Kristján Gerhard skrifaði:Taktu lokahausinn (termóstatið) af innsprautunarlokanum með því að losa hlaupróna sem er undir lokahausnum. Lokinn sjálfur verður eftir í kistunni.
Ok, ég er búinn að reyna þetta oftar en einu sinni síðustu daga og sama hvað ég hef reynt að hreyfa hann inn og út þá bifast hann ekki Hef líka prófað að tosa hann upp með smá afli en það virkar ekki heldur.Kristján Gerhard skrifaði:Ef að pinninn er fastur og lokinn í lokaðri stöðu þá kemur ekki nýtt heitt vatn inná kerfið til að bæta upp fyrir kólnun vatnsins í slaufunni. Taktu um pinnann með töng og hreyfðu hann varlega inn og út, væri óvitlaust að setja einn dropa af olíu með leggnum á lokanum ef hann er stirður (matarolía er fín).
Svo fékk ég reyndar hita á gólfið um daginn en hann var mjög dreyfður og kom aðallega bara í svotil beinni línu frá kerfinu og inní eldhúsið og svo eitthvað meðfram nokkrum veggjum. Eftir mikið fikt í kerfinu komst ég að því að ef ég skrúfa stillinguna sem er fyrir ofan litla hitamælinn alveg niður í núll þannig að mótorinn slekkur á sér að þá fer mælirinn uppí 60 gráður, framrásin verður vel heit (er oftast bara smá volg) og þá kemur þessi litli hiti í gólfið en sama hversu lengi ég læt það vera svoleiðis verður restin af gólfinu aldrei heit. Er vandamálið áfram fasti pinninn eða eitthvað meira en bara hann?