Ég er með jólatré með áföstum LED seríum. Ljósin eru 800, en hluti þeirra virkar ekki. Vandamálið liggur í vírunum sem hafa farið sundur, en fyrri eigandi trésins áttu hund sem nagaði aðeins í tréð. Er einhver sen kann að laga svona seríur eða getur bent á einhverja sem geta það? Það er greinilega meira en tveir vírar í seríunni. Þriðji vírinn er raunar ekki vír, frekar svona strengur eða ljósleiðari. Er einhver sem getur komið hugmyndir? Ég er búinn að athuga allar perur og athuga líka öryggin. Tréð skal komið í fullkomið lag fyrir næstu jól...

Kær kveðja,
Leó Löve