[ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.
Svara

Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

[ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Framed »

Er einhver tilbúinn að styrkja Pírata um einn eða tvo widescreen skjái? 22 tommu eða stærri. Má vera gamall og með einhverjum biluðum pixlum en helst í 1080p upplausn (má vera minna) og litir þurfa að vera í lagi. Ég get sótt á höfuðborgarsvæðinu.

Skjárinn yrði notaður sem hluti af vinnustöð til að streyma fundum og öðrum viðburðum live á Youtube.

Allur stuðningur er vel þeginn.
Last edited by Framed on Þri 22. Mar 2016 02:23, edited 1 time in total.

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Televisionary »

Þessi aðili þ.e.a.s. Píratar fengu "*15.479.059 kr." sem framlag úr ríkissjóði árið 2015 og ekki til fyrir tveimur tölvuskjám?

*heimild heimasíða fjármálaráðuneytisins: https://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/20157
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af ZiRiuS »

Televisionary skrifaði:Þessi aðili þ.e.a.s. Píratar fengu "*15.479.059 kr." sem framlag úr ríkissjóði árið 2015 og ekki til fyrir tveimur tölvuskjám?

*heimild heimasíða fjármálaráðuneytisins: https://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/20157
Þú heldur semsagt að 1.289.921kr á mánuði dugi til reksturs á stjórnmálaflokki á landsvísu? :happy
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Televisionary »

Hreint ekki, Mér leiðist bara þegar það er verið að betla hluti af fólki sem er nú þegar búið að láta fé af hendi. 286 milljónir til stjórnmálaflokka er töluverð upphæð.
ZiRiuS skrifaði:
Televisionary skrifaði:Þessi aðili þ.e.a.s. Píratar fengu "*15.479.059 kr." sem framlag úr ríkissjóði árið 2015 og ekki til fyrir tveimur tölvuskjám?

*heimild heimasíða fjármálaráðuneytisins: https://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/20157
Þú heldur semsagt að 1.289.921kr á mánuði dugi til reksturs á stjórnmálaflokki á landsvísu? :happy

Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Framed »

Televisionary skrifaði:Hreint ekki, Mér leiðist bara þegar það er verið að betla hluti af fólki sem er nú þegar búið að láta fé af hendi. 286 milljónir til stjórnmálaflokka er töluverð upphæð.
Ég myndi akkúrat halda að einstaklingur sem hugsaði á þennan veg kynni að meta að farið væri eins sparlega með það fé sem ríkissjóður greiðir stjórnmálaflokkum í fjárframlög.
ZiRiuS skrifaði:
Televisionary skrifaði:Þessi aðili þ.e.a.s. Píratar fengu "*15.479.059 kr." sem framlag úr ríkissjóði árið 2015 og ekki til fyrir tveimur tölvuskjám?

*heimild heimasíða fjármálaráðuneytisins: https://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/20157
Þú heldur semsagt að 1.289.921kr á mánuði dugi til reksturs á stjórnmálaflokki á landsvísu? :happy
Ég hef ekki óskað formlega eftir fjárframlagi frá framkvæmdaráði til að fjárfesta í skjám. Ég taldi rétt að kanna þennan möguleika fyrst.
Það eru margir sem eiga gamla skjái sem þeir eru hættir að nota. Þar sem við þurfum ekki nýja skjái fyrir þetta verkefni heldur aðallega stærri en við erum með núna ákvað ég að athuga hvort einhverjir stuðningsmenn eða konur Pírata hérna vildu styðja okkar starf á þennan hátt.

Ef svo er ekki þá munum við líkast til bara halda okkur við skjáina sem við höfum en eru heldur litlir fyrir þetta. Skjáir sem við n.b. fengum gefins. Þeir skjáir myndu nýtast betur í annað verk þar sem smæðin á þeim kemur ekki að sök en eru sem stendur fastir í streymisverkinu.

Varðandi reksturinn sjálfan þá verður að segjast að 15,5 milljónir duga skammt í rekstur svona flokks. Sérstaklega þegar núna þegar við erum farin að nálgast kosningabaráttu. Það eru stórir kostnaðarliðir sem bíða. Allt innra starf flokksins er t.d. keyrt á sjálfboðavinnu sem stendur til þess að við höfum efni á starfskrafti þegar nær dregur kosningum. Allt okkar bókhald er líka opið hverjum sem vill skoða það.

Við metum mikið allan stuðning sem við fáum í hvaða formi sem er. Þar með talið í formi gamallra skjáa. :happy

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Televisionary »

.

davidsb
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af davidsb »

Ekki mikið gagn í að benda á slóð sem skilar 404 villu.
Vildi bara benda þér á það.

Mynd

Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Framed »

Það á sér eðlilega skýringu. Síðan var tekin niður eftir að við fengum ábendingu í morgun um að þar væri að finna upplýsingar sem gengu heldur langt varðandi opið bókhald. Mér þykir líklegt að þar hafi verið á ferð athugull vaktari. Hvort svo sé eður ei þá fékk hann þakkir fyrir.

Síðan kemur aftur upp þegar búið er að lagfæra þetta.

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Televisionary »

Ég tilkynnti þetta vildi fá að sjá í hvað 15.479.059 kr fara í.
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af nidur »

Skemmtilegasti þráður dagsins hér á ferð :happy
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af brain »

Televisionary skrifaði:Ég tilkynnti þetta vildi fá að sjá í hvað 15.479.059 kr fara í.
ég líka !

