Er einhver hérna sem veit um hvar eða hvort það er hægt að nálgast kort yfir hvar ljósleiðarinn er nú þegar lagður (á akureyri).
Ég sendi tölvupóst á þá sem eru að leggja þetta hérna og fékk bara svarið að ég gæti tékkað á hverju heimilisfangi fyrir sig
Erindi dagsett 28. apríl 2014 frá Ingimar Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir framkvæmdaleyfi til uppbyggingar á ljósveitu Mílu á tveimur svæðum á Akureyri. Meðfylgjandi er kort af svæðunum sem um ræðir.
Tengir er með ljósleiðarann á akureyri. Míla er bara með ljósnetið sitt. Veit að akureyrarbær er búinn að skrifa undir samning við þá um að leggja ljósleiðarann í öll heimili í bænum.
Þegar þetta var fyrst í boði fyrir Kansas sem tilraun fyrir ekki löngu síðan fannst manni þetta vera langsóttur draumur hérna heima.....en þetta er komið.