Var sjálfur að panta Palit Super jetstream GTX 1070 frá Kísildal í gær.
https://kisildalur.is/?p=2&id=3207 ..uppfærsla frá AMD 7950 kortinu. er með 1080p / 144Hz skjá og þetta er klárlega málið til að halda stöðugu FPS í 100+ ..nota oftast ekki AA svo þetta á eftir að duga mér næstu árin sýnist mér.
Ef þú ætlar í GTX 1070 kort þá myndi ég mæla með Palit frá Kísildal. það eru 2x 100mm viftur á sem kæla mjög vel miðað við aðrar kælingar sem nota minni viftur á hærri snúning. og svo er "shroudið" boxið sjálft ekki lokað utan um allt heatsinkið eins og hjá mörgum. vifturnar blása niður í gegnum heatsinkið og út.
Mér fannst þetta pínu dýrt kort jú. en það er betra að eiga við tölvuverslanir hér á landi uppá ábyrgð og annað. og svona kort á eftir að endast í alveg 2-3 góð ár miðað við þróun skjákorta og leikja síðustu ár. og nei örgjörvinn hjá þér er ekki að draga neitt úr performance hjá þér. myndi samt reyna ná honum í 4.0 Ghz bara svona til að vera búinn að því. þeir gera það langflestir sem eiga svona örgjörva og með sæmilegri kælingu bara .
svo er þetta bara drullu öflugt kort. þú getur uppfært aðra hluti tölvunar á næstunni. en þetta er töluvert betra en að kaupa AMD 480X núna og þurfa svo að uppfæra aftur fyrir sama pening næsta sumar.
ég mæli alveg með þessu.. fyrir mér er skjákortið alltaf aðalmálið í tölvunni

Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.