Leið til að tengjast ljósleiðara sem á að fara leggja?

Svara
Skjámynd

Höfundur
vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Leið til að tengjast ljósleiðara sem á að fara leggja?

Póstur af vesi »

Sælir Vaktarar og vinir,
Samkvæmt áætlun mílu á að leggja fiber nánast framhjá húsi (einbíli), það er að segja í fjölbíli sem eru nánast á móti húsi fjölskildu meðlimi mínum sem virkilega þarf á komast á fiber. þetta á að gerast núna 2016 í fjölbílið en einbílinn þurfa bíða til 2018.

Ég spyr þar sem þeir eru að fara á stað með þetta hvort eð er, er einhver leið á að tengjast fibernum og taka þátt/ eða bera kostnað af því sjálfur, eða er þetta allt niðurnelgt á plani.

Eflaust hefur þessi spurning komið áður en ég fann hana þá ekki.

Áætlun mílu
https://www.mila.is/framkvaemdir/ljosle ... il-heimila

Kv. vesi
góðar hugmyndir alltaf vel þegnar.
MCTS Nov´12
Asus eeePc

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Leið til að tengjast ljósleiðara sem á að fara leggja?

Póstur af Manager1 »

Spurning um að tala við Mílu og sjá hvort þetta sé hægt ef þessi fjölskyldumeðlimur er tilbúinn að borga brúsann?
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"

Skari
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Staða: Ótengdur

Re: Leið til að tengjast ljósleiðara sem á að fara leggja?

Póstur af Skari »

Ég var í svipaðri stöðu, að vísu út í sveit en langaði að tengjast inn á ljósleiðara sem míla er með.

Samkvæmt þeim sem ég talaði við hjá Mílu þá meiga þeir ekki vera í sambandi við einstaklinga, þar að segja það var ekkert sem þeir gátu gert og sögðu mér að hafa samband við fjarskiptafélögin með þetta svo ég mæli með að þú hafir frekar samband við þá sem þú ert í þjónustu hjá og sjá hvað þeir geta gert.

Þetta ætti samt að vera hægt en get ekki trúað því að einhver muni taka þetta að sér, verður svo fáranlega dýrt og að minni reynslu þá vilja þeir helst ekkert gera nema í sameiningu við sveitarfélögin, t.d. höfðu þeir engan áhuga á að leggja ljósleiðara í götunni hjá mér fyrr en bærinn ákvað að taka götuna/skólpið í gegn.. Ef þeir hefðu ekki gert það væri ég enn á 8mbit ljósleiðara :P

En já er svona 97% að þú getir ekki fengið þetta í gegn en mæli með að tala við þá sem þú ert í áskrift hjá og látið þá kanna þetta.
Svara