Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Svara

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af isr »

Þannig er mál með vexti að dóttir mín keypti LG g pad spjald fyrir 1 og hálfu ári síðan í Elko. Nokkrum mánuðum síðan bilaði myndavélin í henni og ég sendi hana í viðgerð í haust og skipt var um móðurborð,eftir að vélin kemur úr viðgerð hættir hún að taka við hleðslu nema endrum og eins, ég er búinn að senda vélina tvisvar til þeirra en það vill svo til að hún hleður þegar þeir fá hana,og meta hana í lagi þó svo að ég sé búinn að segja þeim að hún hlaði stundum en oftast ekki. Staðan nú er að dóttir mín er hætt að reyna nota spjaldið því það gengur svo brösulega að ná hleðslu.
Hvernig snýr maður sér í svona málum þar sem vélin er í ábyrgð.

Ég er búinn að prufa mörg hleðslutæki ef einhver er að velta því fyrir sér.
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af DJOli »

Gakktu úr skugga um að hún hlaði sig pottþétt ekki, og reyndu að fá henni skipt út fyrir vöru jafngildi þess sem þessi spjaldtölva kostaði. Ef það gengur ekki þá blandarðu Neytendasamtökunum í málið og þar færðu aðstoð til að taka á þessum helvítis hrægömmum.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af isr »

Satt best að segja nenni ég varla að þrasa við þá lengur,siðast þegar þeir sendu mér vélina og sögðu hana í lagi,sagði ég við þá að þeir þyrftu ekki að hafa fyrir því að senda mér spjaldið,en þeir sendu það nú samt.
Ég er kannski með það í hleðslu yfir nótt og það sýnir að það sé að hlaða svo morguninn eftir er bara kominn 10-20%,svo stundum telur það niður,er kannski í 40% er komið í 15 % eftir 6-8 tíma hleðslu,langt frá því að vera eðlilegt.
Eru einhver tölvuverkstæði sem bilanagreyna og gera við spjaldtölvur.
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af Hargo »

Þetta er alltaf erfitt ef bilunin er ekki stöðug og þeir fá bilunina aldrei fram hjá sér. Ég myndi taka upp video af þessu næst þegar þetta gerist hjá þér þar sem þú sýnir að allt sé eðlilega tengt en samt hlaði spjaldið ekki.

gosi
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 15:31
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af gosi »

Taka hleðsluna upp á myndband og sýna þeim að hún virkar ekki

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af isr »

Þeir myndu nú varla nenna að horfa á það,núna er tölvan búin að vera í sambandi síðan um 1800 og það eru komin 19 % á fjórum tímum.
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af Njall_L »

Hvað ertu að nota til að hlaða spjaldið? Mælt er til þess að nota ekki hleðslutæki sem að eru undir 2000mAh á spjaldtölvur. Ef að þú ert að flakka ámilli hleðslutækja sem að gefa ekki nægan straum gæti það verið ein skýringin
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af lukkuláki »

Passaðu fyrst að þú sért örugglega með hleðslutæki sem virkar eðlilega. (Helst original hleðslutækið og er það örugglega í lagi?)

Taktu myndir og video sem sýna það sem er að.
Það er ekkert auðvelt að vera að vinna á tölvuverkstæði og reyna að kalla fram bilun sem kemur kannski mögulega stundum.
Það er ekki hægt að fara fram á að þeir eyði fleiri fleiri klukkustundum í að reyna að ná fram slíkri bilun.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af chaplin »

Ef þetta er rafhlaðan þá er engin ábyrgð á henni lengur, annars er best að fara eftir ráðunum hér að ofan, ef verkstæðin ná ekki að framkalla villuna þá er erfitt að laga vandamálið.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af isr »

lukkuláki skrifaði:Passaðu fyrst að þú sért örugglega með hleðslutæki sem virkar eðlilega. (Helst original hleðslutækið og er það örugglega í lagi?)

Taktu myndir og video sem sýna það sem er að.
Það er ekkert auðvelt að vera að vinna á tölvuverkstæði og reyna að kalla fram bilun sem kemur kannski mögulega stundum.
Það er ekki hægt að fara fram á að þeir eyði fleiri fleiri klukkustundum í að reyna að ná fram slíkri bilun.
Ég er að nota hleðslutækið sem fylgdi með og það virkar á öll önnur tæki á heimilinu. Þetta er bara svekkjandi dóttir mín keypti sér þessa græju fyrir tæp 60 þús og hún er enn í ábyrgð og virkar bara ekki,svo er nú ekki eins og það taki skamman tíma þetta tjekk,búinn að fara þrisvar og það hefur tekið um tvo og hálfan mánuð dóttur minni til mikilla ánægju :( frekar döpur þjónusta. Bara eitt lítið dæmi varðandi þjónustu,ég sendi tölvu í viðgerð sem ég keypti hjá Start,ég sendi vélina á mánudegi og var búinn að fá hana til baka á miðvikudegi(út á land)það er góð þjónusta.

