Þegar ég svo tékka á sé ég mér til skelfingar að þetta eru staðfestinga SMS frá Íslandsbanka þess efnis að "Heimild sé veitt án korts", ég sé strax að það er verið að taka út af kortinu í heimildarleysi.
Fer í tölvuna og finn númerið hjá Borgun og innan við mínútu síðar er ég búinn að ná samandi, bið strákinn sem svarar að loka kortinu undir eins þar sem ég sé að fá skilaboð þess efnis að kortið sé í notkun, hann þráast aðeins við og segist ekki sjá nein merki um það að það sé verið að misnota kortið. En meðan hann er að skoða þetta þá halda SMSin áfram að hrúgast inn, svo allt í einu segir hann, hey jú kortið þitt er að detta inn á válistann.
Að því sögðu lokaði hann kortinu.
Klukkan níu hafði ég svo samband við Borgun aftur og spurði þjónustufulltrúan meðal annars af hverju kortinu var ekki lokað strax um leið og ég hringdi, (ekki eins og það sé eitthvað stórmál að opna það aftur), en þá sagði hún mér að þau kölluðu þetta Hríðskotafærslur, þá væri þrjótarnir sem hefðu kortanúmerið að dæla út færslum oft tugum eða hundruðum og þar sem kerfið þeirra uppfærist á 10 mínútna fresti þá koma færslurnar oft allar í einu. Þetta gerðist allt svo hratt og í þessu tilfelli þá hefði ég verið á undan þeim að sjá að það væri verið að misnota kortið.
Án þess að þeir viti nákvæmlega hvað kom fyrir þá var mér sagt að líklegasta skýringin væri sú að einhver með mjög líkt kortanúmer hafi lent í því að segulrönd hafi verið kóperuð, þrjótarnir velja svo næst hundrað kortanúmer fyrir neðan og næstu hundrað fyrir ofan og keyra svo í gegn og vona að þeir hitti á korrtanúmer sem virkar. Þetta eru 16 stafa númer þannig að líkurnar í því að lenda í þessu hljóta að vera minni en að vinna EuroJackPot.
Þvínæst þurfti ég að fylla út form á Borgun, prenta út kvitta á scanna og senda þeim aftur í tölvupósti.
Þegar það var búið fékk ég eftirfarandi svar:
Það er augljóst að þarna vinna menn enga yfirvinnu.Sæll Guðjón,
Kvörtun v/ kortafærslu er móttekin og komin í vinnslu. Vinsamlegast athugið að það getur tekið allt að 60 daga að fá fyrstu svör vegna málsins. Um leið og niðurstaða berst verður haft samband við útgefanda kortsins og/eða korthafa sjálfan.
En allaveganna þá lítur út fyrir að þetta hafi ekki náðst að fara í gegn, ég sé engin merki þess að þetta hafi farið af reiknignum mínum, líklega af því að ég var svo snöggur að bregðast við með þurrk í koki og stírur í augum. En mikið svakalega er vont að vakna upp við svona lagað.
SMSin sem ég fékk:
6:51
kr. 124
Neighbors Table
6:51
kr. 183
Motorcyclecloseouts, L
6:51
kr. 124
Neighbors Table
6:52
kr. 178
Motorcyclecloseouts, L
6:52
kr. 143
Motorcyclecloseouts, L
6:53
kr. 124
Neighbors Table
6:53
kr. 6.228
Motorcyclecloseouts, L
6:53
kr. 124
GOOGLE *SERVICES
6:53
kr. 124
GOOGLE *SERVICES
6:55
kr. 124
Neighbors Table
6:55
kr. 6.228
Motorcyclecloseouts, L
6:56
kr. 124
PAYPAL
6:57
kr. 124
PAYPAL
6:58
Your securecode is xxxxx.
The purchase amount is EUR 94.68 from
URBAN LOCKER
6:58
Your securecode is xxxxx.
The purchase amount is EUR 94.68 from
URBAN LOCKER
6:59
kr. 0
ANC*ARCHIVES.COM
Total:
13.952 kr.
189.36 €