herör gegn "ólöglegu niðurhali"
herör gegn "ólöglegu niðurhali"
http://www.vb.is/frettir/serstok-netbro ... li/130210/
Efling tölvubrotadeildar lögreglu
Í gær kynnti Ólöf Nordal innanríkisráðherra áform um eflingu tölvubrotadeildar lögreglunnar í kjölfar nefndarálits sem hafði það hlutverk að gera úttekt á umfangi ólöglegs niðurhals á höfundarréttarvörðu efni hér á landi og hvort íslensk lagaumgjörð veiti slíku efni nægjanlega vernd.
Nefndin, sem var undir forystu Brynjar Níelssonar þingmanns, kom með ýmsar tillögur að úrbótum, þær sem eru á forræði innanríkisráðuneytisins eru fyrst og fremst að:
Sérstök netbrotadeild lögreglu yrði stofnuð þar sem brot gegn rétthöfum höfundarréttarvarins efni njóti forgangs.
Skylda fjarskiptafyrirtæki til þess að upplýsa notendur vefsvæði skráarskiptaforrita um hugsanleg lögbrot
Sett verði lög um landslénið .is og rekstraraðila þess, en í dag gilda engar reglur um það.
Hvað finnst ykkur um þetta mál?
og sérílagi hvað finnst ykkur um þetta orðalag "ólöglegt niðurhal" ?
síðast þegar ég vissi var ekki bannað að sækja hluti á netinu, svo lengi sem það innihéldi ekki barnaklám og þannig viðbjóð?
hvenær kom þetta í lög? eða er þetta bara ekki löglegt? og hvað finnst ykkur þá um það að okkar hæstvirti innanríkisráðherra sé að tala út um rassgatið á sér og segja að eitthvað sé brot á lögum en er það ekki??
Efling tölvubrotadeildar lögreglu
Í gær kynnti Ólöf Nordal innanríkisráðherra áform um eflingu tölvubrotadeildar lögreglunnar í kjölfar nefndarálits sem hafði það hlutverk að gera úttekt á umfangi ólöglegs niðurhals á höfundarréttarvörðu efni hér á landi og hvort íslensk lagaumgjörð veiti slíku efni nægjanlega vernd.
Nefndin, sem var undir forystu Brynjar Níelssonar þingmanns, kom með ýmsar tillögur að úrbótum, þær sem eru á forræði innanríkisráðuneytisins eru fyrst og fremst að:
Sérstök netbrotadeild lögreglu yrði stofnuð þar sem brot gegn rétthöfum höfundarréttarvarins efni njóti forgangs.
Skylda fjarskiptafyrirtæki til þess að upplýsa notendur vefsvæði skráarskiptaforrita um hugsanleg lögbrot
Sett verði lög um landslénið .is og rekstraraðila þess, en í dag gilda engar reglur um það.
Hvað finnst ykkur um þetta mál?
og sérílagi hvað finnst ykkur um þetta orðalag "ólöglegt niðurhal" ?
síðast þegar ég vissi var ekki bannað að sækja hluti á netinu, svo lengi sem það innihéldi ekki barnaklám og þannig viðbjóð?
hvenær kom þetta í lög? eða er þetta bara ekki löglegt? og hvað finnst ykkur þá um það að okkar hæstvirti innanríkisráðherra sé að tala út um rassgatið á sér og segja að eitthvað sé brot á lögum en er það ekki??
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Mér finnst þetta bara alls ekki í lagi og bara fáránlegt. Best að taka það fram að ég sé ekkert að því að auka framlög til þessarar deildar en það að binda þau við þessa einu tegund brota er fáránlegt í meira lagi. Þetta eru sennilega "saklaustustu" brotin sem þessi deild fæst við, hvað með hatursglæpi, einelti, netárásir, barnaklám og þess háttar. Slíkir glæpir sem valda fórnalömbum verulegum skaða í mörgum tilfellum og eru margfalt alvarlegri en að einhver hlusti á Bubba án þess að borga. Mér er eiginlega skítsama um þetta niðurhal það er tittlingaskítur miðað við annað sem á sér stað (og getur átt sér stað) á netinu.
Nei takk, þetta er bara algjört rugl. Sjálfstæðismenn valda mér miklum vonbrigðum með þessu útspili.
Nei takk, þetta er bara algjört rugl. Sjálfstæðismenn valda mér miklum vonbrigðum með þessu útspili.
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
það sem stuðar mig mest í þessu máli er orðalagið.. titla þetta sem "ólöglegt" niðurhal, þegar það er enginn lagabókstafur þar á bak við..
það er EKKI ólöglegt að sækja sér höfundarréttarvarið efni hér á íslandi, en það er hinsvegar ólöglegt að dreifa því, t.d með að deila efni á deildu.net..
semsé DOWNLOAD er löglegt UPLOAD er ólöglegt.. alveg með ólíkindum hvað það fer í taugarnar á mér þegar farið er með rangt mál eða notuð vitlaus hugtök um hluti....
