Ég hata húðaðar pönnur, mér finnst þær ekki endast, ekki einu sinni þær dýru og konan og krakkarnir geta aldrei stillt sig um að setja málmáhöld í húðina.
Ég endaði á sensuell stálpönnu frá IKEA.
https://www.ikea.is/products/37877
Hún er úr stáli með álsamlokubotni, hitnar mjög vel og jafnt. Sést hvergi í álið, þannig að engin tæring. Handfangið á henni er eldfast svo það má stinga henni inn í ofn. Fæst í 3 stærðum. Það er geðveikt gott að hræra í henni, hliðarnar henda matnum aftur inn á pönnuna. Hún er nógu djúp fyrir allar kássur og svoleiðis.
Tvö "vandamál":
Maður þarf að kunna á stálpönnu (eða bara non-non-stick-pönnur yfirhöfuð ) til að festist ekki við hana þegar maður steikir. Nota nægan hita. Ef systir þín neitar að steikja upp úr olíu þá er þetta ekki pannan fyrir hana. Það festist aldrei við hjá mér.
Hún dökknar með notkun/aldri. Mér finnst það bara sjarmerandi en það eru ekki allir sammála. Ég þekki það ekki nógu vel, en skilst að 18/10 stál dökkni ekki.
Ekki láta fæla þig frá að hún sé frá IKEA eða undir budget. Þetta væri massa góð panna þó hún kostaði 20 þús.