Er einhver snillingur hér um loftnetskaplamerkisdreifingu í húsum.
Í sjónvarpi 2 fæ ég svo óskýra mynd (lélegt merki væntanlega) en það virkaði fínt með breiðbandinu.
Breiðbandið var tekið inn í bílskúr og þar er magnari á loftnetssnúrukerfið. Aftengdi breiðbandsinput og tengdi kapal frá myndlykli inn á magnara (amplifier). Aftengdi ónotaðar lagnir úr deilidós.
Það sem ég er að pæla:
Er enginn kraftur á amino outputinu eða ætli lagnir séu slakar.
Hefur einhver áhrif að hafa bara 1 af 2 out tengingum á magnara tengt? (Það eru 1 in og 2 out á amplifier)
Er betra að færa magnara í sjónvarpsherbergið til að hafa nær source merki, eða bæta öðrum við?
Er þetta allt í ruglinu og fjarlægja coax og setja cat5 í staðinn? ókostur: kostar leigu á auka myndlykli og leiðinlega vinnu fyrir mig.
[img] [/img]
Eins og alltaf eru allar hugmyndir/hjálp vel þegin og í versta falli þá fékk ég að skrifa " loftnetskaplamerkisdreifingu" 2svar
