Netvandamál með Win 10 og Lacie NAS Cloudbox

Svara

Höfundur
GTB1984
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mán 25. Júl 2011 00:13
Staða: Ótengdur

Netvandamál með Win 10 og Lacie NAS Cloudbox

Póstur af GTB1984 »

Góða kvöldið,

Ég hef verið í vandamálum með að tengjast netflakkaranum mínum (Lacie Cloudbox) síðustu tvær vikur og ég gruna að þetta tengist eitthvað sjálfvirkri uppfærslu á Win 10 Home. Ég hef sem sagt átt Lenovo fartölvu í þrjú ár og alltaf getað tengst flakkaranum í gegnum tölvuna og búið til möppur, fært fæla á milli og líka getað látið uTorrent downloadað beint á NAS-inn. Síðan hef ég getað horft á efni á flakkaranum í sjónvarpinu mínu. Ég keypti mér síðan dreamware tölvu frá start.is í byrjun ársins og báðar vélarnar eru með Win 10 Home og sama vandamál er í báðum vélum.

Eina sem er í lagi núna er að ég get horft á efnið sem var fyrir í sjónvarpinu.

Villan sem ég fæ þegar ég reyni að laga tenginguna við flakkarann er "Windows Sockets registry entries missing".

Ég hef athugað með netkortið og ég er með nýjasta driver-inn. Þá er ekkert vandamál að flakka um á netinu og mér sýnist þetta vera eina vandamálið sem er að hrjá mig. Ég hef google-að mjög mikið undanfarna daga en ekki náð að redda þessu og er orðinn frekar þreyttur á þessu.

Með fyrirfram þökkum um aðstoð
Gunnar
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Netvandamál með Win 10 og Lacie NAS Cloudbox

Póstur af nidur »

Nú veit ég ekki hvernig þessi box virka.

En er hægt að stilla CIFS eða SMB share á þeim, gæti verið að þú þurfir að breyta úr smb1 í 2 eða eitthvað slíkt.

Höfundur
GTB1984
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mán 25. Júl 2011 00:13
Staða: Ótengdur

Re: Netvandamál með Win 10 og Lacie NAS Cloudbox

Póstur af GTB1984 »

Takk fyrir svarið. Þetta er komið í lag. Breytti nokkrum sharing stillingum hjá mér og náði þessu í lag. Veit ekki nákvæmlega hvert vandamálið var en það skiptir ekki öllu máli núna.
Svara