Það eru komnar pælingar fyrir nýju sjónvarpi fyrir heimilið og það þarf að vera um 29".
Þá er bara málið að maður er ekkert almennilega inni í því hvernig sjónvarp maður ætti að fá sér. Flatt eða kúpt, hvaða merki er gott, og hvar ætti ég að kaupa það?
Ekki kaupa no-name merki, ekki kaupa þér ódýrt tæki. Það verður að vera 100hz og þú mátt ekki versla það í Sony setrinunu nema þú hafir ekkert vit á peningum (já það ætti að flengja alla sem versla hjá Sony setrinu, allt Sony þar er dýrara þar en allstaðar annarstaðar.)
Sko .. þetta er sjónvarp fyrir mömmu og pabba og þau hafa mjög ósjálfstæðan vilja í svona hlutum (pabba fannst hugsanlega sniðug hugmynd að kaupa sér no-name 29" tv sem að kostaði 29þús .... af því að það var ódýrt).
En ég reikna með að þau vilji ekki fara yfir 70-80þús og helst vera í kringum 50 þús.
haha Pandemic HDTV er ekki myndvarpasjónvarp, flest eru þau "plasma" eða LCD og ég hef ekki séð neinn myndvarpa sem styður HDTV til fulls þó einhver þeirra "eigi" að gera það. Þú þarft að vera með þetta tengt við réttu græjurnar til að fá myndgæðin, t.d. í tölvu sem það styður.
ekki segja þetta.... ljótt að ljúga (sérstaklega ef þú vest ekkert hverju þú ert að ljúga). ATH ég tel sjálfan mig ekki fullfæran á að útskíra þetta með widescreen og nenni ekki að reina heldur en það er meira en teigð sjónvarpsmynd.
Takai skrifaði:Huh.. þarf ég widescreen til að geta notað allt tv?
Erm .. eru ekki allar útsendingar í venjulegu view??
júmm, en bíómyndir eru með þykka svarta rönd fyrir ofan og neðan myndina. Ef að þú ert með widescreen held ég að þú getir ýtt á takka og sjónvarpið klippir svörtu rendurnar af og notar allan skjáinn
haha minnir mann á það að þú verður líka að passa að það sé hægt að stilla aspect ratio á sjónvarpinu, þoli ekki Bang og Olufsen hvað þeir voru lengi að bæta því á sitt drasl.
mitt widescreen sjonvarp teygir á myndinni þegar horft er á sjónvarp en þegar maður spilar dvd er bara hægt að teygja þannig að sumir partar klippist af :/
nánast öll widescreen sjónvörp sem ég hafa séð eru nánast ónothæf í annað en ða horfa á DVD. þar með talið eiginlega ÖLL ódýr widscreen sjónvörp (undir 100.000kalli). þau teyja bara á mynidni í sjónvarpsútsendingum ef útsendingin er ekki send út sem widescreen. stöð 2 og ruv senda widescreen myndir út með svörtum ramma fyirr ofan og neðan, þannig að widescreen sjónvörp "auto detecta" ekki hvort það er widescreen, og widescreen myndir fylla þessvegna ekki útí sjónvarpið heldur eru enþá mjórri lína en vanalega.
svo er nánast undantekningalaust texti settur alveg eða aðeins útá svarta svæðið í widescreen myndum, í útsendingum, þannig að widescreen sjónvörp klippa hann burt.
eins og staðan er með widescreen í dag get ég enganvegin mælt með því.
sjónvarpid hans pabba er skuggalega geðsjúkt heitir loewe anaconda og kostaði um 260-300 kall fyrir fáum árum síðan, það amk detectar widescreen myndir , tekur non widescreen sjónvarps efni og fittar þannig að tækið að myndin bjagast ekki. kristal tært 100 hz 32" widescreen.