Ég hugsa að maður geti aldrei gert þær kröfur með ódýran(ish) mæli sem áhugamaður að fá liti eitthvað 100%, en maður getur sennilega komist nær því rétta en out of the box. Við erum að tala um mælitæki, sem um gildir eins og önnur mælitæki að það hefur ákveðna skekkju og óáreiðanleika í mælingum, sömuleiðis myndast svo einhver frávik sökum notanda etc þannig 100% réttir litir er ekki til í þessu

.
Ég skoðaði þetta eitthvað frameftir í gær, þetta ætti ekki að vera neitt stórkostlegt mál að gera þetta sjálfur en er svona leiðinlega dýrt kannski (amk ef maður er ég og sættir sig ekki við ódýra mæla). Þeas ég er kominn á það að ef ég ætti að gera þetta þá myndi ég vilja fara í i1display pro frá x-rite, það er mælir sem er með töluvert betri endingartíma en spyder ásamt því að vera töluvert nákvæmari out of the box (spyder mælarnir faila á dökkum litum). Sá mælir fæst á 2 stöðum á íslandi á 40 þúsund á báðum. Virðist ekki standa til boða að leigja hann enda eru þetta viðkvæm tæki og eflaust erfitt að halda úti einhverri leigu á þessu (þó ég væri sennilega til í að greiða alveg 10k fyrir að fá svona heim yfir helgi).
Element sem gerir þessa DIY leið aðeins súrari er samt klárlega þessir endingartímar, spyder mælir er ekki áreiðanlegri en out of the box calibration á sjónvarpi eftir 2-3 ár, þannig maður er ekki mikið betur settur með keyptan mæli en bara að greiða fyrir staka kvörðun ef það væri í boði. i1display á að endast lengur en ekkert er gefið upp og lítið hægt að tryggja í þannig málum (eflaust unit to unit variance og því erfitt að segja), það kostar eins og tækið að fá þetta endurkvarðað. Þetta þýðir að fyrir svona mann eins og mig, þá sennilega mun hann alltaf ná bara að fylgja núverandi sjónvarpi og ekki endast í það næsta. Jú ég get endurcalibratað sjónvarpið á hálfs árs fresti eða svo ef á á mælinn sjálfur sem er svosem ágætis kostur (skjáir geta breyst með tíma, en við erum samt að horfa á eitthvað voðalega mikið nitpicking) og sömuleiðis get ég kvarðað alla skjái í húsinu (en ekki bara 1 sjónvarp). Nú þarf maður að gera upp við sig hvort peace of mind og það að fá rétta liti í sjónvarp sé 40.000 króna virði
edit: hér er guide fyrir calibration með hcfr fyrir áhugasama, updated guidinn notar hugbúnað sem kostar þannig sá gamli er eiginlega meira relevant.
http://www.curtpalme.com/forum/viewtopic.php?t=10457