það er EKKI ólöglegt að sækja sér höfundarréttarvarið efni hér á íslandi, en það er hinsvegar ólöglegt að dreifa því, t.d með að deila efni á deildu.net..
semsé DOWNLOAD er löglegt UPLOAD er ólöglegt.. alveg með ólíkindum hvað það fer í taugarnar á mér þegar farið er með rangt mál eða notuð vitlaus hugtök um hluti....
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Álíka gáfulegt og að handtaka fólk með skrifaða diska eða ipoda...
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Jú það er rangt en það að þeir kalla þetta ólöglegt niðurhal eða ekki finnst mér reyndar smá mál svona miðað við allt hitt sem er athugavert við þetta.
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Var það ekki eitthverntíman að Stef og þessar stofnanir fegnu eitthvern hluta af innflutningsverði á öllum geymslumiðlum "hörðum diskum, mp3 spilurum og skrifanlegum diskum" Ef þeir eru að fá þennan pening er þá ekki samasem búinn að borga fyrir efnið sem maður er að DL.
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Þarna rifjar þú upp eina af heimskustu lagasetningum þessarar aldar og þá er nú mikið sagteinarn skrifaði:Var það ekki eitthverntíman að Stef og þessar stofnanir fegnu eitthvern hluta af innflutningsverði á öllum geymslumiðlum "hörðum diskum, mp3 spilurum og skrifanlegum diskum" Ef þeir eru að fá þennan pening er þá ekki samasem búinn að borga fyrir efnið sem maður er að DL.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1863
- Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
æji veistu. ég kaupi bara leiki þessa dagana.. og horfi oftast á DVD myndir á netinu.. en ef þetta er eitthvað sem ég vill sjá aftur þá bara kaupi ég þær.
ég hef keypt mér litlan hamborgara á 1.200 kall stundum. og þetta er verðgildi að eiga bíómynd á DVD disk núna. og eiga næstu 50-60 árin. svo ég er ekkert að grenja
En góðir leikir eru alveg 8 til 10 þús kr virði. það eru líka ekkert fáir aðilar sem koma að hönnun þeirra. er slá í 36 ára aldurinn núna... hef ekki stolið leik eða bíómynd síðan 2010.
það kostar að búa til og framleiða þetta efni. svo ef þetta er eitthvað sem höfðar til þín þá kaupiru það. eða þú stelur því af netinu og grenjar svo yfir hvað allir eru vondir við þig að hafa þetta ekki tilbúið í niðurhalspakka á hverri viku.
ég hef keypt mér litlan hamborgara á 1.200 kall stundum. og þetta er verðgildi að eiga bíómynd á DVD disk núna. og eiga næstu 50-60 árin. svo ég er ekkert að grenja
En góðir leikir eru alveg 8 til 10 þús kr virði. það eru líka ekkert fáir aðilar sem koma að hönnun þeirra. er slá í 36 ára aldurinn núna... hef ekki stolið leik eða bíómynd síðan 2010.
það kostar að búa til og framleiða þetta efni. svo ef þetta er eitthvað sem höfðar til þín þá kaupiru það. eða þú stelur því af netinu og grenjar svo yfir hvað allir eru vondir við þig að hafa þetta ekki tilbúið í niðurhalspakka á hverri viku.
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1227
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Þannig að ISP verða að fylgjast með hvaða síður þú ferð á til að geta sent þér email.Skylda fjarskiptafyrirtæki til þess að upplýsa notendur vefsvæði skráarskiptaforrita um hugsanleg lögbrot
Næsta skref verður þá bréf frá lögfræðingi ef ip talan þín tengdist við torrent. 97 þús lágmarkskostnaður....
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Ekki tölvupóst heldur pop-up!nidur skrifaði:Þannig að ISP verða að fylgjast með hvaða síður þú ferð á til að geta sent þér email.Skylda fjarskiptafyrirtæki til þess að upplýsa notendur vefsvæði skráarskiptaforrita um hugsanleg lögbrot
Næsta skref verður þá bréf frá lögfræðingi ef ip talan þín tengdist við torrent. 97 þús lágmarkskostnaður....
Svo gaman þegar ISP'inn manns fer að MITM pop-up drasli hjá manni.. ætti nú samt að vera lítið mál að blockera það með ad-blocker
https://www.innanrikisraduneyti.is/fret ... verdi-efldSkylda fjarskiptafyrirtæki til þess að upplýsa notendur vefsvæða skráarskiptiforrita um hugsanleg lögbrot (viðvörun í "pop-up glugga").
Ég reyndi að finna þessa skýrslu sem er vitnað í en finn hana ekki, veit einhver það er hægt að nálgast hana?
Talað erum 1,1 milljarð kr. og að 37% þjóðarinnar (119.510 manns) sæki ólöglegt efni.
