Tölvan mín fór að taka upp á því um daginn að ofhitna og drepa á sér þegar ég spila tölvuleiki. Ég bara gerði ráð fyrir því að það væri örgjafinn, þar sem ég var bara með stock örgjafaviftu og fór og keypti mér nýja svaka-über viftu. Enn er tölvan að ofhitna og drepa á sér. Ég downloadaði forriti sem sýnir mér hitann á öllum íhlutunum og þar sé ég að örgjafinn er að fara í max 26°C við mikið áreiti en skjákortið er að fara í 80°C. Það var þegar ég var að spila FM15 og tölvan drap ekki á sér, en hefði ég verið að spila kröfuharðari leik hefði skjákortið væntanlega hitnað enn meir.
Kassinn er lokaður og allar viftur í lagi, þannig að loftflæði um kassann er alveg í lagi.
Ef það er skjákortið sem er að ofhitna, afhverju hefur það allt í einu tekið upp á því núna, eftir rúmlega ár án nokkura vandamála.
Ef það er skjákortið sem er að ofhitna, hvað get ég gert, annað en að kaupa mér nýtt?
Ég er með NVIDIA GeForce GTX760, sem hefur virkað mjög vel fyrir mig upp að þessum punkti.
Tölvan að ofhitna
Re: Tölvan að ofhitna
getur prufað að dl Aida64 og keyra gott stress test og sjá hvað hitinn er að fara uppí í max keyrslu. http://www.aida64.com/downloads
Edit: Kannski að byrja á því að athuga hvort skjákortið sé nokkuð skítugt eða þakið ryki....
Edit: Kannski að byrja á því að athuga hvort skjákortið sé nokkuð skítugt eða þakið ryki....
|-Evolv X-|-Asus Z370 Gaming-|-i7 8700k-|-Noctua NH D15-|-2x8GB Vengeance 3200MHz-|-SuperNova 750 B2-|-Asus GTX 1080 Strix-|
Re: Tölvan að ofhitna
Styð þessa pælingu.Minuz1 skrifaði:Aflgjafinn?
Ef þú hefur keypt aflgjafa sem hefur *rétt sloppið* fyrir tölvuna þína, þá getur mögulega verið að hann hafi misst smá kraft á einu ári, þessi smá kraftur getur verið munurinn á því að tölvan þín keyri á 100% álagi, og að hún drepi á sér/komi með bsod.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|