Guttinn minn er búinn að safna upp í leikjatölvu eða um 100 þúsund núna í langan tíma, og hann er að pæla í xbox eða PS 4 en þekkir lítið möguleika á PC vélum í þessu
Ég var að velta því fyrir mér hvort hann væri betur settur með PC vél í staðinn (ég á skjá osf fyrir hann ef hann kaupir tölvuna).
Kannski tvær spurnigar:
1. Er hægt að fá einhverjar hálf sæmilegar PC leikjavélar á 100 k
2. Er einhver hagræðing í leikjum t.d. ódýrara að redda leikjum á PC eða Xbox eða PS t.d.
3. Er mikill munur á leikjaframboði á Xbox, PS og PC
4. Eitthvað annað sem ég ætti að hafa í huga með þetta ?
Ef einhver sérfræðingur í þessu sem er í hátíðarskapi myndi nenna að skella einhverjum svörum við einhverju af þessu þá væri það vel þegið. Guttinn er 12 ára

Gleðilega hátíð.