Besta við þetta er að veltan hjá þessum fyrirtækjum hefur aukist um 37% frá 2009 og að þessi 1,1 milljaður eru um 3% af heildar veltunni (34,5 milljarðar árið 2014)
Þannig að þau vilja setja upp sér deild innan lögreglunnar sem á að fókusera á 3% "tap" hjá nokkrum fyrirtækjum?
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... reifingar/
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
að setja samansem merki við 1 download = 1 tap er bara barnalegt í besta falli, skoðum t.d leikjasenuna, fyrir komu steam, ég var oft að sækja demo af leikjum sem mér leyst vel á, ef mér líkaði demo-ið, þá keypti ég leikinn, eða ef hann var ekkert super en langaði samt að spila hann þá bara sótti ég leikinn einhverstaðar með cracki, núna í dag, eru ekkert það mikið um demo versions af leikjum, þannig að í dag sæki ég oft leiki á þessar skráarskiptasíður, ef mér líst vel á leikinn, kaupi ég hann á steam (versla næstum alla mína leiki þar, eða allaveganna læt steam halda utanum leikina, fer oftast á www.isthereanydeal.com til að sjá hvar hvaða leikur er ódýrastur, oftast eru þetta bara steam cd keys sem færð hjá þessum síðum, bara mikið ódýrara en steam oftast), er núna með 56 leiki á steam accountinu mínu, flestir keyptir (sumir fríir), get sagt ykkur það alveg, að ef ég hefði ekki sótt leikina fyrst og prufað þá smá áður, þá væri ekki miklar líkur á að ég hefði keypt svona marga leiki..
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
það er marg búið að segja þessum rétthöfum að þeir geti fengið meiri pening ef þeir markaðsetja á réttan máta!
þeir virðast bara ekki nenna/vilja að gera neitt nema jarma í fjölmiðlum um lögbrot og að hræra í illa upplýstum stjórnmálamönnum
Athyglissýki er líka faktor, það er auðvelt að komast í fjölmiðla með stórum orðum um rosatap og gríðarþjófnað.
það er bara svo auðvelt að dl mynd án greiðslu en flókið, fáránlega dýrt eða ómögulegt ef þú vilt greiða
eina leiðin til að gera óheimilt dl útilokað er að fara Norðurkóresku leiðina, varla vilja menn það?
þeir virðast bara ekki nenna/vilja að gera neitt nema jarma í fjölmiðlum um lögbrot og að hræra í illa upplýstum stjórnmálamönnum
Athyglissýki er líka faktor, það er auðvelt að komast í fjölmiðla með stórum orðum um rosatap og gríðarþjófnað.
það er bara svo auðvelt að dl mynd án greiðslu en flókið, fáránlega dýrt eða ómögulegt ef þú vilt greiða
eina leiðin til að gera óheimilt dl útilokað er að fara Norðurkóresku leiðina, varla vilja menn það?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 356
- Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Ég verð nú að segja eins og er, mitt download magn hrapaði niður þegar ég fann spotify og netflix fyrir nokkrum árum síðan.
Svo er reyndar fáránlega mikið af efni eins og t.d. game of thrones og fleira sem hefði aldrey orðið jafn vinsælt ef það hefði ekki verið fyrir torrent síður.
Svo er reyndar fáránlega mikið af efni eins og t.d. game of thrones og fleira sem hefði aldrey orðið jafn vinsælt ef það hefði ekki verið fyrir torrent síður.
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Já. Eins og sést hefur verið með spotify/netflix þá er einfaldasta og besta leiðin til þess að minnka ólöglegt niðurhal (þótt það er nú reyndar bara ólöglegt að deila) bara að bjóða upp á betri þjónustu heldur en þessar torrent síður á sanngjörnu verði.Urri skrifaði:Ég verð nú að segja eins og er, mitt download magn hrapaði niður þegar ég fann spotify og netflix fyrir nokkrum árum síðan.
Svo er reyndar fáránlega mikið af efni eins og t.d. game of thrones og fleira sem hefði aldrey orðið jafn vinsælt ef það hefði ekki verið fyrir torrent síður.
Væri persónulega með Netflix áskrift ef það væri bara ekki betra úrval á torrent síðum!
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Merkilegt að höfundar verði af milljarði, svo á sama tíma er ferðamannaþjónustan , RB&B , lið á félagsmálakerfinu að stela 20x meira ! Samt er torrent niðurhal hjá einhverjum 14ára krakka orðið stórmál. Ég finn lykt af lobbýisma af amerískri fyrirmynd.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Æi þetta er svo asnalegt mál. Þessir og þessir kvarta yfir því að vera hreint og beint að tapa milljónum vegna niðurhals á hugbúnaði þeirra. OK. Lækkið þá verðið, frekjurnar ykkar.
Íslenskir tónlistarmenn kvarta vegna þess að fólk er að dreifa tónlistinni þeirra ólöglega. Er ekki tími til að drullast á spotify?
