Skjákort?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Skjákort?

Póstur af Njall_L »

Sælir vaktarar

Ég er að aðstoða félaga minn að setja saman leikjatölvu og við erum mjög óvissir á hvaða skjákort ætti að velja.
Valið er á milli Asus Strix GTX970, R9 390 eða R9 390X. Bæði AMD kortin hafa 8GB Vram á móti 4GB á 970 og AMD eru að koma betur út í benchmarks. AMD kortin taka hinsvegar mun fleiri Wött en GTX970 og ættu þar af leiðandi að skila af sér meiri hita sem að þarf að losa sig við sem að gæti skilað sér í hærri viftusnúnig og þar af leiðandi meiri hávaða.
Ein af aðal pælingunum við tölvuna var að hafa hana hljóðláta svo að ég er að velta fyrir mér hvað þið vaktarar mynduð taka af þessum kortum í high end leikjatölvu sem á að vera hljóðlát
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af Minuz1 »

Ég keypti mér 970, bara frekar sáttur.

AMD kortin eru betri ef þú vilt hærri upplausnir, 970 kortið er ekki einu sinni "true" 4GB kort, það er 3.5GB + 500MB hægara minni.

Ég tók einmitt frekar 970 kortið vegna lægri W tala, vegna hávaða.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3298
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af mercury »

er með strix 970. þetta silent fan fer fallega í taugarnar á mér.
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7
Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af Njall_L »

mercury skrifaði:er með strix 970. þetta silent fan fer fallega í taugarnar á mér.
Geturðu komið með útskýringu á því hvað það er sem fer í taugarnar á þér? Eru þær ekkert hljóðlátar eða hvað er málið?
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af Xovius »

Ég var með tvö gigabyte 970. Hef verið nVidia maður síðan ég var með 7970... hávært og leiðinlegt kort.
Mín 970 voru ekki með silent mode by default en ég gat búið það til með smá googli og fikti. Virkaði fullkomlega. Spinnuðu aldrei upp og voru alveg hljóðlátar nema í þyngri leikjum. Get hiklaust mælt með þeim. Þú þarft ekki 8gb vram nema þú viljir fara í hærra en 1080p, ég runnaði flest allt í 1080p 144fps og það virkaði mjög vel.

htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af htmlrulezd000d »

ég er með 970 og sé smá eftir því. Ég myndi taka 390 eða 390x bara fyrir svipað performance og 8gb. Eftir að hafa spilað GTAv og Battlefront þá er 970 með 99% usage og 3.5 gb. Mér finnst eina vitið við svipað verð að taka 390.

Jonssi89
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Fös 16. Jan 2015 23:57
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af Jonssi89 »

Ég myndi taka 390x. Svipað ef ekki betra performance og 8gb vram
i7 8700K - H100i GTX - Asus Z370-A Prime - GTX 1080 STRIX - Corsair Vengeance 16GB 2400mhz DDR4 - Samsung 970 EVO+ 250GB NVMe - Samsung 850 Pro 512GB - 4TB HDD - Corsair RM1000 - Corsair Obsidian 450D - 34" LG 34UC87M-B - Logitech G9x - Logitech Z623
Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3298
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af mercury »

Njall_L skrifaði:
mercury skrifaði:er með strix 970. þetta silent fan fer fallega í taugarnar á mér.
Geturðu komið með útskýringu á því hvað það er sem fer í taugarnar á þér? Eru þær ekkert hljóðlátar eða hvað er málið?
mig er ekki vel við að skjákortin mín séu að idla á milli 50-60°. Kosturinn við það er að það þarf ekkert að kinda herbergið og tölvan er svo til dead silent. Svo fara vifturnar auðvitað á swing þegar kortin hitna einhvað að ráði.
Hef verið að nota msi afterburner og önnur forrit til að vera með fan profile en það er bölvað vesen.
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7

Galaxy
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Þri 30. Jún 2015 19:39
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af Galaxy »

Gigabyte 970 kortið mitt runnar allt frábærlega og overclockar rugl vel. Eina vandamálið er þegar ég ætla spila þunga leiki með speakers, heyrist ógeðslegt coil-whine, annars spila ég aldrei nema með headphones þannig vel sáttur.
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af Alfa »

