Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Svara

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af asgeirbjarnason »

Sælir Vaktarar.

Ég er með CCNA gráðu og nokkuð langa reynslu af netmálum en hef verið verkefnalítill að undanförnu. Er að pæla hvort einhverjir vilji hjálp við CCNA undirbúning. Ekki alveg viss um hvernig ég myndi verðleggja það, þyrfti bara að spila það eftir eyranu ef einhver tekur jákvætt í þetta.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af Hjaltiatla »

Sæll

Ertu að meina að þú sért með CCNA gráðu og ert að undirbúa þig fyrir CCNP og vantir aðstoð ?

Er ekki með Cisco gráðu (reikna ekki með að taka hana nema að ég fari að vinna við netmál) en hef alltaf verið inná Cisco Irc rásum til að fylgjast með nördaspjallinu á Freenode irc networkinu. Mæli allvegana með að mæta á það spjall færð alveg örugglega eitthvern stuðning þar.

Mynd

Sjálfur er ég að taka U-beygju í mínum ferli og vera meira Linux/open source meginn í bransanum og er að læra næstu mánuði inná https://linuxacademy.com. Mæli hiklaust með þeirri síðu ef þú villt bæta við þið einhverri linux/amazon web services/Openstack eða Devops þekkingu

Gangi þér annars vel
Just do IT
  √

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af asgeirbjarnason »

Nei, er að meina að ég væri tilbúinn að hjálpa öðrum að læra fyrir CCNA, en takk samt fyrir ráðleggingarnar. Linux Academy síðan lítur áhugaverð út.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af Hjaltiatla »

Haha , vá hvað ég hef bæði lesið þetta skakkt og verið að fylla inní eyðunar í mínum eigin heimi :sleezyjoe Svona er að vera að horfa á sjónvarpið og spjalla á vaktinni á sama tíma.

En gott mál , ég tek þig kannski á orðinu ef ég fer í undirbúning fyrir CCNA.
Just do IT
  √

htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Staða: Ótengdur

Re: Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af htmlrulezd000d »

Sæll, ég er að hugsa um að taka kerfisstjórnun í Janúar2017 (hjá promennt)og er einmitt búinn að vera hugsa um auka aðstoð með námi eða eitthvað álíka. Ég gæti kannski haft samband þá. Núna í augnablikinu er ég að fara yfir CCNA myndbönd frá CBT nuggets til að undirbúa mig fyrir komandi nám, bara svo ég hafi grunn yfir hvað ég er að fara í. Mér finnst þetta mjög áhugavert. Hefuru einhverjar ábendingar hvað væri sniðugt að gera til að undirbúa sig fyrir CCNA, ég er allveg smá stressaður útaf þetta er mikið efni en mig langar að kunna þetta.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af Hjaltiatla »

Þar sem það er enginn búinn að svara þér þá get ég allavegana bent þér á frítt trial hjá Safaribooksonline.com (í 10 daga).

Þar inni er hægt að velja sér margar mismunandi samansettar námsbrautir t.d: Learning Path: Networking for Sysadmins:. Þú færð líka aðgang að Cisco námsefni ef þú þarft á að halda. Held það sé samt betra að fara í gegnum þessa námsbraut fyrst áður en maður fer útí Vendor specific námsefni eins og CCNA (Það er allavegana mín skoðun).

Hérna er linkur í það efni: https://www.safaribooksonline.com/libra ... 491958285/

Einnig er Eli the computer guy með ansi gott "in the real world" kennsluefni um networking á Youtube: https://www.youtube.com/playlist?list=P ... 1082F6F2A5 (getur hjálpað fólki að setja hlutina í ákveðið samhengi).
Just do IT
  √

htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Staða: Ótengdur

Re: Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af htmlrulezd000d »

Hjaltiatla skrifaði:Þar sem það er enginn búinn að svara þér þá get ég allavegana bent þér á frítt trial hjá Safaribooksonline.com (í 10 daga).

Þar inni er hægt að velja sér margar mismunandi samansettar námsbrautir t.d: Learning Path: Networking for Sysadmins:. Þú færð líka aðgang að Cisco námsefni ef þú þarft á að halda. Held það sé samt betra að fara í gegnum þessa námsbraut fyrst áður en maður fer útí Vendor specific námsefni eins og CCNA (Það er allavegana mín skoðun).

Hérna er linkur í það efni: https://www.safaribooksonline.com/libra ... 491958285/

Einnig er Eli the computer guy með ansi gott "in the real world" kennsluefni um networking á Youtube: https://www.youtube.com/playlist?list=P ... 1082F6F2A5 (getur hjálpað fólki að setja hlutina í ákveðið samhengi).
takk fyrir þetta :D ! skoða þetta pottþétt
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af Hjaltiatla »

Minnsta mál.
Just do IT
  √

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af asgeirbjarnason »

Ertu með aðgang að einhverjum Cisco búnaði, htmlrulezd000d? Lang besta leiðin til þess að fá smá tilfinningu í fingurna fyrir CCNA efninu er að fikta í skipanalínunni á Cisco tækjunum og fylgja eftir löbbum. Cisco er með forrit sem heitir Packet Tracer sem er svona lab-umhverfi innan í tölvunni þinni, sem leyfir þér að fikta og setja upp sýndarumhverfi. Tékkaðu hvort þú getir ekki reddað þér því forriti og byrjað að fikta, komdu síðan og talaðu við mig/okkur aftur ef það er eitthvað óljóst.

htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Staða: Ótengdur

Re: Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af htmlrulezd000d »

asgeirbjarnason skrifaði:Ertu með aðgang að einhverjum Cisco búnaði, htmlrulezd000d? Lang besta leiðin til þess að fá smá tilfinningu í fingurna fyrir CCNA efninu er að fikta í skipanalínunni á Cisco tækjunum og fylgja eftir löbbum. Cisco er með forrit sem heitir Packet Tracer sem er svona lab-umhverfi innan í tölvunni þinni, sem leyfir þér að fikta og setja upp sýndarumhverfi. Tékkaðu hvort þú getir ekki reddað þér því forriti og byrjað að fikta, komdu síðan og talaðu við mig/okkur aftur ef það er eitthvað óljóst.
því miður hef ég engann aðgang af Cisco búnaði, er bara búinn að vera skoða og punkta hjá mér af myndböndum af netinu. Væri náttúrlega best að prufa sjálfur og fá tilfinninguna fyrir þessu.

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Vill einhver hjálp við að læra fyrir CCNA?

Póstur af asgeirbjarnason »

htmlrulezd000d skrifaði:því miður hef ég engann aðgang af Cisco búnaði, er bara búinn að vera skoða og punkta hjá mér af myndböndum af netinu. Væri náttúrlega best að prufa sjálfur og fá tilfinninguna fyrir þessu.
Reddaðu þér Packet Tracer forritinu og prófaðu að fikta í því. Það leyfir þér að keyra sýndar-routera og leyft þér þannig að fá smá hands-on tilfinningu fyrir skipanalínunni í CIsco IOS.
Svara