Fyrir ekki svo löngu fór ég að leita að góðum space leik til að sökkva í og eftir smá rannsóknarvinnu ákvað ég að fjárfesta í Eve Online Premium edition á Steam, leikurinn að fá flotta dóma og marga mjög nýlega.
Ég spilaði þennan leik fyrir nokkrum árum, ekki mikið enda var hann alltof flókinn fyrir óþroskaðann mig á þeim tíma og því var ég fljótur að gefast upp, en hann sat alltaf fastur í minninu vegna þess hve fallegur hann var og mig langaði oft að snúa til baka.
Það sem stoppaði mig alltaf var sú hugsun að þessi leikur væri of gamall, hann gæti ekki verið skemmtilegur í dag þar sem hann kom út árið 2003.
I. Was. Wrong.
Stórskemmtilegur leikur, CCP eru búnir að breyta mörgu og taka á móti nýjum spilara eins og mér með teppi, heitu kakói og faðmlagi.
Samfélagið í Eve Online virkar skemmtilega, og margir sem eru alltaf tilbúnir til þess að hjálpa.
Stóra spurningin er í raun sú,
Ert þú að spila Eve Online í dag ?
Hvet ykkur til að prófa trial sem hægt er að sækja á heimasíðu Eve Online

http://secure.eveonline.com/trial/?invc ... tion=buddy
(Recruit a friend linkur, tengdur við characterinn minn í leiknum svo með því að nota þennan link ætti ég að vera í friends listanum ykkar automatískt.)