Skjákort í sýndarvél á Linux

Svara

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Skjákort í sýndarvél á Linux

Póstur af asgeirbjarnason »

Hæ.

Hefur einhver hérna prófað að keyra Windows sýndarvél ofaná Linux og assigna skjákorti beint á hana? Ég er að fikta mig áfram í því, en fæ alltaf villu 43 á skjákortið í device manager þegar ég geri þetta. Hjálp?
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort í sýndarvél á Linux

Póstur af DJOli »

i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort í sýndarvél á Linux

Póstur af asgeirbjarnason »

DJOli skrifaði:Búinn að lesa yfir þetta?
Ekki nákvæmlega þessa grein, en búinn að gera Device Manager uninstall / scan hardware dansinn nokkrum sinnum með mismunandi VM stillingum.

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort í sýndarvél á Linux

Póstur af asgeirbjarnason »

Setupið er btw svona:

Nvidia GTX 760 skjákort
i7 6700 örgjörvi
Z170 chipset
KVM hypervisor
Fedora stýrikerfi á host vélinni
Windows 10 stýrikerfi á sýndarvélinni
Sýndarvélin sett upp gegnum virt-manager og síðan handvirkt edituð með virsh edit wingame (wingame er nafnið á sýndarvélinni)
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort í sýndarvél á Linux

Póstur af Dagur »

Fyrir hvað þarftu Windows. Er ekki í boði að nota wine?

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort í sýndarvél á Linux

Póstur af asgeirbjarnason »

Þrjár ástæður:

1) Miðað við þau benchmark sem ég hef séð er hærra performance í gpu passthrough en í Wine
2) Wine á það til að vera soldið happa-glappa, sumir leikir virka illa í Wine
3) Því mér finnst þetta áhugavert fiktverkefni

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort í sýndarvél á Linux

Póstur af asgeirbjarnason »

Smá update, því þessi þráður virðist hafa svo miklar og góðar undirtektir. Þegar ég boota af fedora install diski fæ ég mynd á skjáinn sem er tengdur við skjákortið sem er tengt við sýndarvélina. Síðan prófa ég að setja fedora upp á sýndardiskinn á sýndarvélinni og ræsa sýndarvélina af þeim sýndardiski, en fæ þá ekki mynd. Fæ heldur ekki mynd þegar ég ræsi af Ubuntu install diski, bara af fedora install diskinum.
Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort í sýndarvél á Linux

Póstur af Demon »

Endilega láttu vita ef það gengur að setja þetta upp.
Þetta er klárlega áhugavert fiktverkefni.

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort í sýndarvél á Linux

Póstur af asgeirbjarnason »

Jæja, það tók svona smá tíma, en ég komst loksins kominn lengra. Það var greinilega ekki UEFI boot stuðningur í firmwareinu á skjákortinu sem ég er að nota. Þurfti að fara á spjallborðið hjá MSI og biðja sérstaklega um nýtt firmware frá þeim með þessum stuðningi. Núna get ég ræst ræst Windows vél og skjákortið fer í gang. Var hinsvegar búinn að fokka svo mikið í sýndarvélinni að ég þarf að byrja frá grunni með hana. Sjáum til hvernig gengur að setja Nvidia driverana inn.
Svara