fartölva og hiti

Svara
Skjámynd

Höfundur
tobbibraga
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 359
Skráði sig: Þri 29. Mar 2011 23:11
Staða: Ótengdur

fartölva og hiti

Póstur af tobbibraga »

Sælir félagar ég er með ASUS ROG, mig langar að spyrja mér fynnst hún alltaf vera frekar heit þó svo ég sé búinn að rykhreinsa hana og skipta um kælikrem í henni hvað getur annað verið að, eins og núna er ekkert í gangi nema bara google chrome og hún er 65 gráðum og ef mér ditti í hug að kveikja á leik þá ríkur hún uppúr öllu,
hvað gæti annað verið að þessari elsku?

tók þetta screen shot rétt í þessum skrifuðu orðum
Viðhengi
ASUS ROG.PNG
ASUS ROG.PNG (36.69 KiB) Skoðað 413 sinnum
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: fartölva og hiti

Póstur af DJOli »

Fartölvur hafa alla tíð keyrt frekar heitt og verið óhagkvæmur valkostur fyrir leikjaspilun. Þær eru litlar, með takmarkað loftflæði og niðurklukkaða íhluti.
varðandi hitann sem þú ert að upplifa mæli ég með kæliplötu með viftu (1 eða fleiri). Ef þú skoðar vefsíður tölvuverslananna hérlendis og ferð í fartölvuflokkinn þá finnast svona kælbretti oftast í aukahlutum.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: fartölva og hiti

Póstur af kizi86 »

EKKI hlusta á djoli í þessu máli, hann veit greinilega ekki hvað hann er að tala um.. ROG tölvurnar frá asus eru hannaðar upp á loftflæði og alvöru kælingar! eina sem mér dettur í hug er að kælingin sé ekki að liggja nógu vel á örgjörvanum, eða hafir sett of lítið af thermal paste eða of mikið.. á eina rog vél og hún er að idle-a í svona 30ish og undir full load fer örgjörvinn aldrei yfir 60°C
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: fartölva og hiti

Póstur af DJOli »

Það gæti náttúrulega verið að eitthvað hafi klúðrast þegar þú skiptir um kælikrem. Passaðirðu ekki upp á að það hafi pottþétt ekki myndast loftrúm, s.s. að kælikremið hafi hulið alveg frá miðjunni.

Ég veit að þetta hljómar asnalega lýst hjá mér, en við erum að tala um að eitt sem gæti gerst þegar skipt er um kælikrem sé að það gæti hafa orðið til hjá þér loftrými sem "trappar" loft, og kemur því í veg fyrir að örgjörvinn nái að kæla sig almennilega.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

Höfundur
tobbibraga
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 359
Skráði sig: Þri 29. Mar 2011 23:11
Staða: Ótengdur

Re: fartölva og hiti

Póstur af tobbibraga »

Ok það er spurning að rífa hana í sundur aftur og skoða þetta jafvel láta fagmann um verkið :D væri kannski ekki vitlaust að að setja almennilegt thermal paste ég er bara með eitthvað ódýrt úr tölvulistanum
Svara