Hvaða router á ég að kaupa?

Svara

Höfundur
noobcake
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 11. Mar 2014 16:28
Staða: Ótengdur

Hvaða router á ég að kaupa?

Póstur af noobcake »

Daginn

Vildi leita ráða hjá ykkur varðandi hvaða router ég ætti að kaupa.

Hann er fyrir heimili. 2-3 tölvur og 3-5 símar, flest á þráðlausu neti. 500 mbit ljósleiðari hjá Vodafone. Sjónvarp tengt í gegnum hann líka líklega.

Budgetið hjá mér er ca. 20.000 kr

Hvaða Router getið þið mælt með?
Skjámynd

rickyhien
spjallið.is
Póstar: 496
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Póstur af rickyhien »

ég var í Elko í Lindum áðan og sá að það er eitt stykki af http://www.elko.is/elko/is/vorur/netbun ... etail=true Netgear Nighthawk AC1900 á borðinu fyrir B-vörum...fæst á 19.900 kr. mæli með þessum, er að nota hann sjálfur, mjög góður.
Antec P280 kassi | Z370 AORUS Gaming 3 móðurborð | i5-8600K örgjörvi | Corsair H100i örgjörvakæling | PNY GTX 1080 Founder's Edition skjákort | 1 TB HDD | 120 GB SSD | 240 GB SSD | 24GB RAM | Cooler Master V750 aflgjafi | Corsair K65 LUX lyklaborð | ZOWIE FK1 mús | Sennheiser GSP 370 heyrnartól | BenQ XL2420T 24" 120hz skjár | Asus XT8 router | DJI Mavic Air 2 dróni
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Póstur af lukkuláki »

If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Póstur af isr »

Ég er með router frá 365 miðlum og netið er oft óstabílt(er með ljósnet). Er það routerinn eða eitthvað annað,græðir maður eitthvað á því að kaupa sér eiginn router.
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Póstur af DJOli »

isr skrifaði:Ég er með router frá 365 miðlum og netið er oft óstabílt(er með ljósnet). Er það routerinn eða eitthvað annað,græðir maður eitthvað á því að kaupa sér eiginn router.
Ef netið er óstöðugt þá þarf að kanna hvað er að fara úrskeiðis, allt frá uppruna tengingar úti í næstu símstöð, og upp í beinirinn hjá þér.
Stundum er vandamálið utanhúss. Stundum ekki. Það væri t.d. ekkert svo vitlaust að fá þá til að mæla út gæðin á línunni hjá þér, það gefur amk vísbendingu um sambandið. Svo er bara að rekja frá router og að húskassa/hús-inntaki, og ganga úr skugga um að allt sé í góðu lagi hjá þér. Míla/GV/Snerpa sjá svo um sín svæði, þar sem um er að ræða eitthvað utanhúss.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Svara