Reyndar er ég ekki alveg 100% með símann, það eru farnar að myndast yfirborðsrispur á skjánum.
Annað sem ég lenti í með símann þegar ég var búinn að vera með hann í nokkra mánuði þá hrundi Gallery-ið sem og tónlistargeymslan þannig að ég hef ekki aðgang að nokkur hundruð ljósmynda, myndbanda og laga nema með að browsa símann í my files. Þetta hefur verið óþægilegt, en ég get komist hjá þessu einmitt með my files, og með því að færa þá skrárnar annað, eina skrá í einu.
Er búinn að fresta factory reset í allt of langann tíma.
Var að fá uppfærslu í símann fyrir nokkrum dögum sem er 1,1gb. Ég hef ekki sett hana inn ennþá, ætla að geyma hana uns ég geri factory reset og losna við smá pláss á símanum