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn (sem dæmi) kvarta undan litlum hagnaði, og að mikið magn af fólki sé að sækja kvikmyndirnar þeirra ólöglega á skráarskiptasíðum. Þið þurfið bara að reyna að stofna einhverja almennilega íslenska efnisveitu sem kostar tæplega 1500-2000kr á mánuði, með ótakmörkuðu glápi og "dips" á íslenskt efni áður en t.d. rúv eða stöð 2 fá það. Það gengur ekki að reyna að setja upp veitu sem fær efnið síðast vegna þess að þegar efnið kemur þá inn á veituna sem um ræðir, gæti verið að efnið sé hætt að "trenda" og þar af leiðandi, flestir búnir að sækja efnið ólöglega.
Umræðan um ólöglegt niðurhal er jafn heimskuleg og að við öll borgum stefgjöld af tómum cd og dvd diskum. Svo heyrði ég einhversstaðar að við værum líka að borga stefgjöld af hörðum diskum. Ef svo er, þá sé ég ekki skapaðan hlut að því að sækja ólöglegt efni þar sem ég hef löngu borgað það upp með "áætluðum stef kostnaði af hörðu diskunum, og geisladiskunum sem ég hef keypt í gegnum árin.
Stef þurfa að hætta að vera gráðugir. Það þarf að kynna tónlistarmönnum stöðu málanna, og hvernig á að fá einhvern pening út úr tónlistinni sinni í dag.
Tökum dæmi á Spotify.
Spotify borga $0.006 til 0.008 fyrir hvert streymi.
En þar sem margir, ef ekki flestir þessara tónlistarmanna eru hjá útgáfufyrirtæki, þá veit maður hver tekur stærstann hluta hagnaðarins.
Mest spiluðu lög Kaleo (íslenskrar hljómsveitar)
1. All The Pretty Girls - 30.142.279 áhlustanir. (Hagnaður: $180.853/isk 21.165.226) (já, 21 milljón íslenskar)
2. Way Down We Go - 26.643.495 áhlustanir. (Hagnaður: $159.860/isk 18.708.415)
3. No Good - 5.459.573 áhlustanir. (Hagnaður: $32.757/isk 3.833.551)
4. I Can't go on without you - 2.923.158 áhlustanir. (Hagnaður: $17.538/isk 2.052.472)
Mest spiluðu lög Of Monsters And Men (íslenskrar hljómsveitar)
1. Little Talks - 227.725.200 áhlustanir. (Hagnaður: $1.366.351/isk 159.904.057) (já, 159 milljónir íslenskar)
2. Crystals - 40.219.792 áhlustanir. (Hagnaður: $241.318/isk 28.241.445)
3. Empire - 12.818.580 áhlustanir. (Hagnaður: $76.911/isk 9.000.894)
Tökum svo eitt og eitt stakt lag (mest spilaða lagið) hjá öðrum íslenskum tónlistarmönnum:
Sigur Rós:
1. Untitled #3 (Samskeyti) - 9.117.468 áhlustanir. ($54.704)
Björk:
1. Army of Me - 9.481.086 áhlustanir. ($56.886) (Naut aukinna vinsælla þökk sé kvikmyndarinnar Sucker Punch)
Glowie:
No More (ft. Stony) - 155.161 áhlustanir. ($930)
Stony (Íslenskur rappari):
1. Feel Good - 1.229.185 áhlustanir. ($7.375)
Bubbi Morthens:
1. Rómeó & Júlía - 245.516 áhlustanir. ($1473)
Aron Can (Íslenskur Rappari):
1. Enginn Mórall - 414.570 áhlustanir. ($2487)
Emmsjé Gauti
1. Strákarnir - 442.926 áhlustanir. ($2657)
Íslenskir tónlistarmenn kvarta vegna þess að fólk er að dreifa tónlistinni þeirra ólöglega. Er ekki tími til að drullast á spotify?
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn (sem dæmi) kvarta undan litlum hagnaði, og að mikið magn af fólki sé að sækja kvikmyndirnar þeirra ólöglega á skráarskiptasíðum. Þið þurfið bara að reyna að stofna einhverja almennilega íslenska efnisveitu sem kostar tæplega 1500-2000kr á mánuði, með ótakmörkuðu glápi og "dips" á íslenskt efni áður en t.d. rúv eða stöð 2 fá það. Það gengur ekki að reyna að setja upp veitu sem fær efnið síðast vegna þess að þegar efnið kemur þá inn á veituna sem um ræðir, gæti verið að efnið sé hætt að "trenda" og þar af leiðandi, flestir búnir að sækja efnið ólöglega.
Umræðan um ólöglegt niðurhal er jafn heimskuleg og að við öll borgum stefgjöld af tómum cd og dvd diskum. Svo heyrði ég einhversstaðar að við værum líka að borga stefgjöld af hörðum diskum. Ef svo er, þá sé ég ekki skapaðan hlut að því að sækja ólöglegt efni þar sem ég hef löngu borgað það upp með "áætluðum stef kostnaði af hörðu diskunum, og geisladiskunum sem ég hef keypt í gegnum árin.
