Curved Sjónvarp eða ekki?

Svara

Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af wixor »

Vaktin.is er klárlega með fullt af hjálpsömu fólki og þess vegna leita ég til ykkar á þessari síðu enda stórkostlegt samfélag ekki flóknara en það.

Ég er búinn að vera skoða spjallþræðina hérna en núna er ég kominn með hausverk ég hef verið að skoða Samsung Curved tæki og þessi venjulegu.

Er að horfa í 6000 eða 7000 línuna. Mig langar svo að fá álit/skoðun ykkar hvort þú myndir kaupa þér Curved tæki eða ekki og líka hvers vegna.

Þannig ef þú ert tilbúin/n að leggja nokkur orð í umræðuna hérna þá væri ég þakklátur fyrir hjálpina. Því ég er bara með einn stóran hausverk.

Takk fyrir.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af AntiTrust »

Fer rosalega eftir því hvað þú ert með stóra stofu og hversu margir munu horfa á TVið á sama tíma. Fyrir meðalstóra stofu með ~5m frá setustað að sjónvarpi myndi ég líklega ekki kaupa curved TV fyrr en ég færi yfir 65", jafnvel ofar.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af GuðjónR »

Ég myndi aldrei vilja curved eingöngu af því að mér finnst þau ljót, punktur.

Fautinn
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af Fautinn »

Var að kaupa þetta tæki http://ht.is/product/55-uhd-oled-sjonvarp-curved er að elska það, þvílík gæði, var að horfa á 4k á Youtube og bara vá, og fíla curved, sammála ekki gott þegar mjög margir eru að horfa en 2-5 er bara flott.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af GuðjónR »

Fautinn skrifaði:Var að kaupa þetta tæki http://ht.is/product/55-uhd-oled-sjonvarp-curved er að elska það, þvílík gæði, var að horfa á 4k á Youtube og bara vá, og fíla curved, sammála ekki gott þegar mjög margir eru að horfa en 2-5 er bara flott.
Það toppar ekkert tæki þetta í myndgæðum.
Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af Lallistori »

GuðjónR skrifaði:Ég myndi aldrei vilja curved eingöngu af því að mér finnst þau ljót, punktur.
Vá hvað ég er sammála þér!
Haf X - Corsair 750w - i7 6700k - 16gb ddr4 3200mhz -ASRock Pro4 - Samsung 850 Pro 256gb - Asus 3070 - 5TB HDD's
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af appel »

Ég er ekki hrifinn af curved.

Jújú, í búðinni getur sölukarlinn alveg sannfært mig um að curved sé flott, heldur því fram að sjónsvið mannsins sé svona curved og bla bla...en ég vil fá flatan skjá á vegginn hjá mér sem stingur ekki út. Ég vil þunnt sjónvarp, stórt, og flatt. Curved sjónvörp standa út og þurfa meira pláss.

Auk þess held ég að curved tæki séu bara tímabundið í tísku, flöt sjónvörp verða meira ráðandi í framtíðinni.

Allt content sem er framleitt er hannað fyrir flata skjái/tjöld. Curved tæki í raun breyta myndinni, distorta hana.
*-*
Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af Orri »

appel skrifaði:Allt content sem er framleitt er hannað fyrir flata skjái/tjöld. Curved tæki í raun breyta myndinni, distorta hana.
Eru ekki flestar kvikmyndir gerðar með kvikmyndahúsin í huga, sem eru mörg/flest með curved tjöld? :)

Annars er ég sammála, hallast frekar að því að fá mér flatt sjónvarp frekar en curved, án þess þó að vera búinn að pæla mikið í því.
Er samt frekar heitur fyrir curved 21:9 tölvuskjám, en það er kannski ekki beint sambærilegt.
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS
Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af Lallistori »

Orri skrifaði:Er samt frekar heitur fyrir curved 21:9 tölvuskjám, en það er kannski ekki beint sambærilegt.
Það er örugglega fínt að nota curved skjá fyrir leikjanotkun, enda með skjáinn beint fyrir framan mann.
En ég er sammála þér, þetta er ekki sambærilegt.
Haf X - Corsair 750w - i7 6700k - 16gb ddr4 3200mhz -ASRock Pro4 - Samsung 850 Pro 256gb - Asus 3070 - 5TB HDD's

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af slapi »

Ég var mjög á móti þessu áður en ég heyrði rökin um að það glampar nánast ekkert á curved skjái og ef það er kemur það bara á lítinn part útaf sveigjunni. Þetta seldi mig svolítið og væri gaman að sjá svona panel í heimahúsi til að taka þetta út.

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af machinefart »

slapi skrifaði:Ég var mjög á móti þessu áður en ég heyrði rökin um að það glampar nánast ekkert á curved skjái og ef það er kemur það bara á lítinn part útaf sveigjunni. Þetta seldi mig svolítið og væri gaman að sjá svona panel í heimahúsi til að taka þetta út.
rtings eru með tilraunir tengdar þessu og raunin þar er sú að það glampar alveg jafn mikið á sjónvarpið - það kemur fram við aðrar aðstæður, meir að segja getur glampinn orðið þannig að hann dreifist meira á sjónvarpið.

Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af wixor »

Kærar þakkir fyrir ykkar skemmtilegu og heiðarlegu innlegg í umræðuna vonandi verður þetta til þess að hjálpa fleirum þarna úti en bara mér ég held ég sé hættur við að fá mér Curved tæki.
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af gardar »

Curve er bara sölutrix, hérna er farið yfir þetta vísindalega: http://www.rtings.com/tv/learn/curved-v ... s-compared
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af audiophile »

Curved er smekksatriði og ekki minnsmekkur. Sem betur fer eru flöt OLED tæki á leiðinni :)
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Curved Sjónvarp eða ekki?

Póstur af appel »

Já, þið skulið vara ykkur á öllum svona nýmóðinsauglýsingarmarkaðssölutrikkum.

Það tók mannskepnuna milljónir ára að þróa sjónvarpsskjá sem var flatur, þ.e. ekki bevelaður, kúptur eða hvaðeina. Svo kemur Samsung og ætlar að sannfæra ykkur um annað, og þið kaupið það koool-aid? Shame on you! :)

Skjáir eiga að vera flatir! Ekki hinsegin!
*-*
Svara