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af bigggan »

chaplin skrifaði:Ef þetta er rafhlaðan þá er engin ábyrgð á henni lengur, annars er best að fara eftir ráðunum hér að ofan, ef verkstæðin ná ekki að framkalla villuna þá er erfitt að laga vandamálið.
Ekki er þetta rétt, það er 2 ár á rafhlöðum, svo 1 og hálft ár er innan ábyrgðartíma.

gutti
/dev/null
Póstar: 1396
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Staðsetning: REYKJAVIK
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af gutti »

Spurning skoða þetta https://www.ns.is/is/content/log-um-neytendakaup mæla með tala við ns.is samband ert búinn fara með tækið í viðgerð 2 sinnum
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af chaplin »

bigggan skrifaði:
chaplin skrifaði:Ef þetta er rafhlaðan þá er engin ábyrgð á henni lengur, annars er best að fara eftir ráðunum hér að ofan, ef verkstæðin ná ekki að framkalla villuna þá er erfitt að laga vandamálið.
Ekki er þetta rétt, það er 2 ár á rafhlöðum, svo 1 og hálft ár er innan ábyrgðartíma.
Mig minnir að rafhlöður séu rekstrarvörur og því eingöngu 12 mánaða ábyrgð nema annað sé tekið fram.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

marijuana
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 349
Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af marijuana »

chaplin skrifaði:
bigggan skrifaði:
chaplin skrifaði:Ef þetta er rafhlaðan þá er engin ábyrgð á henni lengur, annars er best að fara eftir ráðunum hér að ofan, ef verkstæðin ná ekki að framkalla villuna þá er erfitt að laga vandamálið.
Ekki er þetta rétt, það er 2 ár á rafhlöðum, svo 1 og hálft ár er innan ábyrgðartíma.
Mig minnir að rafhlöður séu rekstrarvörur og því eingöngu 12 mánaða ábyrgð nema annað sé tekið fram.
2 ára kvörtunarfrestur á rafhlöðum og hleðslutækjum.
https://www.ns.is/is/content/abyrgd-raf ... slutaekjum

Hinsvegar er þetta á vefsíðu Elko
http://www.elko.is/elko/is/um_elko/thjonusta/abyrgd/
Gildir ekki um rafhlöður fartölva og farsíma. Rafhlöður eru rekstrarvara og eðlilegt getur verið að þurfi að endurnýja fyrir lok vélbúnaðarábyrgðar. Framleiðendur veita þó að lágmarki 6 mánaða ábyrgð.
En þetta hér ætti að gera út um allann vafa
http://www.neytendastofa.is/lisalib/get ... temid=3006

24 mánuðir = 2 ár.

Ábygðin gildir því í 2 ár samkvæmt neytendastofu.
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af KermitTheFrog »

Þegar þú hefur farið með hana til þeirra (sérstaklega í seinni skiptin), hefurðu sagt "hún hleður sig ekki nema endrum og eins," eða hefurðu gefið þeim greinargóða lýsingu á vandamálinu? Eins og að þú hafir hana í hleðslu heillengi og hún hlaði sig kannski nokkur prósent. Kemur "charging" merki sem sýnir að hún nái contact við hleðslutækið?

Því ef verkstæði fær tölvu með bilanalýsingunni "hleður sig ekki" og tæknimenn stinga henni í samband og hún hleður sig, þá yfirleitt draga þeir þá ályktun að það sé sennilega í lagi með tölvuna og hugsanlega sé hleðslutæki bilað eða einhver önnur skýring á því að þú upplifir þessa bilun.

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af isr »

KermitTheFrog skrifaði:Þegar þú hefur farið með hana til þeirra (sérstaklega í seinni skiptin), hefurðu sagt "hún hleður sig ekki nema endrum og eins," eða hefurðu gefið þeim greinargóða lýsingu á vandamálinu? Eins og að þú hafir hana í hleðslu heillengi og hún hlaði sig kannski nokkur prósent. Kemur "charging" merki sem sýnir að hún nái contact við hleðslutækið?

Því ef verkstæði fær tölvu með bilanalýsingunni "hleður sig ekki" og tæknimenn stinga henni í samband og hún hleður sig, þá yfirleitt draga þeir þá ályktun að það sé sennilega í lagi með tölvuna og hugsanlega sé hleðslutæki bilað eða einhver önnur skýring á því að þú upplifir þessa bilun.

Hún nær conact við spjaldið oftast en hleður samt lítið eða ekkert,svo stundum þarf að hreyfa til plöggið,það virðist eitthvað sambandsleysi.
Strákurinn sem ég hef verið í sambandi við í Elko sagði að þegar gert var við myndavélina var skipt um móðurborð og því fylgir usb portið.
Þannig að þegar ég fæ spjaldið með nýju móðurborði og usb porti þá byrjaði ballið,reyndar virkar myndavélin.

Já ég hef sent mjög nákvæma lýsingu á vandamálinu. Eins og ég hef sagt hér að ofan þá virkar hleðslutækið á önnur tæki á heimilinu.