Stef þurfa að hætta að vera gráðugir. Það þarf að kynna tónlistarmönnum stöðu málanna, og hvernig á að fá einhvern pening út úr tónlistinni sinni í dag.
Tökum dæmi á Spotify.
Spotify borga $0.006 til 0.008 fyrir hvert streymi.
En þar sem margir, ef ekki flestir þessara tónlistarmanna eru hjá útgáfufyrirtæki, þá veit maður hver tekur stærstann hluta hagnaðarins.
Mest spiluðu lög Kaleo (íslenskrar hljómsveitar)
1. All The Pretty Girls - 30.142.279 áhlustanir. (Hagnaður: $180.853/isk 21.165.226) (já, 21 milljón íslenskar)
2. Way Down We Go - 26.643.495 áhlustanir. (Hagnaður: $159.860/isk 18.708.415)
3. No Good - 5.459.573 áhlustanir. (Hagnaður: $32.757/isk 3.833.551)
4. I Can't go on without you - 2.923.158 áhlustanir. (Hagnaður: $17.538/isk 2.052.472)
Mest spiluðu lög Of Monsters And Men (íslenskrar hljómsveitar)
1. Little Talks - 227.725.200 áhlustanir. (Hagnaður: $1.366.351/isk 159.904.057) (já, 159 milljónir íslenskar)
2. Crystals - 40.219.792 áhlustanir. (Hagnaður: $241.318/isk 28.241.445)
3. Empire - 12.818.580 áhlustanir. (Hagnaður: $76.911/isk 9.000.894)
Tökum svo eitt og eitt stakt lag (mest spilaða lagið) hjá öðrum íslenskum tónlistarmönnum:
Sigur Rós:
1. Untitled #3 (Samskeyti) - 9.117.468 áhlustanir. ($54.704)
Björk:
1. Army of Me - 9.481.086 áhlustanir. ($56.886) (Naut aukinna vinsælla þökk sé kvikmyndarinnar Sucker Punch)
Glowie:
No More (ft. Stony) - 155.161 áhlustanir. ($930)
Stony (Íslenskur rappari):
1. Feel Good - 1.229.185 áhlustanir. ($7.375)
Bubbi Morthens:
1. Rómeó & Júlía - 245.516 áhlustanir. ($1473)
Aron Can (Íslenskur Rappari):
1. Enginn Mórall - 414.570 áhlustanir. ($2487)
Emmsjé Gauti
1. Strákarnir - 442.926 áhlustanir. ($2657)
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- Kóngur
- Póstar: 6079
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
ég var einmitt eins, sótti demo og annað, en af því að ég var bara krakki með enga vinnu og þar af leiðandi enga peninga, þá var ekkert annað í boði en að sækja krakkaðar útgáfur. Hinsvegar í dag þar sem ég er vinnandi maður með ágæt laun þá á ég efni á afþreyingu þá á ég á yfir 400 leiki á steam, stórt og mikið dvd og blu-ray safn og fleiri tugi leikja á leikjatölvur.kizi86 skrifaði:að setja samansem merki við 1 download = 1 tap er bara barnalegt í besta falli, skoðum t.d leikjasenuna, fyrir komu steam, ég var oft að sækja demo af leikjum sem mér leyst vel á, ef mér líkaði demo-ið, þá keypti ég leikinn, eða ef hann var ekkert super en langaði samt að spila hann þá bara sótti ég leikinn einhverstaðar með cracki, núna í dag, eru ekkert það mikið um demo versions af leikjum, þannig að í dag sæki ég oft leiki á þessar skráarskiptasíður, ef mér líst vel á leikinn, kaupi ég hann á steam (versla næstum alla mína leiki þar, eða allaveganna læt steam halda utanum leikina, fer oftast á http://www.isthereanydeal.com til að sjá hvar hvaða leikur er ódýrastur, oftast eru þetta bara steam cd keys sem færð hjá þessum síðum, bara mikið ódýrara en steam oftast), er núna með 56 leiki á steam accountinu mínu, flestir keyptir (sumir fríir), get sagt ykkur það alveg, að ef ég hefði ekki sótt leikina fyrst og prufað þá smá áður, þá væri ekki miklar líkur á að ég hefði keypt svona marga leiki..
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Svo ég segi bara hérna fyrirfram að ég er búinn að borga 1.490 kr fyrir Spotify í að verða 3 ár núna og nota það mikið. En mér finnst samt tónlistarfólki borgað of lítið.DJOli skrifaði: Tökum dæmi á Spotify.
Spotify borga $0.006 til 0.008 fyrir hvert streymi.
En þar sem margir, ef ekki flestir þessara tónlistarmanna eru hjá útgáfufyrirtæki, þá veit maður hver tekur stærstann hluta hagnaðarins.
