Fjöltengi í fjöltengi

Svara

Höfundur
tomasandri
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Sun 18. Jan 2015 13:48
Staða: Ótengdur

Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af tomasandri »

Sælir :)
Ég er semsagt ap spá hver hættan er að vera með eitt venjulegt fjöltengi tengt í vegg og annað rosaflott(u get me, lights and stuff) frá Tölvulistanum tengt í það og svo eru 2 skjáir, 2.1 hátalarar, borðtölva og USB hub tengdir í þetta flotta. Er einhver hætta með þessu?
CPU: i7 7700k 4.2GHz | MB: ASRock Z270 Gaming K6 | GPU: MSI GTX 1080ti | PSU: Corsair RM750x | RAM: G.Skill Trident Z RGB 16GB | HDD1: 3TB Western Digital Blue | HDD2: 2TB Western Digital Green | M.2: 250gb Samsung 960 Evo | Case: FD Meshify C | Display: HP Omen 27i og 2x Asus VH222H
Síminn: OnePlus 7T Pro
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af nidur »

Ætti ekki að vera mikil hætta í þessu nema að tækin séu að taka yfir 3-3,5KW Það sem þú ert með er kannski að taka 1-1,5KW
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af jonsig »

Þú ert að nota undir kW , þessi fjöltengi eiga vera miðuð við 16A . En það er ekkert hægt að stíla á kínverska framleiðsu, soo.

Þú ættir að vera safe undir 1500W .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af Dúlli »

jonsig skrifaði:Þú ert að nota undir kW , þessi fjöltengi eiga vera miðuð við 16A . En það er ekkert hægt að stíla á kínverska framleiðsu, soo.

Þú ættir að vera safe undir 1500W .
Þessi venjulegu fjöltengi eru aldrei 16A, þau eru lang oftat 3x0,75q og það er fyrir 10A max sleppur með 13A, myndi aldrei keyra 16A grein á svona fjöltengi.

Ég tel líka að þú þarft 5 tengla hví ekki bara vera með eitt fjöltengi ? af hverju hafa auka ?
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af jonsig »

þarna sýndiru vanþekkingu á ist200;2006

manvirkjastofnun á að sjá til þess að þannig fjöltengjum sé fargað , 2x0.75q og 3x0,75q . Einu fjöltengin sem maður sér án
varnarsnertu eru þannig útfærð að einungis IEC 60320 style kaplar eru að fara passa í .

Við tvö skilyrði máttu nota 0,75q . Taugin sé ekki lengri en 10m OG þjónar ekki tengli.
Last edited by jonsig on Mán 07. Des 2015 01:12, edited 2 times in total.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af Dúlli »

Öll fjöldtengi sem eru framleidd eru 3x0,75q, hvar sagði ég að þetta væri yfir 10m ?

Þráðar höfundurinn er sjálfur að tala um að þetta sé basic fjöltengi, farðu í næstu raftækjaverslum og skoðaðu hvað er í þessum fjöltengjum, þetta er allt. 3x0,75q snúrur.

Innfeldar lagnir, það er að segja lagnir sem eru í inn í röri eða veggjum meiga ekki vera smærri heldur en 1,5q en það er ekkert sem bannar það með fjöltengi. Flest öll algengu fjöltenginn eru 1-5m
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af jonsig »

Rafmagnseftirlit á Íslandi er líka bara jók . Efast samt að þín túlkun haldi vatni , þó trúi ég þeirri kenningu þinni að þessar útfærslur eru útbreiddar á klakanum .Og sérstaklega í ljósi allra bruna sem tengjast bráðnuðum fjöltengjum.

uppá jókið , athugaði ég öll þrjú fjöltengin í stofunni hjá mér , á kaplinum stendur á þeim öllum 3x1,5q :) þannig að ég lifi til næsta dags XD
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af Dúlli »

Það gæti vel verið að þú sért með fjöltengi sem hafa 3x1,5q það er líka slatti til af þeim en margir staðar selja samt sem áður mikið af fjöltengjum sem eru með 3x0,75q en ætla ekkert að fara þræta um það því hvorugur okkar veit hvað notandinn er með.

