Net og sjónvarp

Svara

Höfundur
strondin
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 14. Apr 2016 16:21
Staða: Ótengdur

Net og sjónvarp

Póstur af strondin »

Ég er búinn að vera gera upp húsið hjá mér og setti rör í hvert herbergi hjá mér til að geta tengt net og sjónvarp. Hvað þarf ég að kaupa til að koma neti og sjónvarpi inn í 6 herbergi? Þarf ég að setja 2 strengi í hvert rör ( eitt fyrir net og annað fyrir sjónvarp) ?

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Net og sjónvarp

Póstur af Dúlli »

Já ef þú vilt hafa net tengill og tengill fyrir sjónvarp þá þarftu 2x cat streng í hvert herbergi. Getur notað Cat5.

Nóg er að draga þetta allt í rýmið þar sem þú ætlar að geyma router, færð þér svo tvö stk af 8porta switch, eitt fyrir sjónvarp og hitt fyrir net og þeir tengjast í router.

Svo fer líka eftir því hvernig rafmagnstöflu þú sért með og hvort smáspennu hólfið sé nógu stórt þá er hægt að skella upp litlum panel og hafa routerinn inn í skápnum.

Bætt við :

Kaupir svo tvöföld bracket / grind https://www.ronning.is/grind-fyrir-cat5 ... rex-454101
mola https://www.ronning.is/moli-rj45-utp-ca ... gpcjaku002

og fronta sem eru í því lúkki sem þú ætlar að hafa í húsinu.
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Net og sjónvarp

Póstur af KermitTheFrog »

Þú nærð 100Mbit á tveimur pörum í cat5, svo tæknilega séð geturðu notað einn splittaðan cat5 fyrir net og sjónvarp. En fyrst þú ert að draga fyrir þessu þá er sennilega best að draga tvo kapla í hvert herbergi.
Svara