Tökum svo eitt og eitt stakt lag (mest spilaða lagið) hjá öðrum íslenskum tónlistarmönnum:
Sigur Rós:
1. Untitled #3 (Samskeyti) - 9.117.468 áhlustanir. ($54.704)
Björk:
1. Army of Me - 9.481.086 áhlustanir. ($56.886) (Naut aukinna vinsælla þökk sé kvikmyndarinnar Sucker Punch)
Glowie:
No More (ft. Stony) - 155.161 áhlustanir. ($930)
Stony (Íslenskur rappari):
1. Feel Good - 1.229.185 áhlustanir. ($7.375)
Bubbi Morthens:
1. Rómeó & Júlía - 245.516 áhlustanir. ($1473)
Aron Can (Íslenskur Rappari):
1. Enginn Mórall - 414.570 áhlustanir. ($2487)
Emmsjé Gauti
1. Strákarnir - 442.926 áhlustanir. ($2657)
A) Spotify borgar minna fyrir Free spilun sem hefur yfirleitt verið mesta beefið sem flestir artistar hafa haft við Spotify. Og þetta er ekki svona alveg einfalt. Það skiptir artista miklu máli að þið séuð áskrifendur af Spotify svo þeir fái alvöru tekjur.
Enn ef við segjum bara 0,008$ dollara fyrir Íslenska artista. Þá á Emmsjé Gauti eina vinsælustu plötu ársins, hún virðist vera með svona ish 120.000 plays per lag á Vagg & Velta. 1.625.725 total streams. Það þýðir heildartekjur akkurat núna uppá $13005, 1.523.275,65 í efri mörkunum og nota bene fyrir skatt. Þetta er örugglega vinna uppá eigum við að segja 6 mánuði ( ekki minna ) sem myndi þýða mánaðarlaun uppá 253.879 kr. Og þá er ég ekki að reikna með kostnaði, en það kostar að taka plötuna upp og producera hana.
Burt séð frá því að mér finnst Innanríkisráðuneytið á villugötu ( eða ráðgjafar henni ) finnst mér tónlistarmenn alveg ótrúlega illa launaðir og vona fyrir þá að Sölvi og Óli Arnalds séu að fara gera eithvað flott með þeim.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Ágætis umræða.
Það gleymist smá að minnast á að núna eru tekjurnar orðnar pr. lag en ekki pr. plötu. Hér áður fyrr þurftu flytjendur að búa til 15-20 sæmileg lög, finna útgefanda, fjármagna útgáfuna, taka upp öll lögin, dreifa plötunum, markaðssetja sig og selja plöturnar í verslanir ... áður en þeir gátu farið að fá rgeitt til baka.
Sumir coxuðu og fengu aldrei $$$ upp í kostnað, stundum vegna lélegrar tónlistar en stundum vegna lélegrar markaðssetningar eða einhverskonar klikks í framleiðslu eða dreifingu.
Framleiðslugallar voru algengir og gæði endanlegrar vöru oft mjög misjöfn.
Í dag þá getur fólk tekið upp lag í heimahúsi, unnið það á einkatölvu og gefið það út á efnisveitu að eigin vali og fjárhagsleg áhætta viðkomandi er lítil sem engin og heildar fjárfesting í verkefninu "að gefa út lag" einungis brotabrot af því sem það var.
Við skulum bera saman þessa virðiskeðju s.s. það sem skapar virði fyrir neytendur tónlistar.
Virðiskeðja áður en internetið varð til:
1- Semja 10+ lög
2- Taka upp lög
3- Útsetja lög
4- Framleiða plötu
5- Dreifa plötu (fískum) um allan heim.
6- Virðisskapandi þjónusta milliliða/endursöluaðila
7- Neytendur gátu spilað lögin sín ókeypis nánast 4ever
Virðiskeðjan í dag:
1- Semja lag
2- Taka upp lag
3- Útsetja lag
4- Virðisaukandi þjónusta milliliða/endursöluaðila
5- Neytendur greiða fyrir tímabundinn aðgang að efni og fyrir dreifingu (s.s. neytendur greiða fyrir aðgang að internetinu og netnotkun).
M.v. ofantalið þá er mikill eðlismunur á þessu tvennu.
Að kaupa físíska framleiðslu, hlut sem framleiddur er og fluttur um allan heim með skipum, kostar að fjármagna, framleiða og að eiga á lager.
Það er allt annað en að greiða fyrir aðgang að lagasafni og svo greiða sjálfur nær allan kostnað við notkun/hlustun/áhorf.
Ef Bítlaæðið væri að bryja núna, hvort haldið þið að þeir mundu græða meira á, gamla fyrirkomulaginu eða því nýja?
Ég er nokkuð viss um að nýja fyirkomulagið mundi virka miklu betur fyrir þá, enda mikið úrval laga sem flest urðu gríðarlega vinsæl.
Það gleymist smá að minnast á að núna eru tekjurnar orðnar pr. lag en ekki pr. plötu. Hér áður fyrr þurftu flytjendur að búa til 15-20 sæmileg lög, finna útgefanda, fjármagna útgáfuna, taka upp öll lögin, dreifa plötunum, markaðssetja sig og selja plöturnar í verslanir ... áður en þeir gátu farið að fá rgeitt til baka.
