
Ok Heimspekileg spurning
Jörðin er einfaldlega að farast og við höfum bara pláss fyrir nokkur hundruð manns til að senda útí geim að reyna að halda hinu mikilvæga tilvistar og framþróunar hlutverki mannskepnunnar áfram.
Hvaða fólk á að velja og í hvaða hlutföllum og hversvegan?
Ættu Sameinuðu þjóðirnar eða eitthver önnur stofnun að standa fyrir valinu?
Ætti kynjahlutfallið að vera 50/50, ef ekki þá hvaða annað hlutfall og afhverju?
Hvor starfsþekkingin væru t.d. mikilvægari Bankastjórar eða Vísindamenn?
Ættu trúarbrögð að skipta máli við val, uppá að fyrirbyggja seinni tíma ágreining?
Ættu öll svæði jarðar að fá jafn mörg sæti til umráða?
Ættum við yfir höfuð að vera að reyna þetta eða væri betra að bara sleppa því og mæta því óhjákvæmilega sem koma skal?