Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.

Svara

Höfundur
tomasandri
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Sun 18. Jan 2015 13:48
Staða: Ótengdur

Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.

Póstur af tomasandri »

Sælir.
Er að skoða það að fá mér vökvakælingu á örgjörvann þar sem hann fór allt í einu að byrja að henda sér upp í 90°c við almenna spilun. Hef samt ekki meira pricerange heldur en 15.000-20.000 kr, og náttla enþá meiri snilld ef það er eitthvað ódýrara en það.

Er eitthvað fáanlegt hér á landi sem þið mælið persónulega með? Hef sjálfur enga reynslu.
CPU: i7 7700k 4.2GHz | MB: ASRock Z270 Gaming K6 | GPU: MSI GTX 1080ti | PSU: Corsair RM750x | RAM: G.Skill Trident Z RGB 16GB | HDD1: 3TB Western Digital Blue | HDD2: 2TB Western Digital Green | M.2: 250gb Samsung 960 Evo | Case: FD Meshify C | Display: HP Omen 27i og 2x Asus VH222H
Síminn: OnePlus 7T Pro
Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.

Póstur af flottur »

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2925
Er með þessa, hún virkar eftir að ég setti http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2909 þessar viftur í staðin fyrir orginal.

Ef þessi er of dýr

fannst mér þessi vera alveg að gera sig http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2586
Custom desktop
Work Laptop : Lenovo Thinkpad E15
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.

Póstur af Moldvarpan »

Það er misskilningur að halda að með vökvakælingu að þá sértu að ná mikið betri hitatölum heldur en með loftkælingu.
Þá er ég að tala um almenna vökvakælingu og almenna loftkælingu. (ekki heimasmíðuð og tweakuð kerfi)
Fyrir utan það að sum þessara kælikerfa eru gríðarlega hávær.

Það sem mér finnst að þú ættir að reyna að komast að er, afhverju var hitinn að hækka svona mikið hjá þér skyndilega?

Hvernig örgjörva ertu með og hvernig kæling er á honum?
Hvaða skjákort ertu að nota? (mörg þeirra gefa frá sér gífurlegann hita, það getur hækkað hitann á öðrum íhlutum)
Og hvernig tölvukassa ertu með?

Persónulega, þá myndi ég fá mér;
http://att.is/product/cooler-master-hyp ... r-orgjorva
2-3x http://kisildalur.is/?p=2&id=1737

Þessi kæling frá Coolermaster virkar lygilega vel, en viftan sem fylgir er ekkert spes, legurnar í henni eru að skemmast eftir 1ár ca.
Og þessar Tacens Aura eru algjör snilld, það heyrist nánast ekkert í þeim og legurnar duga lengi. (mínar viftur eru orðnar nokkra ára gamlar).

Að því gefnu að þú hafir smá pláss í kassanum þínum, þá er þetta lang besta bang for the buck sem þú getur fengið varðandi kælingu.
Og í leiðinni gætirðu lækkað hitastigið í öllum kassanum með þessum auka viftum.
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.

Póstur af Njall_L »

Tek undir með Moldvörpunni. Er sjálfur með NZXT Kraken X61 með Noctua viftum og er nokkuð sáttur en ef þú ert ekki að yfirklukka töluvert þá breytir það litlu að hafa vökva v.s. loftkælingar. Mín persónulega reynsla er einnig sú að í þessu price range sem þú ert að skoða eru vökvakælingar oftast háværar og virka alls ekki betur heldur en loftkælingar. Myndi frekar skoða með góða Noctua kælingu til að halda tölvunni hljóðlátri en samt fá flottar hitatölur t.d. https://www.tolvutek.is/vara/noctua-nh- ... ara-abyrgd

Hvaða örgjörva og kælingu ertu annars með núna?
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.

Póstur af littli-Jake »

Það sama og Moldvarpan sagði.
I fyrsta lagi eru orginal örgjörva kælingar rusl. Sérð að þær kosta yfirleitt 1000kr i verslun.
Það að hitin sé allt i einu farinn að hækka er mjög spes en ef þu ert hvort sem er með orginal kælingu mundi eg ekki spá of mikið i því og fara i aðra kælingu.
Er sjálfur með Hyper 212 Evo kælingu með viftu frá Kísildal og er bara mjög sáttur.
Svona lokaða, ódýrar vökvakælingar eru einfaldlega lítið sem ekkert betri en þokkaleg loftkæling.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.

