Sælir
Ég var alltíeinu að fá slakan internet hraða sem hefur bara ekki komið fyrir þau 4 ár sem ég hef haft ljós í gegnum GR og Vodafone.
Þannig að ég enduræsi router og Telsey box, en eftir endurræsingu þá er Telsey boxið ekki að gefa routernum IP tölu.
Einnig prófaði ég að beintengja tölvuna í Telsey boxið en engin úthlutun á IP tölu heldur. og ég prófaði að fara á þessa síðu http://front01.gagnaveita.is/SELFCARE/index.do en fæ hana ekki upp með tölvuna beintengda.
Buinn að prófa að marg endurræsa allt en afruglarinn fær sitt og allar stöðvar inni.
Hafið einhver ráð fyrir mig?
Ljósleiðarabox gefur ekki IP tölu "Problema" "Help"
Ljósleiðarabox gefur ekki IP tölu "Problema" "Help"
CIO með ofvirkni
Re: Ljósleiðarabox gefur ekki IP tölu "Problema" "Help"
Prufa að factory resetta ljósleiðaraboxið?
Re: Ljósleiðarabox gefur ekki IP tölu "Problema" "Help"
Ég lenti í því fyrir rúmum mánuði síðan að routerinn hjá mér fékk ekki IP tölu. Eftir að hafa farið í restart ferlið á routernum og boxinu (og ekkert breyttist) endaði ég á að hringja í minn ISP og fékk þá þau svör að þeir sem ég hafði verið með netið hjá 2 mánuðum fyrr hefðu fiktað eitthvað í stillingunum mínum og sett sig sem fyrsta ISP þannig að þeir sem ég var nýlega kominn með þjónustuna til gátu ekki veitt mér þjónustu fyrr en þeir löguðu stillinguna. Datt inn hjá mér eftir að stillingin var löguð og ljósleiðarabox/router endurræst.