Tengingar á sjónvarpskerfi

Svara

Höfundur
minuZ
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Mán 10. Jan 2011 11:26
Staða: Ótengdur

Tengingar á sjónvarpskerfi

Póstur af minuZ »

Sælir félagar,

Ég er að vinna í því að tengja sjónvarpskerfið heima hjá mér og mig vantar aðstoð til að finna bestu lausn á smá vandamáli.

Hérna er kefismyndin:
Mynd

Upplýsingar um kerfið
- Svörtu línurnar eru hdmi snúrur og optical hljóð
- Rauðu línurnar eru cat strengir
- Sjónvarp #1 er Android smart tv sem keyrir kodi og netflix
- Sjónvarp #2 er stór tölvu skjár þannig mig vantar eitthverja lausn til að spila efni af media serverum mínum og netflix. Þar að auki þar sú lausn að hafa mini-jack tengi til að tengja hátalara.
- Magnari: Cambridge Azur 640R. Hann er bara með eitt audio output, reynar bíður hann upp á multiroom funcion.
- Hljóð fyrir sjónvarp #2 þarf ekki nauðsynlega að fara í gegnum magnaran, nægir að spila það í hátölurum með mini-jack.
- Hljóð fyrir sjónvarp #1 verður að fara í gegnum magnarann.

Vandamálið
Það sem mig langar að geta gert með þessu er að spila ps3 í báðum sjónvörpum(en ekki á sama tíma). Aðal vandmálið sem ég er búinn að sjá fyrir er það að þegar verið að að horfa á sjónvarp #1 og spila ps3 í sjónvarpi #2 þá hvernig á að route-a hljóði og mynd þannig að þetta virki líka öfugt, s.s ps3 í sjónvarpi #1 og horfa á sjónvarp #2.
Líklega kemur þetta vandamál ekki upp þegar verið er að horfa á t.d netflix í báðum sjónvörpum á sama tíma því

Kveðja,
Hrannar

Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

Re: Tengingar á sjónvarpskerfi

Póstur af Cikster »

Þarf miklu meiri upplýsingar um Sjónvarp #2 (sem btw er varla sjónvarp ef það er tölvuskjár). Ef sá skjár er með HDMI og getur sent það hljóð út um minijack (ef það er bæði á skjánum) mundi HDMI skjádeilir virka (á báðum í einu meira að segja).

http://www.computer.is/is/product/skjad ... -hdmispl10

Ef skjárinn er hinsvegar bara með DVI gætiru notað það sama og keypt snúru sem er HDMI í annan endann og DVI í hinn endann (skjáinn) en þá verðuru í vandræðum með hljóðið (nema sé minijack á þessari PS3 sem þú getur tengd hátalarana beint við hana eða fundið eitthvað myndbreytibox sem mundi breyta HDMI í eitthvað sem skjárinn styður og splittar hljóðinu frá myndinni yfir í annaðhvort minijack eða RCA sem væri hægt að tengja í hátalara).

En já, ef þig vantar svör við svona þurfum við að vita amk hvaða tengi eru á hlutunum sem á að tengja.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Tengingar á sjónvarpskerfi

Póstur af tdog »

Þig vantar video router, eða video matrix switch.

http://www.bhphotovideo.com/c/product/8 ... 4_x_4.html
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Svara