Sumir coxuðu og fengu aldrei $$$ upp í kostnað, stundum vegna lélegrar tónlistar en stundum vegna lélegrar markaðssetningar eða einhverskonar klikks í framleiðslu eða dreifingu.
Framleiðslugallar voru algengir og gæði endanlegrar vöru oft mjög misjöfn.
Í dag þá getur fólk tekið upp lag í heimahúsi, unnið það á einkatölvu og gefið það út á efnisveitu að eigin vali og fjárhagsleg áhætta viðkomandi er lítil sem engin og heildar fjárfesting í verkefninu "að gefa út lag" einungis brotabrot af því sem það var.
Við skulum bera saman þessa virðiskeðju s.s. það sem skapar virði fyrir neytendur tónlistar.
Virðiskeðja áður en internetið varð til:
1- Semja 10+ lög
2- Taka upp lög
3- Útsetja lög
4- Framleiða plötu
5- Dreifa plötu (fískum) um allan heim.
6- Virðisskapandi þjónusta milliliða/endursöluaðila
7- Neytendur gátu spilað lögin sín ókeypis nánast 4ever
Virðiskeðjan í dag:
1- Semja lag
2- Taka upp lag
3- Útsetja lag
4- Virðisaukandi þjónusta milliliða/endursöluaðila
5- Neytendur greiða fyrir tímabundinn aðgang að efni og fyrir dreifingu (s.s. neytendur greiða fyrir aðgang að internetinu og netnotkun).
M.v. ofantalið þá er mikill eðlismunur á þessu tvennu.
Að kaupa físíska framleiðslu, hlut sem framleiddur er og fluttur um allan heim með skipum, kostar að fjármagna, framleiða og að eiga á lager.
Það er allt annað en að greiða fyrir aðgang að lagasafni og svo greiða sjálfur nær allan kostnað við notkun/hlustun/áhorf.
Ef Bítlaæðið væri að bryja núna, hvort haldið þið að þeir mundu græða meira á, gamla fyrirkomulaginu eða því nýja?
Ég er nokkuð viss um að nýja fyirkomulagið mundi virka miklu betur fyrir þá, enda mikið úrval laga sem flest urðu gríðarlega vinsæl.
-
- Kóngur
- Póstar: 6079
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Það sem ég feitletraði er ég ósammála.rapport skrifaði:Ágætis umræða.
Það gleymist smá að minnast á að núna eru tekjurnar orðnar pr. lag en ekki pr. plötu. Hér áður fyrr þurftu flytjendur að búa til 15-20 sæmileg lög, finna útgefanda, fjármagna útgáfuna, taka upp öll lögin, dreifa plötunum, markaðssetja sig og selja plöturnar í verslanir ... áður en þeir gátu farið að fá rgeitt til baka.
Í raun þurftu tónlistarmenn aðeins að semja 1-2 lög sem voru allt í lagi sem voru svo notuð til að auglýsa diskana og er það þetta sem var að skemma fyrir útgefendum þegar fólk fór að torrenta.
Fólk torrentaði heilu diskana fyrir eitt til tvö lög og útgefendur reiknuðu það sem tap á öllum lögunum þegar það var enginn áhugi fyrir restinni.
Útgefendur voru svo ekkert hrifnir af því þegar fólk gat keypt eitt og eitt lag á 99 cent í staðinn mandatory kaup á heilum disk upp á 10-13 dollara.
En svo eru líka til tónlistamenn sem gáfu frá sér fullar plötur af góðum lögum.
einnig þurftu tónlistamenn ekkert að fjármagna og auglýsa sig sjálfir nema þeir væru í indie markaðnum, en annars finnur útgefandinn tónlistamennina, gefur þeim pening fyrir X margar plötur á samningi og svo borgar útgefandinn brúsann en hirðir gróðann á öllum sölum. Stór hluti tekna hjá tónlistarmönnum voru tónleikar.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
worghal skrifaði:Það sem ég feitletraði er ég ósammála.rapport skrifaði:Ágætis umræða.
Það gleymist smá að minnast á að núna eru tekjurnar orðnar pr. lag en ekki pr. plötu. Hér áður fyrr þurftu flytjendur að búa til 15-20 sæmileg lög, finna útgefanda, fjármagna útgáfuna, taka upp öll lögin, dreifa plötunum, markaðssetja sig og selja plöturnar í verslanir ... áður en þeir gátu farið að fá rgeitt til baka.
Í raun þurftu tónlistarmenn aðeins að semja 1-2 lög sem voru allt í lagi sem voru svo notuð til að auglýsa diskana og er það þetta sem var að skemma fyrir útgefendum þegar fólk fór að torrenta.
Fólk torrentaði heilu diskana fyrir eitt til tvö lög og útgefendur reiknuðu það sem tap á öllum lögunum þegar það var enginn áhugi fyrir restinni.
