Klaufi skrifaði:HalistaX skrifaði:Get menn eins og ég, greindir með geðklofa eða aðrar geðraskanir, fengið byssuleyfi?
Ég er ekki viss, það fer alveg eftir því hvernig læknir metur þig.
Þú þarft að fara í mat til heimilislæknis þegar þú sækir um skotvopnaleyfi.
Mér þykir það ólíklegt, en ólíklegustu menn eru með skotvopnaleyfi.
Hins vegar, eftir að hafa fylgst með sögunni þinni, þá myndi ég gefa þessu smá tíma og sjá hversu vel gengur núna, og mögulega gætirðu fengið leyfi.
Jájá, ég er svo sem ekkert að pæla í þessu fyrir alvöru.
Væri bara neat-o að vera með byssuleyfi þar sem maður er bóndasonur og hefur þurft að nota byssur við að aflífa dýr og svona.
Ætli ég hafi ekki verið 12 eða 13 ára þegar pabbi dróg mig úr Playstation, lét mig fá .22 skammbyssuna sína og sagði mér að skjóta eitt stk aumingja(Aumingjar eru s.s. lömb sem fæðast fötluð, standa ekki í lappirnar osf. og er það bara ljótt af bændum að aflífa það ekki því aldrei yrði það að heilbrigðri skepnu, myndi verða bara að einhverri klessu sem stæði ekki í lappirnar og gæti ekki nært sig sjálft og myndi það líklegast bara drepast úr hungri á endanum). Hann sagði mér að stíga laust á hálsinn á því, bara til þess að halda því kjuru, ekki það fast að ég væri að kæfa það samt, við viljum ekki að dýrin þjáist, og skjóta það svo í hausinn.
Ég geri það náttúrulega og þrátt fyrir að hafa dáið samstundis þá spriklaði það eins og nýfætt á meðan það blæddi út.
Rosalega kemur mikið af blóði úr svona lítilli skepnu. Annars hefur þetta atvik, þó það hafi verið ógéðslegt að horfa uppá litla sæta lambið deyja, ekki hrjáð mig neitt til langtíma. Ég var náttúrulega þögull á eftir en ég var alveg búinn að gleyma því þangað til að ég spurði um byssuleyfið þarna í gær. Pabbi hefði líklega ekki átt að láta mig gera þetta svona ungann en þetta var og er svo sem bara partur af sveitalífinu. Kannski fínt að kynnast þessu svona ungur, maður kann þá á þetta í dag.
Hef ég síðan orðið vitni að mörgu ljótu, ljótu hliðinni af sveitalífinu þ.e.a.s. Ég er ekki að segja að við séum bara að drepa dýr uppá funnið, heldur er það vegna þess að stundum er bara ekkert annað í stöðuni. Ég vona að þið skiljið það.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.