Ég er að spá í að fá mér uppfærslutilboð n.r. 6 frá tölvulistanum það hljómar svona:
Örgjörvi - AMD Athlon64 3000+ með 640K cache, 1600FSB og Hyper Transport
Örgjörvavifta - Mjög hljóðlát örgjörva kælivifta frá AMD sérstaklega fyrir Athlon64
Móðurborð - MSI K8N NEO FSR - AMD64, nForce3, 3xDDR400, SATA Raid, 8xUSB2
Vinnsluminni - 512MB DDR 400MHz hágæða minni frá Corsair með lífstíðarábyrgð
Hljóðkort - 8rása Dolby Digital 7.1 hljóðkerfi (frábært í leiki og bíómyndir)
Annað - Gigabit netkort, Serial ATA150 og ATA100 diskstýringar, og svo miklu meira.
Það sem ég er að spá í er eitthvað vit í þessu. Er þetta góð vél og er þetta gott verð?
bara mjög venjulegt verð myndi ég halda. afhvejru kaupriu þetta ekki bara í hlutum. það er að segja velur sjálfur móðurborð, minni og örgjörfa. það er líklega ódýrara og þú færð pottþétt betri hluti.