Útgefendur voru svo ekkert hrifnir af því þegar fólk gat keypt eitt og eitt lag á 99 cent í staðinn mandatory kaup á heilum disk upp á 10-13 dollara.
En svo eru líka til tónlistamenn sem gáfu frá sér fullar plötur af góðum lögum.
einnig þurftu tónlistamenn ekkert að fjármagna og auglýsa sig sjálfir nema þeir væru í indie markaðnum, en annars finnur útgefandinn tónlistamennina, gefur þeim pening fyrir X margar plötur á samningi og svo borgar útgefandinn brúsann en hirðir gróðann á öllum sölum. Stór hluti tekna hjá tónlistarmönnum voru tónleikar.
Jamm, við erum sammála sýnist mér, bara ekki um hvort að það þurfti "sæmileg" eða "bara einhver" lög til að fylla upp í plássið á heilli plötu.
-
- Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Það er t.d alveg galið að fylgjast með öllu upplýsingaflæði sem fer fram í þágu málstaðar hagsmunaraðila. Bitnar að öllum líkindum helst á hinum almenna notenda en ekki þeim tölvunördum sem kunna að notfæra sér dulkóðuð samskipti/kunna að setja upp sinn eigin póstþjón og þess háttar.
En heimurinn er jú að breytast og það þarf að læra að takast á við nýjar ógnir eins og 3d prentun á vopnum og þess háttar (sama hvernig það verður leyst).
En heimurinn er jú að breytast og það þarf að læra að takast á við nýjar ógnir eins og 3d prentun á vopnum og þess háttar (sama hvernig það verður leyst).
Just do IT
√
√
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Helsta ástæðan fyrir því að tónlistarmenn hérlendis eru ekki að fá nóg borgað er vegna þess að flest útgáfufyrirtæki starfa enn þann dag í dag eftir ævafornri formúlu.
Formúlan er þannig að útgáfufyrirtækið tekur sirka 80% af hagnaði fyrir útvarpsspilun (sem er spilun tónlistarinnar í heild sinni, fyrir utan auðvitað tónleikaspilun).
En vandamálið við það að útgáfufyrirtækið sé að taka 80% af þessari spilun, er að þetta getur verið, og er í mörgum tilfellum helsta hagnaðarleið tónlistarmanna.
Mugison er til dæmis með sitt eigið útgáfufyrirtæki sem heitir Múgíbúgí, og út frá því geri ég ráð fyrir að hann fái mestanpart þessara $0.006-0.008 fyrir lög hans sem spiluð hafa verið á spotify, og ég bendi einnig á að 'Murr Murr' hefur fengið 289.849 áhlustanir & 'Stingum Af' 208.456 áhlustanir.
En ef ég man rétt, þá græddi hann mest á því að hanna plötuumslag geisladisksins 'Haglél' sjálfur, og að hafa einmitt reynt að selja eins mikið af honum og hægt var sem ef ég man rétt náði 24 milljónum í hagnaði. Það hefur örugglega endað í 8-12 milljónum eftir skatt, og þjófnað ríkissins, og mig langar ekki að vita hvað STEF fengu mikinn hlut.
Formúlan er þannig að útgáfufyrirtækið tekur sirka 80% af hagnaði fyrir útvarpsspilun (sem er spilun tónlistarinnar í heild sinni, fyrir utan auðvitað tónleikaspilun).
En vandamálið við það að útgáfufyrirtækið sé að taka 80% af þessari spilun, er að þetta getur verið, og er í mörgum tilfellum helsta hagnaðarleið tónlistarmanna.
Mugison er til dæmis með sitt eigið útgáfufyrirtæki sem heitir Múgíbúgí, og út frá því geri ég ráð fyrir að hann fái mestanpart þessara $0.006-0.008 fyrir lög hans sem spiluð hafa verið á spotify, og ég bendi einnig á að 'Murr Murr' hefur fengið 289.849 áhlustanir & 'Stingum Af' 208.456 áhlustanir.
En ef ég man rétt, þá græddi hann mest á því að hanna plötuumslag geisladisksins 'Haglél' sjálfur, og að hafa einmitt reynt að selja eins mikið af honum og hægt var sem ef ég man rétt náði 24 milljónum í hagnaði. Það hefur örugglega endað í 8-12 milljónum eftir skatt, og þjófnað ríkissins, og mig langar ekki að vita hvað STEF fengu mikinn hlut.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: herör gegn "ólöglegu niðurhali"
Vildi bara benda á "Fund fólksins" sem er í Norræna húsinu í dag. Sá þetta bara áðan á visir.is, en kl.12 hefst umræða um Kasettugjaldið - framtíð höfundaréttar þar sem fulltrúar STEF, SFH, RSÍ, SÍK, MYNDSTEF og FJÖLÍS sitja fyrir svörum.
Hægt er að fylgjast með í beinni á vísi eða livestream
Hægt er að fylgjast með í beinni á vísi eða livestream
5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q