Njall_L skrifaði:Ein af aðal pælingunum við tölvuna var að hafa hana hljóðláta svo að ég er að velta fyrir mér hvað þið vaktarar mynduð taka af þessum kortum í high end leikjatölvu sem á að vera hljóðlát
Ef þú ert að spá í sem mestu silent þá myndi ég 100 sinnum meira velja MSI kort með Twin Froz V en Direct CU 2 frá Asus. Hef átt líka Gigabyte með Windforce og ekkert af þessum viftukerfum kemst nálægt MSI í að vera lágvært. Eina sem er neikvætt við MSI kortin eru að sum af þeim eru ekki með backplate sem mér finnst persónulega ljótt !

AMD kortin bæði hitna meira og um leið þurfa þá viftur að snúast meira sem þýðir meiri hávaði. T.d MSI 970 GTX kortið sem ég átti fyrir um 3 mán. var nánast silent í load en á ég núna ASUS 980 Stix og það er miklu hágværara. Hef reyndar ekki reynslu af þessu 3 viftu 390X Stix (Direct CU 3) korti frá ASUS sem t.d. TL er með, en ég myndi velja það á 90 þús í stað 80 þús 970 GTX engin spurning. Munurinn á milli 970 GTX og 390X að meðaltali er þó innan við 10% í 1080P.

http://www.techpowerup.com/reviews/MSI/ ... ng/30.html
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af hjalti8 »

ég myndi ekki pæla í 390X, það er way overpriced, frekar pæla í 390(non-X) en það er hægt að fá MSI 390 Gaming kort á 60k en eins og alfa tók fram þá eru þessar TwinFrozr V kælingar einstaklega vel heppnaðar.



Bestu kortin fyrir peningin í dag eru klárlega 970 og 390.
Performance er mjög svipað en stærsti munurinn er augljóslega vram(3.5gb vs 8gb) og rafmagns notkun(163W vs 231W).

Svo ef við berum saman MSI útgáfurnar af þessum kortum þá er 10k verðmunur. Bæði kort slökkva á viftunum @idle svo þau eru dead silent. @Full load er 970 kortið meira silent. 390 kortið(msi útgáfan) er triple slot á meðan 970 kortið tekur bara 2 slot. 970 kortið er svo með HDMI2.0 svo maður getur keyrt 4K@60hz á sjónvörpum sem eru ekki með displayport(sem eru langflest sjónvörp).

Annars finnst mér 3.5gb vs 8gb vram vera frekar mikill deal breaker sérstaklega fyrir þá sem nota HD texture mods.
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af Alfa »

Sammála með rétt 60 þús 390 MSI kortið hjá att það er greinlega kortið til að fá sér verðlega akkúrat núna (var ekki búin að skoða att síðuna).

MSI 390 er líka með Backplate, sem allavega mitt 970 msi kort var ekki með (meira um það hér) = http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=40&t=65820

Kannski eru þau það þó núna er ekki viss.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O

NumerusX
Fiktari
Póstar: 94
Skráði sig: Mið 11. Des 2013 21:36
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort?

Póstur af NumerusX »

Búinn að prufa bæði kortin í benchmark tölvunni það er bölvað vesen með gigabyte kortin, en MSI kortin frábær ekkert coil whine eins og hann nefndi hér fyrir ofan og já gtx 970 runnar leiki miklu balanserað minna af fps drops minni hávaði og miklu auðveldara að vinna með (photoshop, blender og unreal sdk pakkan) eftir að ég setti 390 kortið í frá amd þá rauk tölvan frá 32°c idle yfir í 39°c en það er satt að 390 kortið getur höndlað hærri upplausnir betur en það er alltaf hægt að kaupa betri útgáfur af gtx kortum T.D. 6gb 980 ti sem er mikið þægilegra en amd kortið! þrátt fyrir verð þá er það gg kort en þetta eru bara niðurstöður mínar endilega að prufa frá báðum fyrirtækjum. :D
Svara