jæja... ég var með eitthvað trial útgáfu af Style XP, síðan rann hún út meðan ég var í burtu, og núna er ég búin að láta á gamla themeið, og henda style xp, og núna hikstar hún eins og rolluriðill.
Sjá með fylgjandi mynd, er þetta vírus ? hefur einhver séð eitthvað líkt þessu ? ég bara nenni ekki að formata aftur
Viðhengi
New Bitmap Image.JPG (86.44 KiB) Skoðað 1532 sinnum
viðbót : ég er að scanna með ad-aware, og skyndilega bara hreyfðist ekkert. þá tékkaði ég Task manager, og viti menn. þetta virðist koma í bylgjum, og alltaf sami mb fjöldi, 841mb.... víred :urr:
Viðhengi
New Bitmap Image2.JPG (108.8 KiB) Skoðað 1506 sinnum
ekkert að minninu, lét stylexp inn aftur, fulla útgáfu í þetta skipti adaware finnur ekket nema einhverjar bölvaðar cookies, og ég er næstum 90% að þetta sé ekki vírus, því það er ekkert óeðlilegt eða nýtt sem er í startupinu í msconfig.
nú er ég orðinn meira en lítið pirraður og spyr þá. AF HVERJU 'I HEITASTA BÖLVAÐA ANDSKOTANS ER ÞETTA AÐ GERAST!?!?!?!
Svo ég reyni að lýsa vandamálinu aðeins meira, þá er þetta þannig að öðru hverju (ég er ekki búin að finna hvað veldur því) þá fyllist page fileinn og verður í kringum 844mb stór, þess á milli er hann bara yfirleitt ~120mb.... ég set mynd með til að lýsa þessu betur. Þessi mynd er tekinn eftir að láta tölvuna idle með ekkert nema það nauðsynlegasta í gangi í ~1 tíma.
Viðhengi
New Bitmap Image.JPG (107.33 KiB) Skoðað 1508 sinnum
nei sko, nefnilega, ég var búin að tékka á því, það er ekkert. ??!?!? :huh:
það er eins og stundum, þá bara étast upp 900mb af innraminninu og pagefileinu í svona ~15sek síðan hættir það, þetta er alltaf jafnlengi, en kemur frekar óreglulega, ef ég skil tölvuna eftir í 15mín, þá kemur þessi "vitleysa" á fullu.
sko, í task manager þegar þetta oversized memory load fer af stað, þá er forritið cidaemon.exe eitthvað að vinna... hmmm. ég veit að þetta tengist IIS en ég var búin að henda IIS útaf.
veit einhver nákvæmlega hvað cidaemon gerir ? ef svo, gæti verið að hann sé þá í service ? þannig að ég geti komið í veg fyrir að cidaemon ræsist. ?
ahhh, búin að laga, þetta forrit er "indexing service"
ég slökkti bara á indexing service á öllum drifum, og þetta er komið í lag ;> ég býst við að þetta hafi verið einhver file sem hún hefur verið að reyna að indexa, nema það hafi komið einhver villa og hún reynt að gera þetta aftur og aftur.
ég lenti í svipuðu nema ekki var verið að éta jafn mikið minni og hjá þér þetta var vírus sem gerði það að verkum að explore.exe var að éta minnið á fullu og um leið og ég endaði process-ið á honum þá var allt í lagi en auðvitað er ekki mikið hægt að gera með explorer-inn niðri.ég vírusskannaði og eyddi og allt í fína.ég persónulega myndi bara formatta öruggast ef þú ert í einhverjum voða vændraðum að leysa þetta vandamál