þú kemur með góða heimild.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Leikir og Multi core örgjörvanýting..

Póstur af vesley »

Hnykill skrifaði:Það eru til 84 kjarna örgjörvar. frá bæði Intel og AMD. líklegast 28 Ghz eða svo. og þeir eru til núna í dag,, þeir eru alveg til og allt það. en það er ekki fyrr en 2035 sem við megum fá þá. ekki fyrr en þeir eru búnir að "skammta" okkur leiðina. hægt og rólega. það er ekki að hugbúnaðurinn nýti þá ekki beint.. bara hvernig það á að gefa okkur hlutina hægt og rólega. þó svo það sé til millon sinnum betra dót.. megum bara ekki fá það alveg strax :/.. manni líður bara eins og krakka hérna.. full vinnandi maður með öllu.. má bara ekki fá meira strax ? ... bara lítill strákur að borga fyrir góða dótið hægt og rólega.

2080 verð ég 100 ára. þá má ég kannski fá örgjörvan sem var framleiddur í fyrradag. hversu fúlt er það ? :/

Þetta er bara tecnhological survival. ekkert annað :/

Ansi langsótt, miðað við vandamál AMD undanfarnar kynslóðir og tafir á útgáfu af örgjörvum frá Intel tel ég þetta vera nokkuð mikið í takt við tímann.

Næsta kynslóð consumer örgjörva frá Intel er Kabylake og átti sú kynslóð ekki einu sinni að koma út, það sem átti að taka við af Skylake er 10Nm Cannonlake en eru tafir á útgáfu og er það talið vegna vandamála í framleiðslu 10Nm örgjörva.

Útaf töfum og vandamálum hjá Intel/AMD er mikill orðrómur um að þeir munu ekki lengur geta fylgt "Moore's law" https://en.wikipedia.org/wiki/Moore%27s_law

https://www.technologyreview.com/s/6014 ... -now-what/
massabon.is

Macgurka
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 15. Mar 2016 19:33
Staða: Ótengdur

Re: Leikir og Multi core örgjörvanýting..

Póstur af Macgurka »

Hnykill skrifaði:Það eru til 84 kjarna örgjörvar. frá bæði Intel og AMD. líklegast 28 Ghz eða svo. og þeir eru til núna í dag,, þeir eru alveg til og allt það. en það er ekki fyrr en 2035 sem við megum fá þá. ekki fyrr en þeir eru búnir að "skammta" okkur leiðina. hægt og rólega. það er ekki að hugbúnaðurinn nýti þá ekki beint.. bara hvernig það á að gefa okkur hlutina hægt og rólega. þó svo það sé til millon sinnum betra dót.. megum bara ekki fá það alveg strax :/.. manni líður bara eins og krakka hérna.. full vinnandi maður með öllu.. má bara ekki fá meira strax ? ... bara lítill strákur að borga fyrir góða dótið hægt og rólega.

2080 verð ég 100 ára. þá má ég kannski fá örgjörvan sem var framleiddur í fyrradag. hversu fúlt er það ? :/

Þetta er bara tecnhological survival. ekkert annað :/
Intel virðist vera með auto pilot í gangi eins og þú segjir en ættu þeir ekki að fara að verða hræddir við ARM Apple A serían, Samsung exynos, Qualcomm, Mediatek og Hisilicon nóg af samkeppni þar.

Apple A9 var allt að 70% hraðari en A8 og A10 á víst að 40% yfir A9 án þess að fá shrink þeir eru ekkert að grínast hjá apple.
Qnix Qx2710 @ 110Hz - MK disco - logitech g502 - 16 GB dd3 - i5 4670k @ 4.5Ghz delid 1.335v - Corsair H60 - EVGA 1070 FTW - Samsung Evo.

asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Leikir og Multi core örgjörvanýting..

Póstur af asgeirbjarnason »

Hnykill skrifaði:Það eru til 84 kjarna örgjörvar. frá bæði Intel og AMD. líklegast 28 Ghz eða svo. og þeir eru til núna í dag,, þeir eru alveg til og allt það. en það er ekki fyrr en 2035 sem við megum fá þá. ekki fyrr en þeir eru búnir að "skammta" okkur leiðina. hægt og rólega. það er ekki að hugbúnaðurinn nýti þá ekki beint.. bara hvernig það á að gefa okkur hlutina hægt og rólega. þó svo það sé til millon sinnum betra dót.. megum bara ekki fá það alveg strax :/.. manni líður bara eins og krakka hérna.. full vinnandi maður með öllu.. má bara ekki fá meira strax ? ... bara lítill strákur að borga fyrir góða dótið hægt og rólega.

2080 verð ég 100 ára. þá má ég kannski fá örgjörvan sem var framleiddur í fyrradag. hversu fúlt er það ? :/

Þetta er bara tecnhological survival. ekkert annað :/
Æji, hvaða bull er þetta? Þetta hljómar eins og 9/11 samsæriskenning! Það er ekkert sérstaklega erfitt að verða sér úti um upplýsingar um þróunina í smáratækni. Allir stóru aðilarnir í smáraprentunarheiminum (TSMC, Intel, GlobalFoundries, Samsung) eru að lenda á vegg í kringum ~14 nm skrefið og Intel hefur ekki tekist að halda í tick-tock langtímaplanið sitt síðustu þrjár kynslóðir. Það kostar hundruðir milljarða eða billjónir að þróa nýja kynslóð af lithografíu og koma nýjum verkmsmiðjum með þeirri lithografíu af stað og sá kostnaður eykst nánast geómetrískt við hverja nýja kynslóð. Að segja að það sé verið að „skammta“ okkur þessa tækniþróun er fáránlegur misskilningur á heimsmarkaðnum og þeirri rannsóknarvinnu sem fer í þróun örgjörva.

Auðvitað eru þessi fyrirtæki alltaf að einhverju leyti að fikta í markaðnum, eins og hvernig verð á Intel örgjörvum með fleiri en 4 kjörnum hefur skotið upp eftir því sem forskot þeirra í high-performance og server markaðnum hefur aukist. TIl þess að það sem þú ert að halda fram gæti staðist þyrfti hinsvegar að vera risastór samsæri milli allra þessara fyrirtækja sem væri bæði óstabílt útafþví hvað það þyrfti mikla plönun og af þeirri einföldu ástæðu að hver sá aðili sem myndi svíkja samsærið myndi hagnast rosalega af því að vera með bestu tæknina á markaðnum.
Svara