Eins og þráðurinn segir þá er ég að fara setja saman fyrstu tölvuna mína og var að vonast til þess að einhverjir hér væru til í að ráðleggja mér aðeins um hvað væri best að kaupa.
Það sem ég mun nota tölvuna í verður smá tölvuleikjaspilun (CS GO, LOL/HON, Battlefield, mögulega fleiri), forrit sem ég nota í skólanum (var að byra í verkfræði ef einhver þekkir forritin notuð í því... matlab, inventor, autocad er það sem ég hef unnið í eins og er) og síðan mun ég stream-a mikið af bíómyndum og svoleiðis. Þetta er fyrsta skipti sem ég mun eiga tölvu sem getur spilað tölvuleiki og ég vil hafa möguleikann á að geta spilað meira en bara CS, svo helst að vera góð leikjatölva.
Ég hef látið mig dreyma um að hafa tvo skái, mun einnig tengja tölvuna við sjónvarp til að horfa á það sem ég er að stream-a. Eru einhverjir sérstakir hlutir sem ég ætti að sækjast í til þess að gera þetta?
Ég vil einnig hafa möguleikann á því að geta notað tónlistarforrit og mögulega leika mér aðeins að klippa video. (Þetta er svona meira aukaatriði sem ég væri til í að leika mér í bara sem áhugamál, svo ef þetta er að bæta við einhverjum 30 þúsund í build-ið þá held ég að ég sleppi því)
Afi minn er núna í USA svo að ég get náð mér í skjákort og örgjörva á aðeins betra verði en hér á íslandi, hann getur að sjálfsögðu ekki tekið heila tölvu með sér, svo ég held að ég muni nýta mér ferðina hans í þessa tvo hluti þar sem þeir eru dýrari en aðrir, mögulega móðurborð?
Ég hef skoðað þetta svolítið og hér er það sem ég er að pæla eins og er:
Örgjörvi: (Intel Skylake i5 6500 3.2 GHz - 3.6 GHz) Passar Intel með DDR3? Er mikill munur á Intel og AMD og í hverju felst munurinn á því? Vinur minn sagði mér að fara í Skylake, en hann hafði ekki mikið af ástæðum afhverju ég ætti að gera það, bara að honum hefði verið ráðlagt það af einhverjum sem höfðu mikið vit á þessu. Er einhver örgjörvi sem þið mynduð frekar mæla með, og væri i5 6500 nóg fyrir það sem ég er að fara nota tölvuna í? Vantar líka ráðlagningu um hvernig viftu ég ætti að hafa á örgjörvanum og hvort þið mælið með einhverju sérstöku kælikremi?
Minni: (16 GB (2x8 GB) 2666 MHz/2400 MHz) Mig minnir að ég hafi fundið þennan á góðu verði á amazon. Pæling hvort að 2400 MHz væri ekki nóg? Hvað væri ég að græða á því að fara í 2666? Ég veit hvað minnið gerir, en ég er ekki alveg viss hvort ég muni hafa eitthvað við þessi auka MHz að gera.
Mest að pæla hvort ég eigi að vera fara í DDR4 eða DDR3? Allar upplýsingar mjög vel þegnar.
Skjákort: (GTX 960) Þar sem ég hef ekki reynsluna á einhverjum svaka skjákortum þá ætla ég ekki að fara í 970, ég tel þetta vera meira en ásættanlegt. Á amazon hef ég nokkra möguleika á hvaða framleiðanda ég ætti að velja, eruði með einhverjar tillögur, hef lesið eitthvað um það en þá var aðalega verið að tala um þegar það er verið að overclocka skjákortið sem ég ætla ekkert að vesenast í, allavega ekki strax. Ég las einnig að GeForce skjákortið væri frekar langt og mögulega vesen að koma því fyrir í turninum. Ég held ég fari í 2 GB, ef þið teljið það ekki vera nóg, pls let me know

Harðir diskar: (250 GB Samsung 850 EVO) og einhver annar 1-2 TB. Einhverjir sérstakir sem þið mælið með eða eitthvað sérstakt sem ég ætti að skoða varðandi val á því?
Móðurborð: Hér er ég alveg týndur, væntanlega því ég er ekki búinn að ákveða hvort ég ætla í DDR3 eða DDR4, ég veit heldur ekki hvort val á örgjörvanum (eða aðrir hlutir) skipti einhverju máli hér? (ss hvort ég þurfi að huga að t.d. hvort minnið, skjákortið og harðir diskar ná 100 % virkni sinni í því móðurborði sem ég vel. Og aðsjálfsögðu þarf þetta allt að passa... Eitthvað meira sem ég þarf að skoða hér?)
Aflgjafar: Tillögur um hversu mikið afl ég mun nota? Ætti ég ekki að vera með rúmlega það sem ég mun nota, hversu mikið meira ætti ég að hafa það (100W meira) ? Ætlaði að taka 750 W til að vera öruggur, veit ekki hvort það sé tæpt eða over-doing it.
Turn: Ætlaði að finna eitthvað hentugt eftir að ég er 100 % á hvaða hlutir fara í hann

Ég þarf að fara panta hlutina bráðum og þarf að fara ákveða mig sem fyrst. Plís hjálpið mér með þetta, ef þið eruð með eitthvað gott build sem þið eruð nýbúnir að vera skoða sjálf og væruð til í að deila þá væri það frábært. Ef það er eitthvað svakalegt skrímsli þá væri mjög vel þegið ef þið gætuð sagt mér hvað það er sem ég gæti verið nýskur á og farið í ódýrari hlut. Þegar ég byrjaði að skoða þetta þá finnst mér eins og allt annað en ég hef sett hér fyrir ofan væri ekki nóg, er það vitleysa?