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af isr »

Ég gleymdi að segja frá því að ég er með Powerbank sem hægt er að taka út bæði 1 og 2 amper og spjaldið tekur ekki við hleðslu úr því sem það gerði áður.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af lukkuláki »

isr skrifaði:Ég gleymdi að segja frá því að ég er með Powerbank sem hægt er að taka út bæði 1 og 2 amper og spjaldið tekur ekki við hleðslu úr því sem það gerði áður.
Þá ertu að fá vélina bilaða úr viðgerð, samt sem áður þá þarftu að vinna í að sýna fram á þessa bilun og það er í rauninni þitt að sanna að hún sé ekki í lagi. Ég veit að þú nennir þessu ekki orðið en það er bara þitt tap, ég held að ég myndi aldrei gefa mig með þetta og leggja smá vinnu í að sýna fram á það sem þú ert að segja það er ekki svo mikið mál að taka myndir af þessu eða skjáskot.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Varg
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 20:17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af Varg »

Smá spurning hérna. Er hægt að flokka batterí sem rekstrarvörur þegar þau eru innbyggð í raftæki og ekki útskiptanleg af notendum?
Corsair Carbite 200R Gigabyte G1 Sniper Z97 Intel I7 4790K @ 4.0 GHz Cooler Master V8 GTS Crucial BallistiX Sport 16GB DDR3 1600MHz Gigabyte GTX 970 G1 Gaming 4Gb Samsung EVO 250 Gb 2TB Seagate 7200 HDD

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af bigggan »

Varg skrifaði:Smá spurning hérna. Er hægt að flokka batterí sem rekstrarvörur þegar þau eru innbyggð í raftæki og ekki útskiptanleg af notendum?
Allar hlutir sem keyptar eru sama kvað, hafa 2 ára ábyrgð, nema þau eiga að endast lengra en 2 ár, þá er það 5 ár td bílar, raftæki og húsgögn sem eru með 5 ár ábyrgð. (rafhlöður hefur aðeins tvö ár.)
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af chaplin »

isr skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði: Strákurinn sem ég hef verið í sambandi við í Elko sagði að þegar gert var við myndavélina var skipt um móðurborð og því fylgir usb portið.
Bara svo þú vitir af því, þegar það var skipt um móðurborðið þá færðu 2 ára ábyrgð á nýja móðurborðið.
marijuana skrifaði:

En þetta hér ætti að gera út um allann vafa
http://www.neytendastofa.is/lisalib/get ... temid=3006

24 mánuðir = 2 ár.

Ábygðin gildir því í 2 ár samkvæmt neytendastofu.
Þrátt fyrir að það komi fram í ábyrgðarskilmálum seljanda að ábyrgð á rafhlöðum sé
einungis eitt ár kemur þar ekkert fram sérstaklega um hver sé endingartími rafhlöðu af þeirri gerð
sem hér er deilt um. Ekkert hefur heldur komið fram um það að seljandi hafi greint álitsbeiðanda
sérstaklega frá því þegar kaupin fóru fram að líftími rafhlöðunnar væri einhver ákveðinn tími, og
þá skemmri en tvö ár sem er hinn almenni kvörtunarfrestur vegna galla.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

marijuana
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 349
Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af marijuana »

chaplin skrifaði:
isr skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði: Strákurinn sem ég hef verið í sambandi við í Elko sagði að þegar gert var við myndavélina var skipt um móðurborð og því fylgir usb portið.
Bara svo þú vitir af því, þegar það var skipt um móðurborðið þá færðu 2 ára ábyrgð á nýja móðurborðið.
marijuana skrifaði:

En þetta hér ætti að gera út um allann vafa
http://www.neytendastofa.is/lisalib/get ... temid=3006

24 mánuðir = 2 ár.

Ábygðin gildir því í 2 ár samkvæmt neytendastofu.
Þrátt fyrir að það komi fram í ábyrgðarskilmálum seljanda að ábyrgð á rafhlöðum sé
einungis eitt ár kemur þar ekkert fram sérstaklega um hver sé endingartími rafhlöðu af þeirri gerð
sem hér er deilt um. Ekkert hefur heldur komið fram um það að seljandi hafi greint álitsbeiðanda
sérstaklega frá því þegar kaupin fóru fram að líftími rafhlöðunnar væri einhver ákveðinn tími, og
þá skemmri en tvö ár sem er hinn almenni kvörtunarfrestur vegna galla.
Hef aldrei vitað til þess að nokkurntíman sé manni greint frá því að endingartími rafhlöðu sé minni en 2 ár, hinsvegar finnst mér eins og besta lausnin sé einfaldlega að tala við neytendastofu um þetta og fá þá í þetta.
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Biluð spjaldtölva sem Elko segir í lagi.

Póstur af svanur08 »

Voðalega eru fyrirtæki að rembast með ábyrgð sem þeir seigjast bjóða upp á, hvað varð um good old kúninn hefur alltaf rétt fyrir sér.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Svara