Android gamepad?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Jakob
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2002 23:30
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Android gamepad?

Póstur af Jakob »

Hæhæ.

Hafið þið keypt ykkur gamepad fyrir Android? Hver er að selja svoleiðis? Og virkar þetta vel?

--J

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Android gamepad?

Póstur af wicket »

Ég nota nú bara Playstation stýripinna sem tengist með bluetooth, einfalt.

Mikið af þessum no name stýripinnum eru svo mikið drasl. MadCatz og Moga eru tvö góð merki, gera góða controllera.

Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: Android gamepad?

Póstur af Framed »

Ég keypti MOGA Pro power í vor í gegnum Amazon til að nota með Gear VR. Hann virðist virka vel. Hann er líka með þann skemmtilega fítus að hægt er að hlaða símann með rafhlöðunni í stýripinnanum.

Þegar ég var að þessu þá var enginn hér á landi að selja einhvern af þessum þremur stýripinnum sem Samsung vottar að virki með Gear VR. Aðrir pinnar "eiga" að virka en ég fann hvort sem er ekki pinna hérna sem var ódýrari. En ég leitaði að vísu ekki mikið nema að þessum þremur.

Mér tókst heldur ekki að fá PS4 pinna til að virka með Samsung símanum. Ég veit að það er hægt með einhverjum trixum en ég hreinlega nennti ekki að standa í því. Breytti engu fyrir mig þar sem ég fékk PS4 pinnann lánaðan og vildi því frekar kaupa pinna sem myndi virka out of the box.
Svara