Breytingar á Ljósneti og ADSL

Svara

Höfundur
HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Staða: Ótengdur

Breytingar á Ljósneti og ADSL

Póstur af HringduEgill »

Sælir Vaktarar.

Við hjá Hringdu erum að lækka verðin og samræma verðskrá fyrir internet þann 1. september. Í mars þá kynntum við nýtt verð á ljósleiðara og núna erum við að lækka verðið á ljósneti og ADSL til samræmis við það. Það verður því eitt línugjald (2.580 kr.) og sama verð á hraða hvort sem þú ert á ljósleiðara eða ljósneti. Viðskiptavinir okkar munu allir fá póst um það hvaða áhrif breytingin hefur en við erum einungis að færa fólk sjálfkrafa í nýja leið sem sparar á því. Það eru yfir 60% viðskiptavina á ljósneti og yfir 90% viðskiptavina á ADSLi.

Svona er nýja verðskráin:

ADSL
15 GB: 1.990 kr.
12 Mbit Ótakmarkað: 3.990 kr.

Ljósnet
15 GB: 1.990 kr.
50 Mbit Ótakmarkað: 3.990 kr.
100 Mbit Ótakmarkað: 5.990 kr.

Línugjald er 2.580 kr.

Þetta ætti að vera ágætis lækkun fyrir þá sem eru fastir á koparnum þannig við búumst við að fólk taki ágætlega í þetta!

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar á Ljósneti og ADSL

Póstur af Viggi »

Fær landsbygðarfólkið þennan díl líka? Þar sem þetta er í gegnum mílu hérna megin. Er með 50 Mbit ótakmarkað ljósnet.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Höfundur
HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar á Ljósneti og ADSL

Póstur af HringduEgill »

Viggi skrifaði:Fær landsbygðarfólkið þennan díl líka? Þar sem þetta er í gegnum mílu hérna megin. Er með 50 Mbit ótakmarkað ljósnet.
Skiptir ekki máli hvar þú ert. Ef við getum selt þér ljósnet/adsl þá er sama verðskrá.
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar á Ljósneti og ADSL

Póstur af emmi »

Glæsilegt!
Svara