Bílprófspælingar
Bílprófspælingar
Þannig er mál með vexti að ég fékk bílpróf fyrir nokkrum árum þegar ég átti bíl og bjó utan höfuðborgarsvæðisins þar sem ég þurfti þetta. Svo flutt ég í bæinn og seldi bílinn en átti alltaf eftir að klára ökuskóla 3 og fá fullnaðarskírteinið svo að bráðabirgðaskírteinið mitt rann út fyrir rúmum 2 árum. Er einhver hérna sem hefur farið í gegnum eitthvað svipað og veit hvað ég þarf að taka núna til að fá prófið aftur? Er ekki með neina punkta eða neitt svoleiðis, þetta rann bara út. Þarf ég að fara í gegnum prófið aftur eða einhverja ökutíma? Veit að ég þarf ábyggilega að taka að minnsta kosti ökuskóla 3 til að klára þetta en þarf ég að finna mér annan ökukennara? Ef svo er, gætuð þið mælt með góðum ökukennara í höfuðborginni? Held að minn gamli sé hættur að kenna.
-
- Nörd
- Póstar: 137
- Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
- Staða: Ótengdur
Re: Bílprófspælingar
Held þú þarft að byrja aftur í námi ef það eru liðin meira en 2 ár
No bullshit hljóðkall
Re: Bílprófspælingar
Prufaðu að herya í þeim hjá Ekill.is Þeir ættu að vera með 100% svör við þessu.
Intel i7 7700k, Gigabyte G1 Gaming GTX1070, 2x8 gb DDR4, PRIME Z270-K, Thermaltake 730W 80 Plus, Fractal Design Define R5.
Re: Bílprófspælingar
Hringdu í sýslumanninn í Kópavogi, þeir geta sagt þér allt um þetta.. held þú þurfir að fara í akstursmat og mögulega ökuskóla 3, þá mæli ég með manni að nafni Grímur Bjarndal, ótrúlega góður og þægilegur að eiga við, finnur hann á ja.is
Tölvan mín er ekki lengur töff.