Í ágúst 2014 hætti ég með internet hjá Símanum og skilaði öllum búnaði en var svo að fatta núna að þeir hafa rukkað mig um routergjaldið alla tíð síðan (ansk. greiðsluþjónustan greiddi alltaf reikninginn sem kom)
Sendi tilkynningu á þá um þetta til þeirra og svari ðsem ég fær er:
Ég bað í kjölfarið um sundurliðun á þessari upphæð og benti á að skv. mínum útreikningum þá væri þetta líklega eitthvað meira sem ég ætti inni hjá þeim, og fæ annað svar...Leiðrétting 4.472 kr. vegna Beinir hefur verið fullkláruð og óskum við eftir bankaupplýsingum
Og sundurliðun:Þú hefur verið að greiða reikningana vegna routersins, greiddir reikningar eru sama og samþykktir reikningar,
Ég kom til móts við þig um 6.mánuði aftur í tímann.
Síminn er s.s. að gera mér greiða með því að endurgreiða mér bara sex mánuði af 16.Sundurliðun leiðrétingar.
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.08.15 - 31.08.15 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.09.15 - 30.09.15 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.10.15 - 31.10.15 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.11.15 - 30.11.15 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.12.15 - 31.12.15 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.01.16 - 31.01.16 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.02.16 - 19.02.16 = 452
Lr. færslugjöld 01.08.15 - 19.02.16 = 665
Samtals leiðrétt = 5257
Kreditreikningur kr.5257 - reikningur með gjaldd. 20.02.16 kr.785 = Samtals leiðrétt = 4427
Þeir sjá ekkert að því að senda fólki reikninga vegna samnings sem búið er að segja upp, taka við greiðslu og borga fólki svo ekki til baka.
Ég hvet alla sem eru í greiðsluþjónustu að fara yfir reikningana sína frá Símanum því að annars... þá eru þið bara að samþykkja að greiða þeim fyrir ekki neitt og það verður greinilega vesen að fá það endurgreitt að fullu.
Fyrir þennan auka 10þ. kall þá varla nennir maður að standa í þessu veseni.
En þetta kom mér bara svo stórkostlega á óvart, að Síminn vilji að ég greiði fyrir þeirra mistök.
Ég ætla ekki að minnast orði á að ég fái endurgreiddar 690 fyrir ferbrúar en að "skuldin" mín vegna febrúar sé 785 (líklega seðilgjald eða e-h álíka).
En þetta er s.s. það sem Síminn virðist stunda.