Meira að segja á mörgum fjöltengjum er ekki einu sinni tekið fram, en ef þú klippir í sundur sérðu að kápan er oft óvenjulega þykk og þá sést að þetta sé 0,75q.

En það skiptir engu máli þar sem hann er ekki með það mikið álag ef þetta er það sem hann mun notast við. Ef þetta er bara basic stuff, einföld leikja tölvu og ekki neinir ofur hátalarar er hann max að nota líklegast 1000w og það myndi ég halda sé hámark. En, en og aftur ætla ég ekki að þræta um þetta því hvorugur okkar veit nákvæmlega hvað hann er með.

Galaxy
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Þri 30. Jún 2015 19:39
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af Galaxy »

Er semsagt venjulegt fjöltengi í annað venjulegt fjöltengi eitthvað sem maður á að forðast?

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af arons4 »

Dúlli skrifaði:Öll fjöldtengi sem eru framleidd eru 3 x 0,75q
Mesta kjaftæði sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Hef ekki séð fjöltengi sem er 3x0,75q og ekki eldgamalt lengi. Alltaf annaðhvort 3 x 1q eða 3 x 1,5q.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af jonsig »

Galaxy skrifaði:Er semsagt venjulegt fjöltengi í annað venjulegt fjöltengi eitthvað sem maður á að forðast?

Þú getur haft 300 fjöltengi tengd saman eins lengi og heildar raunaflið(Wöttin) sem hvílir á þeim fari ekki yfir ákveðið hátt gildi, lítið mál fyrir þig að sjá það aftaná tækjunum sem þú stingur í samband .

Þú getur stundið einum 2000W hitablásara við fjöltengið og þá er það líklega maxxað út , eða stungið 20stk af 100W jólaseríum í nokkur fjöltengi og kemur útá það sama nokkurnvegin + spennufall við að bæta við fullt af fjöltengjum en þarft líklega ekki að pæla í því :)
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af arons4 »

Galaxy skrifaði:Er semsagt venjulegt fjöltengi í annað venjulegt fjöltengi eitthvað sem maður á að forðast?
Stendur yfirleitt á þeim hvað þau þola mikið afl(oft 2000-3500W). Heildaraflið á öllu sem er stungið í fjöltengið má ekki fara yfir það(Þá telurðu með allt sem stungið er í samband við bæði fjöltengin).

Galaxy
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Þri 30. Jún 2015 19:39
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af Galaxy »

700w aflgjafi+skjár+hátalarar+lampi er það eitthvað að fara yfir 2000w?
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af jonsig »

Fer eftir hvort þú sért með crap fjöltengi eða ekki .. ef þú ert með good shit fjt 3x2.5q þá er öryggið að fara slá út fyrst og þú lifir til að sjá annan dag :) en ef þú ert með crap fjöltengi þá bráðnar það bara vonandi og kveikir ekki ì einhverju . Ef þú ert í vafa þuklaðu á kaplinum sem liggur að fjöltenginu og umlykju fjöltengisins ,eftir klukkustund jafnvel fyrr . Ef allt er stofuhiti og ekki 60°c þá er líklegast enginn að fara brenna lifandi inní húsinu .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af Dúlli »

Besta sem ég veit með fjöltengi, er að fara í byku, kaupa kló, og 5 tengja fjöltengi og búa til sjálfur með 1,5q eða 2,5q. Þá getur maður ráðið lengd og ef síðar þarf að breita er ekkert mál.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af jonsig »

Best að leikmenn séu ekki að reyna tengja neitt sjálfir . Slæmar tengingar eru ábyggilega ástæða 90% bruna í húsum .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af nidur »

Ég held að gæjinn sem spurði að þessu hafi gefist upp og hætt við þetta allt saman, orðið svo flókið :)

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Fjöltengi í fjöltengi

Póstur af Dúlli »

jonsig skrifaði:Best að leikmenn séu ekki að reyna tengja neitt sjálfir . Slæmar tengingar eru ábyggilega ástæða 90% bruna í húsum .
Þess vegna sagði ég besta sem ég veit um. :happy
nidur skrifaði:Ég held að gæjinn sem spurði að þessu hafi gefist upp og hætt við þetta allt saman, orðið svo flókið :)
Mjög líklegt hehehe :crazy
Svara