Sjónvarp Símans er rétthafi EM á Íslandi. RÚV sýnir leikina á grundvelli samkomulags við Sjónvarp Símans.
Landsleikur Íslands og Englands í kvöld verður í beinni útsendingu á RÚV, Rás 2, Sjónvarpi Símans, Sarpsappi RÚV og Sjónvarps-appi Símans.
Leiknum er því miður ekki streymt á vef RÚV.is vegna réttindamála.
Það er náttúrulega enginn munur á að dreifa efni í gegnum app eða vef (og vodafone/síminn eru bara IPTV þjónustur þannig að sama tæknin er líka notuð þar).
Ég er ekki með loftnet þannig að ef ég vil horfa á þetta í sjónvarpinu mínu þá þyrfti ég að fara og borga vodafone 1300kr mánaðargjald fyrir afruglara.
Ótrúlegt að henda þessu á mann 5 tíma fyrir leik og ég er bara heppinn að hafa séð þetta.
(Ég get auðvitað fundið strauminn sem rúv appið notar en það er annað mál)
Landsleikur Englands og Íslands verður í beinni útsendingu á RÚV og sjónvarpi Símans og útvarpað á Rás 2. Leiknum verður ekki streymt á vef RÚV.is vegna réttindamála en það verður hægt að horfa á hann í Sarps appi RÚV, í símum og spjaldtölvum, og á sjónvarpsappi Símans.
Sjónvarp Símans hefur dreifingarréttinn á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi á Íslandi og náðist samkomulag um að RÚV sýndi líka leiki Íslands á mótinu svo dreifingin næði til nær allra landsmanna.
Þrír fyrstu leikirnir voru sýndir á RÚV og á RÚV.is en að beiðni Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, verður leikjunum hér eftir ekki streymt á netinu heldur verða þeir sýndir öppum þar sem þau veiti betri vörn gegn ólöglegri dreifingu efnis. Því varð úr að hægt verður að horfa á leikina í Sarpsappi RÚV og á sjónvarpsappi Símans.
hfwf skrifaði:Rás 2 var að auglýsa að leikurinn yrði syndur í sarpi rúvs, gömul auglýsing bókað, en þetta er síminn being a dick.
er ekki Síminn bara að fara eftir reglum UEFA ?
Ég bara skil ekki hvernig þetta er þeirra bissness. Keypti Síminn ekki réttinn til að sýna þetta hérna heima? Og Síminn gerði samning við RÚV um að sýna íslensku leikina í opinni dagskrá?