Svindl á netinu, tilkynna eða gefa skít í það?

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Svindl á netinu, tilkynna eða gefa skít í það?

Póstur af odinnn »

Sælt veri fólkið.

Síðastliðinn sólarhring hefur einhver félagi gert tilraun til að hafa smá pening útúr mér. Ég er sem sagt að reyna að selja bíl erlendis og þetta byrjaði þannig að ég fékk mjög loðið SMS sem hafði ekkert símanúmer bakvið sig og var skrifað á vafasamri ensku. Grunaði nú gvend strax að þetta væri ekki eðlilegt en svaraði samt manninum. Það kemur síðan í ljós að hann er að reyna að "beita" PayPal í svindlinu til að reyna að láta þetta líta betur út. Það virkar þannig að hann býður manni uppá að senda sér money request en sendir falsaðann tölvupóst sem á að vera kvittun um að það sé búið að borga og stólar á að viðtakandinn fari ekki inná PayPal til að votta það. Hann er hinsvegar ekki að reikna með að fá vöruna ókeypis heldur "sendir" hann meiri pening en upphaflega var rætt um sem á að dekka fluttningskostnað hjá fyrirtæki sem hann "hefur notað áður" og þú ert beðinn um að borga í gegnum Western Union. Fyrir þá sem ekki þekkja Western Union þá er það mjög vinsælt fyrirtæki meðal svindlara þar sem peningurinn ferðast fljótt og örugglega á milli landa, það er nánast útilokað að rekja greiðslur (viðtakandi er yfirleitt bara eitthvað númer) og þegar peningurinn er kominn af stað þá er hann horfinn. Peningurinn sem hann græðir er því þessi fluttningskostnaður sem þú sendir áfram af peningnum sem hann þóttist ofborga.


En út frá þessu fór ég að spá í hvort það væri einhver ástæða til að aðhafast eitthvað í þessu annað en að flissa af þessu og vorkenna þeim sem falla fyrir þessu? Hefur það eitthvað uppá sig að tilkynna þetta og þá hvar ætti maður að gera það? Hafa þið einhverja skoðun á þessu eða kanski einhverjar skemmtilegar sögur að segja af svindli? (ef menn hafa áhuga þá væri hægt að henda inn samskiptasögunni hérna inn)
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Svindl á netinu, tilkynna eða gefa skít í það?

Póstur af HalistaX »

Terrible way til þess að scamma pening. Best er bara að leggja inná menn með paypal í gegnum proxy, fá bílinn í hendurnar og segja paypal svo bara að accountinn hafi verið hakkaður, og þessi kaup gerð, eða þú segir paypal bara að þú hafir aldrei fengið það sem þú borgaðir fyrir.

Þá taka þeir bara peninginn af reikningi seljandans, ef það eru $0 inná said reikning, þá kemur bara mínus og paypal senda rukkara á þig, hef ég heyrt.

Eftir þetta allt saman er einhver keyrandi um á bílnum þínum, eyðandi peningunum þínum og mögulega sofandi hjá konuni þinni í þokkabót.


Hef þurft að nota þetta system einu sinni þegar ég fékk ekki einhvern andskotann sem ég borgaði fyrir. Luckily var þetta system til, ekki það að þetta hafi verið mikill peningur, $150, bara svona uppá það að spara manni skömmina fyrir það að vera scammaður...

Þetta gerir það hinsvegar að verkum, sú staðreynd að allir geta gert þetta, hvar sem er, hvenar sem er, að ekki er paypal treystandi fyrir neinum viðskiptum nema af fyrirtækjum og einstaklingum sem þú þekkir og treystir.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Svara