Sælir vaktarar mig vantar smá aðstoð um hvert ég á að leita. Þannig er það hjá mér að vinstra framljósið á bílnum mínum fer í gang þegar ég kveiki á bílnum og deyr svo eftir nokkrar min/sek. Útaf því allt ljósadæmið er led eða eitthvað álika (ekki standard) og að peran blikkar og deyr þá heldur toyota því framm að það þurfi að skipta um allt dæmið sem kostar 150.000 kr ekki með vinnutíma.
Ég sagði að það væri crazy verð og hann mældi þá með því að ég leitaði mér annað og kaupa after market eða finna verkstæði sem gæti kannski ''reddað'' þessu eins og hann sagði það en gat ekki bent mér neinstaðar.
Veit einhver um verkstæði sem eru góðir í rafmagni í bílum ? Þúsund þakkir fyrirfram
Er þetta Lexus jepplingur? RX350h ? Miðað við að ljósið kviknar og deyr svo bendir til þess að þetta sé annaðhvort pera eða magnari, mig minnir að magnarinn sé sambyggður ljósinu því gæti þurft nýtt ljós ef það er hann, en hægt er að skipta um peruna sér ef það er vandamálið, það gæti verið þess virði að prófa það þar sem að hún er töluvert ódýrari en nýtt ljós, en þetta heitir Xenon ljós hjá þér.
annars get ég bent þér á www.velastilling.is Auðbrekku 19 Kópavogi, þeir þekkja vel inná toyota/Lexus.
Eina low voltage vörnin er líklega á CAN masternum , yfirstraumsvörn mundi meika sense ekki hitt . Auk þess þarf ljósabúnaðurinn visst mikið afl til að virka yfir höfuð.
Nema þetta sé kannski hitavörn , einhver innri bilun í ljósinu veldur því að ljósið láti slökkva á sér hiti ? Það er allavegana þess virði á henda þessu uppí són áður en það er haldið lengra , í mun dýrari viðgerðir .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic