Sæll
Ég myndi ath. hvort skjákortið seti rétt í slottinu, prufaðu að ýta því niður.
það hefur komið fyrir að menn hafa verið að hreyfa við tölvuturninum og skjákapallinn getað kippt kortinu úr sambandi.
Ef það virkar ekki, fáðu þá að prufa kortið á annari tölvu.
En annars, hvers vegna Geforce skjákort, eini munurinn sem ég sé á þeim er CUDA kjarninn sem kemur sér vel ef maður er í myndvinnslu.
En vandamálið með að skjárinn verði svartur þegar þú ferð á Youtube, gæti verið vandamál með driver,
þá færðu hér
http://support.amd.com/en-us/download
bæði fyrir móðurborð og skjákort.
NB.
Smá fróðleikur fyrir þig varðandi meðhöndlun á tölvu íhlutum.
Góð regla er að vinna með spennugjafann tengdan við rafmagn, slökkva á honum með takkanum, sem er aftan á honum.
Ýta á power takkan á tölvunni 2svar, láta líða nokkrar sekúndur á milli. Ef spennugjafinn er tengdur í innstungu með jarðtengingu
þá er nóg fyrir þig að snerta tölvukassann til að afrafmagna þig, að snerta tölvukassann ójarðtengdan þá nærðu að spennujafna þig,
en ekki að afrafmagna þig að fullu.
En best er að meðhöndla íhluti sem minnst, þó íhlutir virki vel eftir meðhöndlun þá getur stöðurafmagn skemmt transistora þannig
að líftími þeirra minnkar.
Kv. Loner