Setti upp Windows 10 í dag og rak mig strax í nasty skjávandamál þegar windows hlóð niður uppfærðum driver meðan ég var að setja upp kerfið.
Vandamálið
* Komu upp grænar smáar línur um allann skjáinn sem hurfu ekki fyrr en ég endurræsti tölvuna eftir að hafa fjarlægt driverinn og aftengt netið svo windows myndi ekki hlaða niður nýjum driver aftur.
Það hjálpar ekki að hlaða sjálfur niður driver frá Nvidia sem er nýrri en sá sem windows hlóð niður og setja upp því þá fer þetta aftur í klessu.
Er því með einhverskonar basic driver sem fylgdi windows og er því með of lága upplausn.
Driverinn sem ég hlóð niður sjálfur ætti að vera í lagi því hann á að passa við uppgefið kort og kerfi þegar ég leitaði að driver.
Driverinn er Nvidia 368.22
Kortið er Geforce GTX 660OC
Windows 10
Edit:
Hérna er mynd af þessu sem ég tók:
