Tollur á HTC vive

Svara

Höfundur
JohannesR
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 21. Maí 2016 20:09
Staða: Ótengdur

Tollur á HTC vive

Póstur af JohannesR »

Góðan Daginn :)

Langaði að forvitnast hjá þeim sem væru búnir að fá sér vive eða væru búnir að kynna sér þetta. Hvað er mikill tollur af vive?

Fyrir framm þakkir Jóhannes
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Tollur á HTC vive

Póstur af appel »

Líklegast 10% tollur.
*-*
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Tollur á HTC vive

Póstur af vesley »

appel skrifaði:Líklegast 10% tollur.

10% tollur ?

Í hvaða flokk ertu að telja að HTC vive sé að fara í ?
massabon.is

Höfundur
JohannesR
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 21. Maí 2016 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Tollur á HTC vive

Póstur af JohannesR »

Myndi þetta ekki flokkast sem jaðartæki fyrir tölvur ? Þa var þetta 30.000kr
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Tollur á HTC vive

Póstur af russi »

Þetta er hefbundið raftæki(tölva,sími) sem er ekki með neinum mótara, á þeim er engin tollur, einungis vaskur.

Svo er bara spurning hvernig tollurinn tollar þetta, líklegast best að fá þá til svara því skriflega með tölvupósti til að eiga það uppí hendini ef þeim snýst hugur.

Höfundur
JohannesR
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 21. Maí 2016 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Tollur á HTC vive

Póstur af JohannesR »

Takk fyrir þetta, og Takk fyrir ábendinguna um tölvupóstinn ætla gera það. Takk aftur fyrir fljót og góð svör ! :D
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Tollur á HTC vive

Póstur af appel »

russi skrifaði:Þetta er hefbundið raftæki(tölva,sími) sem er ekki með neinum mótara, á þeim er engin tollur, einungis vaskur.

Svo er bara spurning hvernig tollurinn tollar þetta, líklegast best að fá þá til svara því skriflega með tölvupósti til að eiga það uppí hendini ef þeim snýst hugur.
Ekki gefa þér það að Tollurinn sé sjálfkrafa að fara flokka eitthvað í 0% tollflokk, eitthvað sem líklega engir, eða fáir, hafa flutt inn til landsins.

Líklega er þetta flokkað sem "augnlinsur" eða álíka frekar en "tölvuskjár", eða í hvaða þann tollflokk sem þarf til þess að þetta sé í 10% tollflokki.

Welcome to Iceland.
*-*
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Tollur á HTC vive

Póstur af russi »

haha það er rétt, þeir eiga sín undarlegu móment.

Félagi minn lenti einu sinni í þeim þegar hann pantaði sér flash, sem er tollfrjálst. Þeir flokkuðu það sem ljós og það hefur 10% toll ef ég man rétt. Það tók mikin tíma að sannfæra þá um að þetta væri ekki ljós, endaði þannig að hann fór með flassið til þeira og bað þá um sýna sér hvernig á að nota það sem ljós. Það tókst ekki hjá þeim.
Svara