Verðsamanburður - Vefsíða sem ég finn ekki aftur

Svara

Höfundur
enypha
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Verðsamanburður - Vefsíða sem ég finn ekki aftur

Póstur af enypha »

Vill byrja á að taka fram að þetta er ekki á neinn hátt neikvætt í garð vaktin.is.

Ég rakst á síðu fyrir nokkru síðan sem átti að geta fundið ódýrasta verðið á hinum ýmsu vörum á íslenskum netverslunum. Vöruflokkarnir voru mun fleiri en hér á Vaktinni en að sama skapi lítið búið að leggja í að draga saman sömu vörurnar milli búða eins og hér, s.s. sami hluturinn kom fyrir oft en var bara skráður til sölu hjá einni verslun. Þá var lýsingin t.d. ekki sú sama og því var þetta ekki "sama" varan.

Löng saga og óþarflega flókið hjá mér...úff. Allavega, pricegrabber-ish síða fyrir íslenskan markað. Finn ekki slóðina lengur. Hefur einhver rekist á þetta?
x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár

bjorngi
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mán 04. Jan 2010 16:31
Staða: Ótengdur

Re: Verðsamanburður - Vefsíða sem ég finn ekki aftur

Póstur af bjorngi »

Þessi?
http://www.verdbil.is/

Kv.
Bjössi

Höfundur
enypha
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verðsamanburður - Vefsíða sem ég finn ekki aftur

Póstur af enypha »

Já, held það hafi örugglega verið þessi. Hún þjónar í það minnsta sama tilgangi.

Ef einhver lest þetta sem vinnur að verdbil.is, þá segi ég takk og þetta er gott framtak. Svona síður geta verið öflug tól til að virkja jákvæð áhrif samkeppni á frjálsum markaði neytendum í vil.

Ég fletti upp til gamans verðinu á Samsung S6 32GB og sá að hann er ódýrastur hjá Ormsson samkvæmt síðunni. hvort það er rétt hef ég ekki staðfest, en ég er oft að reka mig á að "ódýru" verslanirnar eru alls ekki alltaf með besta verðið. Vinnufélagi minn ætlaði að kaupa 3D gleraugu fyrir Panasonic sjónvarp til að gefa sem gjöf og fékk til aðstoðar við kaupin link á gleraugun hjá Elko, þar sem þau kostuðu tæpar 15000kr. Þau voru ekki til á lager hjá þeim svo hún leitaði og fann þau til sölu hjá Sjónvarpsmiðstöðinni og sannreyndi að um sömu gleraugu væri að ræða með því að bera saman vörunúmerin. Gleraugun voru til hjá SM og kostuðu rúmar 7000kr. Boðskapurinn er s.s. (sem allir hér á Vaktinni eru mjög líklega mjög meðvitaðir um) að það borgar sig að leggja á sig smá leit til að finna besta verðið.
x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár

Some0ne
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Verðsamanburður - Vefsíða sem ég finn ekki aftur

Póstur af Some0ne »

Sárvantar örgjörva þarna í íhlutir

lexusinn
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 25. Ágú 2014 19:33
Staða: Ótengdur

Re: Verðsamanburður - Vefsíða sem ég finn ekki aftur

Póstur af lexusinn »

Persónulega finnst mér gaman og fræðandi að fara á þessa síðu en hún býður uppá hvenær vara kemur á markað og hvernig henni gengur. það þarf bara að skrá fyrstu stafi.. heiti eða tegund vöru. Góða skemmtun

http://www.prisjakt.nu/
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Verðsamanburður - Vefsíða sem ég finn ekki aftur

Póstur af depill »

hún virðist samt ekki alveg vera áreiðanleg

Segir þennan https://vefverslun.siminn.is/vorur/simt ... dge%2032GB kosta 129.990 kr hjá Símanum en hann kostar 109.990 kr

https://vefverslun.siminn.is/vorur/simt ... B#pv_13113 og bendir á þennan ( sami og áður ) og segir að hann kosti 149.990 kr ( en kostar 109.990 kr )

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Farsim ... %20Svartur er líka rangt.

Þannig væntanlega taka með fyrirvara ?
Svara