Gaman að sjá hvernig sjálfboðaliðar eyða þessum styrk !
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af brain »

Framed skrifaði:Það á sér eðlilega skýringu. Síðan var tekin niður eftir að við fengum ábendingu í morgun um að þar væri að finna upplýsingar sem gengu heldur langt varðandi opið bókhald. Mér þykir líklegt að þar hafi verið á ferð athugull vaktari. Hvort svo sé eður ei þá fékk hann þakkir fyrir.

Síðan kemur aftur upp þegar búið er að lagfæra þetta.

Nú.... á ekki allt að vera opið og aðgengilegt öllum ?

Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Framed »

brain skrifaði:
Framed skrifaði:Það á sér eðlilega skýringu. Síðan var tekin niður eftir að við fengum ábendingu í morgun um að þar væri að finna upplýsingar sem gengu heldur langt varðandi opið bókhald. Mér þykir líklegt að þar hafi verið á ferð athugull vaktari. Hvort svo sé eður ei þá fékk hann þakkir fyrir.

Síðan kemur aftur upp þegar búið er að lagfæra þetta.

Nú.... á ekki allt að vera opið og aðgengilegt öllum ?
Það eru takmörk á öllu. Jú, það á allt að vera eins opið og aðgengilegt og hægt er upp að því marki að það sé ekki mögulega skaðlegt einhverjum. Það voru upplýsingar þarna sem var ekki eðlilegt að væru aðgengilegar öllum (mögulega skaðlegar) og því var síðan tekin niður á meðan væri verið að lagfæra þá yfirsjón.

En aftur on topic. Enginn sem á skjá sem ekki er í notkun lengur sem við getum losað viðkomandi við?

Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Framed »

TTT

Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Framed »

TTT

Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Framed »

Upp

Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Framed »

Með hliðsjón af nýliðnum/yfirstandandi atburðum þá hefur þörfin fyrir skjá aukist enn meira.

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Televisionary »

Áttu þá við þann atburð að ákveðið hefur verið að falla frá því að ráða framkvæmdastjóra fyrir flokkinn sökum þess að ekki er til fé til að greiða honum laun? Þrátt fyrir að stöðugildið hafi verið auglýst fyrir ekki svo löngu síðan.
Framed skrifaði:Með hliðsjón af nýliðnum/yfirstandandi atburðum þá hefur þörfin fyrir skjá aukist enn meira.

Helgi350
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Fim 16. Jan 2014 21:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Helgi350 »

Ég tel nú um c.a 250.000kr í vínbúðum á árinu 2014. Góð forgangsröðun, það ÞARF enginn áfengi. Hefði verið fínn peningur í skjái
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af einarhr »

Helgi350 skrifaði:Ég tel nú um c.a 250.000kr í vínbúðum á árinu 2014. Góð forgangsröðun, það ÞARF enginn áfengi. Hefði verið fínn peningur í skjái
Pítratar eru allavega með þetta uppi á borðinu, sendu endilega fyrirspurn á 4Flokkinn og athugaðu hvað þau eyddu í áfengi 2014.

Btw, hér er verið að auglýsa eftir skjá í Óskast Tölvuvörur, ef þú sérð þig knúin til að ræða þessi mál væri þá ekki sniðugt bara að búa til þráð í Koníakstofan varðandi Pírata eða bara fara á Pírataspjallið á Facebook og tjá þig.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |

Helgi350
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Fim 16. Jan 2014 21:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Helgi350 »

Og langar nú ekki einu sinni að vita upphæðina á veitingum, sá alveg slatta, getið þið ekki farið í bónus og gert ykkar eigin mat eins og venjulegt fólk?

Helgi350
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Fim 16. Jan 2014 21:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Helgi350 »

einarhr skrifaði:
Helgi350 skrifaði:Ég tel nú um c.a 250.000kr í vínbúðum á árinu 2014. Góð forgangsröðun, það ÞARF enginn áfengi. Hefði verið fínn peningur í skjái
Pítratar eru allavega með þetta uppi á borðinu, sendu endilega fyrirspurn á 4Flokkinn og athugaðu hvað þau eyddu í áfengi 2014.

Btw, hér er verið að auglýsa eftir skjá í Óskast Tölvuvörur, ef þú sérð þig knúin til að ræða þessi mál væri þá ekki sniðugt bara að búa til þráð í Koníakstofan varðandi Pírata eða bara fara á Pírataspjallið á Facebook og tjá þig.

Ég veit það alveg að þeir eyða mun meira, enn þeir eiga að vera betri það er enginn að fara segja mér það að áfengi er MUST, ég styð pírata 100%.
Enn þeir ættu að spá í þessum hlutum, í staðinn t.d fyrir að outsourcea veitingar þá er bónus góður kostur.
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af chaplin »

Jæja, eigum við ekki bara að láta þennan þráð í friði, hér er verið að óska eftir búnaði en ekki pólitískum umræðum.

Ég ætla þó ekki að gefa neinar viðvaranir enda voru spurningarnar í sjálfu sér ekkert óeðlilegar, en Koníakstofan var einmitt stofnuð fyrir svona umræður, ef menn vilja halda henni áfram þá er tilvalið að stofna þráð þar. :)
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] widescreen skjá í styrk fyrir Pírata (gefins)

Póstur af Framed »

Ég skal glaður ræða pólitíkina og annað slíkt sem tengist Pírötum í öðrum þráð/um í viðeigandi flokk á þessu spjallborði.

En eins og bent hefur verið á þá er ég hér að óska eftir tölvubúnaði en ekki umræðum um innra starf flokksins (ef frá er talið af hverju ég er að óska eftir búnaði hér).
Svara