appel skrifaði:Ef PC tölva fyrir þetta kostar 250 þús. og Vive headset 150 þús, þá er þetta 400 þús kr. pakki.
En græjan þyrfti líka að vera hlaðin leikjum til að prófa, og það er kannski 50 þús kall í software.
Samtals 450 þús.
Útleiga á um 20 þús á viku myndi þýða að ROI (return on investment) væri 22,5 vikur, sem er næstum hálft ár, svo lengi sem þetta er í útleigu 100% af tímanum, sem mér finnst ólíklegt.
Svo er ekki inni í þessu öll vinna og umstang við þetta, og svo tech support og jafnvel uppsetningaraðstoð.
Í raun þyrfti að leigja þetta út á um 40 þús á viku og klára ROI á rúmlega 10 vikum.
Held að enginn sé að fara borga 40 þús fyrir að fá að leika sér í þessu í 1 viku.
Hvað er það? 6þús á dag svona sirka? 5,714 þús? Ég myndi alveg borga það ef hægt væri að taka þetta dag fyrir dag í stað viku fyrir viku... Finndist mér þá að það ættu að vera einhverjir VR Ready leikir á vélinni sem maður væri að fá leigða og myndi ég alveg borga 1-2000 á dag fyrir svoleiðis díl. 8 þús fyrir daginn með nokkrum leikjum til að prufa? Það er ágætt. Þar sem ég hef komið fyrir 22 tímum við tölvuna á einum degi, þá væri alveg hægt að leigja þetta dót klukkan 8, sitja í tölvuni mest allann daginn og nótt, prufa allt sem er instalað á vélina og skila þessu svo um 8 leitið daginn eftir... Þynnri eftir alla andvökuna og tölvuleikja spilunina en eftir þjóðhátíð.
En þá er ég bara svona að miða við hvernig ég hátta mínum tölvuleikja spilunum og það að ég verði ekki sjóveikur as shit við að nota þetta...
Og ef eitthvað fyrirtækið tæki 10 svona græjur og svona vélar og myndi bjóða uppá möguleikann að leigja bara græjuna, þá væri þessi peningur kominn in no time. Þá væri líka mögulega ódýrara að leigja svona dót. Annars finnst mér 6 þús á dag bara fyrir græjuna sjálfa alveg fair. Hvað kostar að leigja Segway? Er það ekki eitthvað álíka?
Skv. Aha.is
https://www.aha.is/segway-0513 þá kostar ríflega 6000 krónur, með þessu tilboði, einn kynningartúr á Segway á meðan fullt verð er 8100. Ef fólk er tilbúið til þess venjulega að borga 6-8 þús fyrir klukkutíma eða tvo á Segway þá er það líklegast til í að borga 6-10 þús fyrir daginn með VR, leikjum og VR Ready tækjum og tólum.
Það er nefninlega ágætis potential client base fyrir einungis VR græjuna, allir þeir sem eru komnir með GTX 1070-1080. Svo fann ég þetta online;
http://www.pcgamer.com/vive-and-oculus- ... ost-games/
Sem þýðir að ég, eins og vélin mín er núna, ætti að geta keyrt flesta leiki með þessum tvem R9 290 kortum mínum þar sem eitt svoleiðis er álíka og eitt 970 þegar horft er á performance.
http://www.trustedreviews.com/opinions/ ... 290_Page-2
Hell, það er fullt af fólki með 980 í vélunum sínum. Og er það kort meira að segja aðeins betra en 970. Og svo auðvitað þeir sem stukku á 980ti bandwagon'ið...
Þó maður sé ekki að fá 60fps í þessum VR leikjum þá eru þeir alveg spilanlegir með average gaming rig eins og tölvan mín myndi heita í dag þegar GTX 1080 er komið út.
Og flestir out there sem eiga vél sem gæti keyrt einhverja VR leiki í lágum gæðum eru ekkert að kippa sér upp við það að fá 30fps. Það erum bara við Elítistarnir sem viljum 60fps í Ultra.
Þannig að það að leigja út vél líka, einungis til þess að nota í svona VR væri eiginlega ekkert nauðsynlegt. Ekki nema þú eigir bara eitt 970/R9 290 og viljir 60fps í Ultra.
Aðal client base'ið, gamer'arnir, eiga hvort eð er ágætis vélar sem gætu keyrt VR í mid to very high gæðum
Þú sérð það að fyrir SteamVR þá er 380 í 3,50 á meðan 970 er í 6,90. Og í 3,50 var 380 í "Capable" skv. þessu, sem segir mér að 970 sé bara tilvalið í medium SteamVR keyrslu. Eru Vive og Rift eitthvað mikið þyngri en SteamVR í keyrslu?
http://www.tomshardware.co.uk/steamvr-p ... 33488.html
Þrátt fyrir að VR Ready og VR Capable sé ekki, og kannski langt frá því, að vera það sama, þá ímynda ég mér að Capable sé s.s. 30fps í low to mid graphics á meðan VR Ready sé í 50-60fps high to ultra graphics.
Og menn eins og bróðir minn t.d. myndu ekki hata það að geta keyrt VR í 30fps þó það væri ekki nema bara rétt svo í low graphics, þar sem hann spilaði alltaf CSGO í 30 fps í low á Makkanum sínum. Elskaði það svo sem ekki, en er samt kominn með 311 klukkustundir í CSGO með þeirri aðferð.
Það er fullt af fólki þarna úti sem myndi sætta sig við þessi gæði. Og fullt af fólki sem myndi gera hvað sem er til þess að geta keyrt leikina í 60fps í ultra.
Point being: Það er helvítis hellings markaður fyrir leigu á bæði VR græju með eða án ultra gaming rig. Og fólk væri vel tilbúið að geta borgað t.d. 20 þús fyrir 3 daga með öllu eða t.d. 9 þús fyrir bara VR græjuna í þrjá daga(Helmingaði bara kostnaðinn af öllum pakkanum með vél og allt, þó ég viti að það myndi enginn heilvita maður leigja þessa græju út á 3 þús á dag).
Mín vél verður VR Ready ef ég kem einhvern tímann GTX 1080 í vélina hjá mér.
Annars ímynda ég mér að hún sé VR Capable eins og er
Ég ætla, aldrei þessu vant, að restart'a tölvuni minni viljandi svo ég geti testað ramið mitt og sækja svo SteamVR Performance Test til þess að sjá hvað mín segir við þessu öllu saman.
Adios!
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.