Póstur af kiddi »

Ég á tvær nákvæmlega eins vélar (skrifstofa og heima), báðar 4790K með turbo í gangi þannig að þær eru báðar í 4.4GHz+, sömu móðurborð, sama RAM - allt eins. Nema önnur vélin er með Corsair H110 vatnskælingu og hin er með Noctua NH-D15 loftkælingu. Noctua loftkælingin er margfalt lágværari og kælir í raun betur en vatnskælingin, þetta Corsair H110 dót er langt frá því að teljast hljóðlátt. Eina jákvæða við Corsair vatnskælinguna mína er hve mikið pláss er í kassanum og hindrar ekki aðgang að neinu, á meðan Noctua hlussan fyllir rækilega út í rýmið.

Höfundur
tomasandri
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Sun 18. Jan 2015 13:48
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.

Póstur af tomasandri »

Moldvarpan skrifaði:Það er misskilningur að halda að með vökvakælingu að þá sértu að ná mikið betri hitatölum heldur en með loftkælingu.
Þá er ég að tala um almenna vökvakælingu og almenna loftkælingu. (ekki heimasmíðuð og tweakuð kerfi)
Fyrir utan það að sum þessara kælikerfa eru gríðarlega hávær.

Það sem mér finnst að þú ættir að reyna að komast að er, afhverju var hitinn að hækka svona mikið hjá þér skyndilega?

Hvernig örgjörva ertu með og hvernig kæling er á honum?
Hvaða skjákort ertu að nota? (mörg þeirra gefa frá sér gífurlegann hita, það getur hækkað hitann á öðrum íhlutum)
Og hvernig tölvukassa ertu með?

Persónulega, þá myndi ég fá mér;
http://att.is/product/cooler-master-hyp ... r-orgjorva
2-3x http://kisildalur.is/?p=2&id=1737

Þessi kæling frá Coolermaster virkar lygilega vel, en viftan sem fylgir er ekkert spes, legurnar í henni eru að skemmast eftir 1ár ca.
Og þessar Tacens Aura eru algjör snilld, það heyrist nánast ekkert í þeim og legurnar duga lengi. (mínar viftur eru orðnar nokkra ára gamlar).

Að því gefnu að þú hafir smá pláss í kassanum þínum, þá er þetta lang besta bang for the buck sem þú getur fengið varðandi kælingu.
Og í leiðinni gætirðu lækkað hitastigið í öllum kassanum með þessum auka viftum.
Ég er með i5 4460, stock viftu. Hún hefur virkað fínt hingað til(í ca. ár) og tölvan hefur nánast aldrei farið yfir 60°C þrátt fyrir mikla tölvuleikjaspilun. Þegar hitinn fór að hækka svona tjékkaði ég á henni og sá að hún leit út fyrir að snúast hægar en vanalega, svo að ég tók hana úr, þreif og setti aftur í. Það breytti nánast engu. Ég hef alltaf verið að spá í vökvakælingu, vegna þess að mig langar að overclocka og vegna þess hve lítið pláss þær taka. Ég er semsagt með NZXT H440 kassann og er með rautt og svart litaþema á öllu dótinu sem fylgir, og ætlaði þessvegna að fá mér vökavakælinguna útá betri kælingu en stock viftu og út á look(#blingmatters). Fannst þetta vera fín ástæða til að henda sér loksins á vökvann.

Núna er tölvan almennt að runna á 80°c og ég veit ekkert afhverju. Mig langar ekki í loftkælingu vegna stærðarinnar og plássins sem þær taka. Takk samt, alveg svakalega fyrir svarið! :)
CPU: i7 7700k 4.2GHz | MB: ASRock Z270 Gaming K6 | GPU: MSI GTX 1080ti | PSU: Corsair RM750x | RAM: G.Skill Trident Z RGB 16GB | HDD1: 3TB Western Digital Blue | HDD2: 2TB Western Digital Green | M.2: 250gb Samsung 960 Evo | Case: FD Meshify C | Display: HP Omen 27i og 2x Asus VH222H
Síminn: OnePlus 7T Pro
Svara