Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Skjámynd

Höfundur
vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af vesi »

Sælir,
Vegna Stóraukins notkunar minnar þarf ég að fara í ótakmarkað gagnamagn í dl/upl. Er núna á ljósneti hjá símanum og var "boztaður" upp í ca 10/mbs og var mjög sáttur, en nú þarf ég tölvert meira magn og ætla færa mig,

Hvar eru menn með svona tengingu og eru menn yfir höfuð sáttir með hana.
öll ráð vel þegin,

kv.Vesi
MCTS Nov´12
Asus eeePc

Geronto
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Mið 15. Júl 2015 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Geronto »

Ef þú ert hjá símanum þarftu ekki endilega ótakmarkað þar sem að síminn telur allt(Upp, niður, innlent og erlent).

Edit: S.s. þarftu bara að finna netþjónustu sem að telur bara erlent niðurhal og getur þá t.d. fengið þér aðgang á lokun
Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 680
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Baldurmar »

Við erum hjá Hringdu, get ekkert sagt nema gott um þá.
Stabílt net, góður hraði. Við erum 3 að nota netið og notum það jafnt til netspilunar, youtube og netflix.
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb

Jesss
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2015 02:15
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Jesss »

Erum hjá Hringdu og netið er búið að vera mjög stable hjá okkur. Mæli með þeim! Svo þæginlegt að vera með ótakmarkað gagnamagn.
Skjámynd

Höfundur
vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af vesi »

Geronto skrifaði:Ef þú ert hjá símanum þarftu ekki endilega ótakmarkað þar sem að síminn telur allt(Upp, niður, innlent og erlent).

Edit: S.s. þarftu bara að finna netþjónustu sem að telur bara erlent niðurhal og getur þá t.d. fengið þér aðgang á lokun
Þetta er það sem ég vil losna við.
Baldurmar skrifaði:Við erum hjá Hringdu, get ekkert sagt nema gott um þá.
Stabílt net, góður hraði. Við erum 3 að nota netið og notum það jafnt til netspilunar, youtube og netflix.
Jesss skrifaði:Erum hjá Hringdu og netið er búið að vera mjög stable hjá okkur. Mæli með þeim! Svo þæginlegt að vera með ótakmarkað gagnamagn.
Takk fyrir þetta.

Held að Hringdu sé skásti kosturinn í þetta, þar sem ég ég er ekki í leikjaspilun sem krefst lágs ping, né eithvað ofurstable
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Tiger »

Bara svona til upplýsinga þá byrjaði síminn með ótakmarkað í dag á held ég gömlu 300GB og yfir pökkunum...... jibbíbí

OG NEI ÞETTA ER EKKI 1.APRÍL GABB
Screen Shot 2016-04-01 at 17.48.10.png
Screen Shot 2016-04-01 at 17.48.10.png (292.79 KiB) Skoðað 2207 sinnum
Mynd

playman
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af playman »

Tiger skrifaði:Bara svona til upplýsinga þá byrjaði síminn með ótakmarkað í dag á held ég gömlu 300GB og yfir pökkunum...... jibbíbí

OG NEI ÞETTA ER EKKI 1.APRÍL GABB
Screen Shot 2016-04-01 at 17.48.10.png
Ég ætla að vona að þetta sé ekki apríl gabb, því að maður grínast ekkert með svona =D>
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

playman
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af playman »

Svo virðist að þetta sé satt, nema að síminn hafi farið þvílíka vegalengd með "gabbið" \:D/ \:D/
Væri gaman að vita hvers vegna þeir fóru allt í einu þessa þver öfugu leið og fóru úr "nútímanum"

Afsakið double(triple) post, var aðeins of ánægður

Mynd
Mynd
Last edited by playman on Fös 01. Apr 2016 18:09, edited 1 time in total.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Moldvarpan »

Tiger skrifaði:Bara svona til upplýsinga þá byrjaði síminn með ótakmarkað í dag á held ég gömlu 300GB og yfir pökkunum...... jibbíbí

OG NEI ÞETTA ER EKKI 1.APRÍL GABB
Screen Shot 2016-04-01 at 17.48.10.png

Skrítið að sjá þetta fyrst á vaktinni,,, en ekki í einhverri massífri auglýsingu.

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Tbot »

Tiger skrifaði:Bara svona til upplýsinga þá byrjaði síminn með ótakmarkað í dag á held ég gömlu 300GB og yfir pökkunum...... jibbíbí

OG NEI ÞETTA ER EKKI 1.APRÍL GABB
Screen Shot 2016-04-01 at 17.48.10.png
Lítil hætta að ég fari til símans.

Hentar vel þeim sem vilja kyssa vöndinn.
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af beatmaster »

Síminn að bíta í duftið og stórnotendur með niðurhalsfíkn mega halda sig frá Hringdu, ég mæli alla vega ekki með því að þvílíkir stórnotendur séu þar.
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Hannesinn »

Er í alvörunni einhver hérna hjá Símanum sem hefur aðgang að ljósleiðara?
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 152
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Haukursv »

beatmaster skrifaði:Síminn að bíta í duftið og stórnotendur með niðurhalsfíkn mega halda sig frá Hringdu, ég mæli alla vega ekki með því að þvílíkir stórnotendur séu þar.
Afhverju segirðu það ? Hvar finnst þér best fyrir menn sem niðurhala miklu ?
i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450

Storm
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mán 30. Jún 2008 18:19
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Storm »

Hannesinn skrifaði:Er í alvörunni einhver hérna hjá Símanum sem hefur aðgang að ljósleiðara?
örugglega slatti, og fleiri bætast í hópinn ;) https://www.mila.is/framkvaemdir/ljosle ... l-heimila/
Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Squinchy »

Er hjá hringiðan og hef verið sáttur, er þó að spá í að færa mig yfir til hringdu á 500/500 tengingu

Síminn fer bráðlega að henda sýnu ljósleiðara verkefni í gang fyrir viðskiptavini, ég vel þó frekar að vera hjá GR með minn eginn fiber beint út í tengistöð vs splittaðan fiber hjá mílu.
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Hannesinn »

Storm skrifaði:
Hannesinn skrifaði:Er í alvörunni einhver hérna hjá Símanum sem hefur aðgang að ljósleiðara?
örugglega slatti, og fleiri bætast í hópinn ;) https://www.mila.is/framkvaemdir/ljosle ... l-heimila/
Já, hoppum af hamingju yfir að Síminn skuli bjóða upp á ljósleiðara árið 2016, og það eftir að hafa blekkt almenna notendur með því að selja þeim dsl aðgang sem "ljósnet" í mörg ár. Ég skipti um leið og þeir koma í hverfið mitt. :thumbsd
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
Skjámynd

Höfundur
vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af vesi »

Ég skipti yfir til Hringdu frá símanum og gæti ekki verið sáttari þó svo að ég hafi einungis aðgang að vdsl (ljósneti). mjög stöðugt og gott, allavegana hefur Netflix ekki hökt hvort sem er verið að spila 4k eða hd.

Eina sem ég hefði út á að setja er viðmótið á router-num. Enn allt annað hefur staðist, verð og gæði.
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Stuffz »

er sjálfur hjá símanum ennþá.
Geronto skrifaði:Ef þú ert hjá símanum þarftu ekki endilega ótakmarkað þar sem að síminn telur allt(Upp, niður, innlent og erlent).

Edit: S.s. þarftu bara að finna netþjónustu sem að telur bara erlent niðurhal og getur þá t.d. fengið þér aðgang á lokun
lol já það er að verða búið að smala öllum þangað er það ekki :lol:
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af wicket »

Ég er nú barasta enn hjá Símanum og er bara sáttur þar. Nenni hreinlega ekki að skipta eða að spá í það, tengingin er 100% rock solid og aldrei neitt vesen með neitt.

Þetta eru ekki trúarbrögð, bara internettenging.

hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af hkr »

Þið sem eruð hjá Vodafone að þá langar mig að biðja ykkur um að athuga pakkann hjá ykkur þar sem að Vodafone færir viðskiptavini sína ekki niður í verði/um pakka.

T.d. tók ég eftir því að ég er að borga 9.190 kr. fyrir 500 GB (Ljósleiðari 500) en ótakmarkaði pakkinn hjá þeim kostar 8.790 kr.

Hvernig er það annars, hvað tekur það langan tíma að segja upp Vodafone og færa sig yfir í Hringdu?
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af hfwf »

hkr skrifaði:Þið sem eruð hjá Vodafone að þá langar mig að biðja ykkur um að athuga pakkann hjá ykkur þar sem að Vodafone færir viðskiptavini sína ekki niður í verði/um pakka.

T.d. tók ég eftir því að ég er að borga 9.190 kr. fyrir 500 GB (Ljósleiðari 500) en ótakmarkaði pakkinn hjá þeim kostar 8.790 kr.

Hvernig er það annars, hvað tekur það langan tíma að segja upp Vodafone og færa sig yfir í Hringdu?
Á ljósleiðara samdægurs.

Benz
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af Benz »

Squinchy skrifaði:Er hjá hringiðan og hef verið sáttur, er þó að spá í að færa mig yfir til hringdu á 500/500 tengingu

Síminn fer bráðlega að henda sýnu ljósleiðara verkefni í gang fyrir viðskiptavini, ég vel þó frekar að vera hjá GR með minn eginn fiber beint út í tengistöð vs splittaðan fiber hjá mílu.
Af hverju?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af GuðjónR »

Tiger skrifaði:Bara svona til upplýsinga þá byrjaði síminn með ótakmarkað í dag á held ég gömlu 300GB og yfir pökkunum...... jibbíbí

OG NEI ÞETTA ER EKKI 1.APRÍL GABB
Screen Shot 2016-04-01 at 17.48.10.png
Og hvað heldurðu að Síminn verði lengi með ótakmarkað? Kannski rétt á meðan þeir hözzla nokkra viðskiptavini?
Síminn skiptir oftar um skoðun hvað þetta varðar en mella um nærbuxur.
Þeir voru svo vissir á því í fyrra að talning á öllu gagnamagni væri framtíðin, hvað breyttist? Missti ég af einhverju?
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af depill »

GuðjónR skrifaði:
Og hvað heldurðu að Síminn verði lengi með ótakmarkað? Kannski rétt á meðan þeir hözzla nokkra viðskiptavini?
Síminn skiptir oftar um skoðun hvað þetta varðar en mella um nærbuxur.
Þeir voru svo vissir á því í fyrra að talning á öllu gagnamagni væri framtíðin, hvað breyttist? Missti ég af einhverju?
Eru alveg jafn vissir, gera það enn :) 50 og 250 GB pakkarnir eru taldir endalaust.

Held þetta sé ekki flókið ( ég er ekki með inside info ) 1) betri nýlegir samningar með útlandagáttir, 2) samkeppni ( sést í því að Vodafone lækkaði verðin sín í dag strax og Síminn gerði það ).
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Ótakmarkað gagnamag, hvar eru menn & og hvað er skást

Póstur af appel »

vá. ég hef ekki pælt í gagnamagni í um 10 ár hjá símanum... ég nota kannski 100 gig í mánuði og ég alltaf verið stórnotandi. eru menn að downloada raw 4k rippum hægr vinstri??
*-*
Svara